30 May 2012

Think outside of the box

Eins og þið öll vitið sem þekkið mig gleður fátt meira en falleg hús og falleg hönnun. Vanalega er ég ekki mjög hrifin af hönnun/arkitektúr þar sem hönnuðurinn/arkitektinn hefur dottið í einhvern flippgír en það er eitthvað við þetta hús sem lætur vorlaukana blómstra og sólina skína.

Þessi hugmynd er brilliant og ég gæfi mikið fyrir að fá að kíkja einn hring. Það er ekki nóg með útlitið, heldur er húsið staðsett á einni eyju Bermúda. Uuu jájá ég skal kíkja!

Bernardo Rodrigues, þú ert snillingur. Takk fyrir að hafa skemmtilegt hugmyndaflug. Þú býður mér kannski með næst!




Myndir fengnar í óleyfi frá Dezeen

Þetta er kannski ekkert alveg praktískasta hönnunin í bransanum en hlutirnir mega líka vera skemmtilegir stundum.

P.s. mig langar 2x í viku að fara læra arkitektúr............en er það nóg?

ER

28 May 2012

Annar í Hvítri Sunnu

Já annar í sunnu í dag var sko ekki hvítur! Sú gula skein heldur betur skært og það hrúguðust inn myndir á facebook og instagram sem gáfu til kynna að fólk hafði notið dagsins vel. Gerði einmitt það sama - í Bláa Lóninu. Það bættust nokkrar freknur í fjölskylduna en samt gerði sólarvörnin nokkuð góða hluti.
ER

23 May 2012

Ugly shoes volume III

Mér finnst svo lúmskt gaman að skoða ljóta skó. Þá meina ég eiginlega ljóta as in hrikalega.

Nasty gal veldur mér aldrei vonbrigðum á því sviði (en að sjálfsögðu má finna þar fallega skó líka).


Hej!


Það er eitthvað við þessa skó sem segir Dora the Explorer...veit ekki hvað samt.


Kúreki á krakki.


Ég bara...á...ekki orð.


Indíánasandalar á hælum?


Somewhere over the rainbow   ♩ ♩ ♫ ♪  


Húsgagn í háska.

ER

22 May 2012

Home is where the heart is...

Í dag endurheimti ég aftur foreldrana og ömmu frá Edinborg þar sem þau voru í heimsókn hjá Ragnari bró og Ester mágkonu. 

Þá hendir maður í eina Döðlubombu ekki satt? Eða Datebomb ef við viljum ameríkanisera kökuna, ho ho!
Vissuð þið að það er hrikalega góð lykt af soðnum döðlum?
Deigið ready!
...og kakan að lokum. Eins og ég hef áður sagt þá er ég ekkert alveg sú myndarlegasta í eldhúsinu og muniði krakkar mínir að útlitið er ekki allt (því kakan bragðaðist svakalega vel þó ég segi sjálf frá og þó hún líti út fyrir að hafa semi lent í hvirfilbyl).
Le chef með svuntu og allt (og bólgan eftir jaxlatökuna búin að minnka helling). Hæ!

ER

P.s. Þar sem þetta er ekki matarblogg þá ákvað ég að sleppa öllum slaufum og dúlleríi við myndirnar, ókei? Bæ.

19 May 2012

Laundromat


Kíktum eitt gott miðvikudagskvöld á Laundromat. 


My Chai!


Sátt með mitt.


Alltaf gott að hitta þessar elskur.

ER

18 May 2012

Helgarskemmtun

Svona eyddi ég föstudagsmorgninum mínum...
...Jaxlataka takk fyrir.
Jess!
Maturinn minn næstu daga. Mér sem er mjög illa við verkjalyf...

Jahá, eftir að hafa frestað þessari aðgerð ca. 8 sinnum ákvað ég að drífa þetta bara af. Til hvers erum við samt með endajaxla ef flestir þurfa að láta taka þá?

Hann Júlíus og aðstoðarkona hans voru ekkert nema faglegir snillingar. Ég var orðin svo stressuð fyrir þessu en þetta var svo pínulítið mál eftir allt saman. Fann ekkert til og var með bros á vör (miðað við hversu mikið það er hægt með opinn munn) allan tímann. Svo þakkaði ég honum í gríð og erg fyrir að hafa gert þetta svona snilldarlega haha! Sögurnar sem ég er búin að heyra af svona aðgerðum eru því ekki sannar, þið hin sem þorið ekki að fara! Drífa sig í stólinn.

Dagarnir eftir aðgerð eiga samt að vera allt annað en himnasæla og ég er aðeins farin að kíkja þangað núna...en fyrir mig sem tekur aldrei verkjalyf eru 1 íbúfen og 2 paratabs alveg að gera góða hluti.

Ji, ég er svo ánægð með þetta allt saman!

Góða helgi yndin mín, 

kv.
Pollýanna!

16 May 2012

Sun is shining...

Svona er sólin fyrir utan hjá mér núna!


Dio mio hvað þetta fyrir aftan er spennandi...ég er forvitin!

ER

14 May 2012

Goal setting

Er ekki kominn tími á að setja sér markmið fyrir sumarið?




Spurning um að kíkja í yoga? Nú eða bara dusta rykið af armbeygjunum (sem mér þykir alls ekki vænt um!).

Sýni ykkur svona myndir í lok ágúst (eehh)

ER

Vogue í nýju ljósi

Tímaeyðsla og dund par exellans!

Inge Jacobsen er nú meiri snillingurinn. Man hvað ég elskaði að gera krosssaum í grunnskóla. Kannski ég ætti að rifja upp fingrafimina?




Talandi um snilling!

Hvað segiði, eruð þið nokkuð óþolinmóð?

ER

13 May 2012

Malla Johansen

Þetta finnst mér skemmtileg viðbót við fatahönnunarflóru landsins. Gleður mig líka mikið að þær nota gæðaefni í hönnun sína, þar sem ég hef ekki orðið vör við það hjá öllum íslenskum hönnuðum. Silki og leður í aðalhlutverki - gerist það betra? Það er ákveðinn rómantískur keimur með töffaraskapnum í leðrinu.



Mjög hrifin af þessari jakkakápu.



Elska þessar buxur!

Miðað við fyrstu lookbókina finnst mér þetta lofa góðu. Elegant og fágað. Heyrði að sumir væru ekki sáttir með allan þennan svarta lit, en þvert á móti tek ég honum fagnandi. Svartur segir ekkert annað en elegance og klassi (að mér finnst og greinilega fleirum).
(Myndir fengnar að láni á heimasíðu Malla Johansen, hér)

Bíð spennt eftir what's to come!

Vel gert!

ER


12 May 2012

Happy Birthday

Afmæli í kvöld sem ég ætla að njóta með mínum bestu!


Er maður ekkert orðinn gamall þegar kærastar vinkvenna minna eru að komast á fertugs aldur?

Nei, seeeeegi svona!

Gleðilegan laugardag.

ER

10 May 2012

Í vel lyktandi og mjúku skinni finnst mér best að vera

Hey kids, ef þið eigið leið í búð sem selur Australian Gold vörurnar þá mæli ég 100% með þessu rakakremi frá þeim:


Ég féll í yfirlið af þessari yndislegu lykt og var í sæluvímu það sem eftir lifði dags. Ég er fanatic á góðar lyktir og ég er að segja ykkur það, ég er viss um að himnaríki lykti svona. Bíð spennt þar til ég get farið inn á Google Smell og flett upp hinum ýmsu lyktum. Þetta hljómar eitthvað perralega...
...anywho, tékkið á þessu!

Græðgin í mér sætti sig náttúrulega ekki við einn brúsa heldur varð ég að prófa upgrade-uðu týpuna, sem er með smá brúnku í, svipað og Dove og Jergens og þessi krem. Þessi týpa lítur svona út:


Lyktin er mjög góð (ekki þó eins góð og af venjulega body-lotioninu) en ég sá lítinn árangur á húðlitnum. Kannski þarf ég að skoða þetta eitthvað betur.

Efast um að Australian Gold fáist á Íslandi, það væri þá aðallega sólarvörnin held ég. En ef þið eigið séns á að nálgast þetta í útlandinu, go for it!

Það er jú fátt betra en að lykta vel!

ER

09 May 2012

Kvart og kvein

Æ ég reyndi að hringja í vælubílinn en hann svaraði ekki þannig ég ætla að væla í ykkur.

Mér finnst ég alltaf vera þreytt og orkulaus, nema þegar ég er á fullu og með brjálaða dagskrá. Er búin að prófa að taka þetta og hitt út úr mataræðinu (sleppti sykri í heilan mánuð t.d.) og hef einnig sankað að mér alls kyns fróðleik um vítamín og prófað þau. Sumir segja mér að drekka bara kaffi en það er eitthvað sem mér finnst ekki gott (og tel það auk þess ekki vera hina fullkomnu lausn). 

Lumið þið á einhverju ráði? Annað en að taka inn e-r pillur sem hafa að geyma e-r óæskileg efni?

Kannski er þetta bara spurning um að ég verði á fullu alla daga, fái mér aukavinnur o.s.frv.

Nenni þessu orkuleysi ekki mínútu lengur!


ER

07 May 2012

Sól sól skín á mig

Hvað er yndislegra á mánudegi en að skella sér út á pall í smá afslöppun og sól eftir vinnu?


Örugglega fullt yndislegra en það...en þetta var ansi huggulegur dagur (þó svo að það snjóaði í morgun!).
Freknurnar eru heldur betur farnar að láta til sín taka!

ER

06 May 2012

Auglýsingagleði

Breskar auglýsingar eru ekkert nema gleði!


Spurning um að ég kenni honum litla Hnoðra mínum að moon-walka?

ER

05 May 2012

Laugardagur til lukku

Kósýhelgi par exellans. Ætluðum í bíó í kvöld en mikið eru óspennandi myndir í boði!

Þá er það bara stelpuspjall og enn meira kósý - gerist vart betra?!


Kíkti í photo booth fyrir ykkur en hausinn fékk ekki að fylgja.

Eigiði gott kvöld elskur.

ER

Ég hlakka svo til...

Sumar '12

Styttist í sumarnætur og sumarklæðnað!


ER

04 May 2012

La vita é bella

Hvað er betra á dögum sem þessum þegar maður vaknar í sól og blíðu, drífur sig í sund og þá byrjar að rigna, svo þegar maður er kominn upp úr, þá gægist sólin aftur undan skýjunum...að fá sér uppáhald Ítalans?

Hráefnið gæti ekki verið einfaldara
Ég gæti lifað á þessari samsetningu matar. Tómatar, mozzarella og fersk basilika.
Frábært líka sem forréttur í matarboðið!

ER

02 May 2012

Forréttabarinn - Le critique

Já, þessu lofaði ég ekki satt? Gagnrýni um ferð okkar stelpnanna á Forréttabarinn.


Svona lítur staðurinn út að aftan. Myndin í færslunni að neðan sýnir hvernig hann lítur út að framan og ég verð nú að gefa þeim kredit fyrir að hugsa um afturendann líka, það gera ekki allir! (Finnst logo-ið þeirra líka flott, eða þið vitið, leturgerðin. Hi5!)


Vorum búnar að panta borð og það beið okkar þegar við mættum á slaginu 20 (á sumum stöðum er það ekki sjálfsagt, því miður). Matseðillinn var festur á korkspjald með teiknibólum. Hipster-a stig fyrir það! Hef heyrt að matseðillinn er ekki alltaf eins og því er tilvalið og auðvelt að skipta honum út á korkplattanum. Korkur er líka umhverfisvænt efni held ég og því fullkomið á síðasta degi græns apríls.


Ég sá í gegnum skemmtilegan húmor þarna á matseðlinum, en kannski er ég bara ein um það. Uxahalabollur er bara eitthvað sem ég varð að hlæja yfir. Pantaði þó ekki. 


Á staðnum er hægt að velja um 1/2 eða 1/1 forrétt sem getur verið mjög sniðugt ef þú vilt smakka sem flesta rétti. Matarsmekkurinn minn er enn í fullri þróun og því var ég ekkert að fara overboard í smakkinu. Fengum okkur allar 1/2 af aspas, eggi og parmaskinku. Skinkan var góð, eggið smakkaðist bara eins og egg en asparsinn? Það var eins og hann væri hrár!? Ég er mikill aðdáandi aspars en þarna olli hann mér vonbrigðum, shame on you! Það er víst erfitt að elda aspars rétt...en kannski átti hann bara að vera svona? Í mínum huga á hann að vera mjúkur en ekki stökkur sem sellerí.


Hér sjáiði tvo 1/1 rétti. Kjúklingur í tandoori og nauta carpaccio með capers og dijon sinnepi. Kjúklingurinn var lostæti (þó naan brauðið sem lítur út eins og gulrót á myndinni hafi bragðast eins og gamalt morgunblað). Nauta carpaccio-ið var mjög lúffengt og skemmtilegt að hafa capersinn og dijon sinnepið með.


E-s staðar las ég að ef þú ert að prófa nýjan veitingastað áttu fyrst að fara klósettferð. Hreinlæti salernisins segir nokkurn veginn til um hvernig hreinlæti staðarins sé. Við fórum á klósettið eftir matinn (og reyndar 2 hvítvínsglös) en við höfðum lítið út á það að setja. Þessi bleika svanaklukka hélt okkur uppteknum frá því að skoða rykhnoðrana í hornunum (ef einhverjir voru).


Ljósa fanatic-inn ég var mjög ánægð með svo einfalda lýsingu á klósettinu. Rússapera í einni stærð fyrir ofan. Til að gera rússaljósið ekki eins hefðbundið ákváðu þeir að hafa það við hliðina á speglinum. I see what you did there...


Síðast en ekki síst er klósettið á forréttabarnum ágætis staðsetning fyrir speglamyndatökur, bara svo þið vitið!

Sem sagt...þjónustan var fín, maturinn fínn en það var því miður ekkert sem stóð upp úr.
Áður en við fengum matinn pöntuðum við allar saman brauðkörfu og henni fylgdi ólívumauk og aioli. Aioli er eitt það besta sem ég fæ á Spáni en það var varla að finna hvítlauksbragð af þessu sem við fengum. Mínus í kladdann fyrir það. Vatnið var jú mjög gott! 

Skemmtilegt andrúmsloft en ég er ekkert spennt fyrir að fara aftur...allavega ekki á næstunni.


ER