17 September 2012

16 September 2012

Once a friend, always a friend

Linnea (Svíþjóð) og Akiko (Japan)

Mikið sakna ég þeirra!

Það er ótrúlegt að ég hafi árin 2007 og 2008 verið með þessum stelpum á hverjum einasta degi og ég hef ekki nema einu sinni hitt þær síðan þá. Einu sinni. Samt sem áður þegar ég tala við þær þá er eins og við höfum hist í gær.

Þetta þýðir bara eitt. Ég þarf að fara bóka ferð til Sverige og Japan. Mig dreymir um Tokyo og Kyoto og að kynnast fleiri Japönum, því það er sú þjóð sem ég hef mikið dálæti á.

Japanir eru sú kurteisasta þjóð sem ég veit um. Þeir eru ótrúlega agaðir, tala ALDREI illa um aðra og gera allt svo fólkinu í kringum þá líður vel. Sem sagt, gull af fólki! Held að okkur Íslendingum veitir ekki af að taka þá til fyrirmyndar. (Smá útúrdúr)

Japanir for the win!

ER


11 September 2012

Gulrótagleði

Amma og afi hafa alltaf verið rosa dugleg að rækta ávexti og grænmeti uppí bústað. Ástrós sis gerði sér lítið fyrir síðustu helgi og sótti nokkrar gulrætur. Þetta eru krúttlegustu gulrætur sem ég hef séð og þær bestu sem ég hef smakkað!

ER, live from Reykjanesbrautin

Fall-fell-fallen

7 gráðu hiti. Það er komið haust!

05 September 2012

Happy as a hippo


Ég er svona glöð núna.

Details seinna.

ER

All those 50 shades

Stund milli stríða í höfuðborginni. Gott að komast aðeins út á Granda þangað til èg hitti fluffurnar mínar í dinner.

04 September 2012

I'm dreaming of...

Mig dreymir um Eiffel stóla eftir þau Eames hjón. Þá er hægt að fá í öllum regnbogans litum og bæði með stál- eða tréfótum.

Byrjuð að safna...Eitt stk. kostar ekki nema ca $350 sem gera 43.000 krónur. Svo margföldum við þá tölu með 6 (fjöldi stóla þið vitið) og þá væru þetta stólar fyrir 258.000 krónur. Takk fyrir pent, gjöf en ekki gjald.

Aldrei að vita nema maður vinni í lottó einn daginn!







Er Víkingalottó ekki á miðvikudögum?

ER

03 September 2012

Burgundy boulevard


Þessir komu með mér heim frá Boston í ágúst. Fullkomnir fyrir haustið!

ER

You've got mail

Í dag fékk ég skemmtilegan póst inn um bréfalúguna-skólaskýrslu ABC stúlkunnar minnar sem er pakistönsk. Síðustu 5 ár sem ég hef styrkt hana hefur hún borið nafnið Saiqa Mushtaq en hún er nú búin að breyta Saiqa í Cecilia. Falleg nafnabreyting og allt það en mig langar að vita afhverju hún skipti um nafn svona ung (trúi ekki að hún sé gift).




Hún er orðin 16 ára þessi elska og hefur alltaf verið mjög klár að teikna (fæ alltaf mynd með skólaskýrslunni eða jólakortinu). Ég man reyndar ekki til þess að við vorum að teikna Hello Kitty 16 ára...enn...Mig langar oft að tala við hana frekar á skype, bara til að sjá að þetta sé einmitt hún og hvort henni líði í alvöru vel, en sé ekki að skrifa mér bréf meðan e-r stendur yfir henni og fylgist með hvað hún segir.

Verður maður ekki að trúa því besta?

ER

02 September 2012

Ljósanótt

Jæja, þá er Ljósanótt afstaðin. Ákvað að gerast menningarleg og kíkja á nokkrar listasýningar. Margt afskaplega fallegt en sumt...wtf!?


Flugeldasýningin var æðislega flott og litla flugeldastelpan naut sín heldur betur í botn! Um kvöldið var svo haldið á Pallaball (ásamt Frikka Dór og Úlf Úlf) og þar átti sér stað svakalegur danstryllingur...en ekki hvað!

Þetta var eina myndin sem ég tók (ekki með flassi, ekki í fókus og fleira skemmtilegt). Ég þarf að fara step up my game hérna.

ER