30 August 2012

Ég er...

...algjört kúrudýr.



Og fannst yndislegt að sofa út í morgun. Síðasta flugið í kvöld - næturflug. Þá er nauðsynlegt að geta sofið vel út  

ER

Næstu tvær...

...plötur sem ég ætla bæta við í safnið eru:


Með Eldar

og


Ásgeiri Trausta

ER

29 August 2012

Elsku tónlist...

Ljósanótt er gengin í garð í Reykjanesbæ (mér myndi líða mun betur ef ég mætti skrifa Keflavík). Hátíðin byrjar að sjálfsögðu með fögrum tónum að venju og í kvöld ætla Eldar og Ásgeir Trausti að óma í mínum eyrum. Mikið sem ég hlakka til!



Ómar söngur hjartahlýr
hlusta ég á
lífsins ævintýr...

Ég elska þessa rödd.

ER

28 August 2012

Er ekki alveg örugglega árið 2012?

Ég hef lengi vel verið að velta fyrir mér kúgun og niðurlægingu í samböndum/hjónaböndum og hef orðið svo ótrúlega oft vitni að slíku síðustu ár. Þá á ég í flestum tilfellum við e-ð sem ég verð vitni að í vinnunni minni. 

Hvað gerir maður þegar maður verður vitni að hjónum/pari á veitingastað á næsta borði, þar sem maðurinn svoleiðis drullar yfir konuna sína, kallar hana spikfeita (sem hún nota bene var alls ekki), heimska og einskis virði?

  Hvað gerir maður þegar maður afgreiðir hjón og maðurinn blótar konunni sinni fyrir að vera ömurleg í stærðfræði, hverslags hálfviti hún sé og segist vera mikið klárari en hún (fyrir framan börnin þeirra og afgreiðslufólkið)?

Í bæði skiptin varð mér allavega flökurt. Það munaði svo miklu að ég hefði skipt mér af, reynt að koma vitinu fyrir konunni og spurt manninn afhverju honum liði svo illa. Enn...er það mitt að skipta mér af? Kannski ekki, en hvernig liði þér að verða niðurlægð/-ur af maka fyrir framan almenning? Er það bara eðlilegt?

Ég hef svo oft pælt í þessu, afhverju einhver láti svona framkomu viðgangast. Auðvitað hugsar maður með sér að ég væri ekki lengi að koma mér úr svona aðstæðum, það vill enginn lifa svona. En meðvirkni getur verið ansi áhrifarík og tekið yfir manneskjunni. Það er eitthvað innra með henni (manneskjunni aftur, sama hvort það sé kvk eða kk) sem segir henni að þetta sé kannski bara í lagi...hún byrjar að sætta sig við ákveðna hegðun frá maka og telur sér trú um það á hverjum degi að þetta sé kannski ekkert svo slæmt. Samt sem áður reynir hún að fela vanlíðanina fyrir börnunum sínum. Eðlilegt?

Mér finnst þetta mjög algengt hjá Ameríkönum, ss amerískum karlmönnum. Þeir eru svo miklir húsbóndar á sínu heimili og hafa alla stjórn yfir fjárhagnum og hvernig hverri krónu er eytt. Konurnar virðast hafðar sem húsmæður í vinnu og fá skammtaðan vasapening. Bara í sumar hef ég nokkrum sinnum orðið vitni að svona hegðun...ugh!

Ég gæti haft þennan póst svo mikið lengri en stoppa hér. Það kemur kannski frekar meira seinna.

ER

Kaffistund sem léttir lund

Vinkonuspjall yfir swiss mocca bregst ekki.

24 August 2012

Where dreams are made of...and shit happens!



Hérna var ég fyrir nokkrum dögum. Sem betur fer var lítið um að vera þennan dag og ekkert um skotárásir. Svakalegt...

ER

IKEA - með puttann á púlsinum


Hver kannast ekki við að hlaupa út í búð og kaupa eplaskera fyrir skólabyrjun?

Eplaskeri er hinn nýi skrúfblýantur!

ER

23 August 2012

...and I'm back in the game!

Nú fara bloggsíðurnar að hrynja í gang-og þar á meðal mín. Fólk tekur fram skólatöskurnar, umferðin þyngist um nokkur kíló og það er ekki þverfótað fyrir fartölvutilboðum. Þetta þýðir bara eitt...sumarið er á enda.

Ég á mjög erfitt með að trúa þeirri staðreynd. Sumarið 2012 var alltof fljótt að líða! Þrátt fyrir það átti ég frábært sumar, gerði fullt af skemmtilegum hlutum, tók þrennuna heilögu (útlönd-útilega-sumarbústaður), kynntist yndislegu fólki og fékk sólina oft í heimsókn. Mér finnst þó vanta einn mánuð af sumri í viðbót, held að iCal sé nú eitthvað að klikka og þeir séu mánuði á undan...?

Nei, ókei ég skal sætta mig við þetta. Haustið hefur líka sinn sjarma. Þá kemst allt í rútínu, fólk verður skynsamara og ég tala nú ekki um haustkvöldin, þau eru best! 

Ég þarf aðeins að dusta rykið af pennanum og verð komin á fullt áður en þið vitið af.

Í kvöld ætlaði ég hins vegar bara að segja ykkur frá fallegri borg í Ástralíu. Eins og mörg ykkar vitið, hefur vinnan mín í sumar snúist um að hafa samskipti við útlendinga. Það eru oft miklir snillingar þar á ferð sem hafa frá e-u skemmtilegu að segja og í dag spjallaði ég við eldri konu frá Ástralíu. Ég hef alltaf verið mjög heilluð af Eyjaálfunni og skal dag einn koma mér þangað. Hún býr í Gold Coast sem er borg í Queensland fylki. Þekktust fyrir ströndina/strendurnar en fjöllin eiga víst að vera mikið augnakonfekt.

Ástralía er ekki bara Sydney...





Þetta virðist bara nokkuð fallegur staður!

ER

07 August 2012

Wish List

Michael Kors er dásamlegur.

Mig dreymir um þessar...




...en stundum verður maður að láta nægja að láta sér dreyma.

ER