26 February 2013

Growing up too fast...

Þessi litla skotta átti afmæli í síðustu viku. Djísus hvað tíminn líður alltof hratt. Mér finnst nú ekkert hafa verið svo langt síðan ég hélt á henni pínulítilli og var að velta því fyrir mér hvort ég vildi nú eiga þessa litlu systur eða ekki. En sem betur fer valdi ég rétt!


Þetta afmæliskort er ein mesta snilld sem ég hef séð. Hún er sem sagt að læra lífefnafræði og auðvitað fékk hún viðeigandi kort frá skólastelpunum, lúði hvað!


Við systur eigum okkar góðu stundir...


ER

25 February 2013

Come to Mama!

Ókei ég er meira en ástfangin...af kjól.

Eðlilegt?


Þetta er einn fallegasti kjóll sem ég hef séð. Ég er bara orðlaus!

ER

24 February 2013

Bugun

Þetta er það sem ég er að gera akkúrat núna. 

Let me rephrase...Þetta er það sem ég ætti að vera gera akkúrat núna.


Miðannarpróf í skólanum í vikunni og þar sem öll þessi athygli sem átti að fara í lærdóm jafnt og þétt síðustu mánuði lét ekki sjá sig, þá er best að taka helgina bara í þetta. Málið er bara að núna er ég búin að taka til í myndunum mínum, finna nýja tónlist, blogga (allt fyrir ykkur) og skoða árshátíðargreiðslur.

Ég læri í hálftíma og tek mér pásu í klukkutíma. Ætti þetta ekki að vera akkúrat öfugt?

Framboð, eftirspurn, verðteygni, tengisala, jaðarkostnaður og fleiri upplífgandi hugtök á sunnudegi.

Gleðilegan lærdóm!

ER

21 February 2013

Þroskaðir bragðlaukar

Hæ. 

Eru bragðlaukarnir ykkar orðnir fullþroskaðir?

Hvers lags eiginlega spurning er þetta, hugsiði með ykkur. Málið er að mér var einu sinni sagt að bragðlaukar ná fullþroska þegar þér er farið að finnast rauðvín gott og ólívur góðar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Markmið mitt í lífinu var að sjálfsögðu að einbeita mér að bragðlaukunum svo þeir myndu þroskast í takt við mig (eeh) og svei mér þá, Mission Accomplished!

Smakkaði ólívur úti í Edinborg á La Tasca (uppáhalds Tapas staðnum mínum) og svo hentum við í rosalegt combó á gamlárs, grænar ólívur og bjór. Hold your horses! Stelpan sem drekkur ekki bjór og borðar ekki ólívur. ÚTLÖND HVAÐ GERIÐI MÉR!

Sem sagt, endilega prófiði grænar ólívur og bjór. Það er hið mesta lostæti!


ER

20 February 2013

18 February 2013

Sveitasæla


Kíkti upp í bústað um helgina...


...ég kemst að því á ári hverju hversu fallegt Íslandið okkar er. Þessi náttúra er svo ótrúlega óvenjuleg og öðruvísi. Ég er ekki frá því að ég hafi yngst um nokkur ár og fundið sveitabarnið innra með mér!

Yndisleg helgi x

ER

14 February 2013

Heilagir Valentínusar sameinist!


Njótiði nú dagsins elskur með ykkar significant one. Þrátt fyrir að Valentínusardagurinn sé kominn frá Ameríku þá finnst mér ekkert að því að halda upp á hann hér, það gerir okkur ekkert að Könum, þó margir trúi því. Því fleiri "lovebirds" dagar, því betra!

Elskiði friðinn og strjúkiði kviðinn (og hvort annað).

ER

13 February 2013

Guilty Pleasure

JáHÆ!

Ég vil byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir virk komment í síðustu færslu. Ég er nú ekkert frábrugðin öðrum bloggurum þegar kemur að því að skilja eftir sig spor og þykir það virkilega skemmtilegt og bið nýja lesendur sem og gamla að tjá sig endilega. Og endilega ekki vera feimin að skrifa undir nafni!

(Bæ ðe vei þá sit ég í tíma og á að vera fylgjast með, því það var jú áramótaheitið mitt meðal annars. En get ég eitthvað gert að því þó ADHD banki upp á við og við? Nei aldeilis ekki.)

Hitt áramótaheitið mitt var að vera dugleg í ræktinni. Djók. Datt í smá pásu í desember vegna endalauss hnévesens en ég nenni ekki að væla meira þannig ég er byrjuð að mæta aftur (og gef sjálfri mér hi5 þar sem þið eruð öll bakvið tölvuskjá). Ég tók þann pólinn í hæðina að ég ætla reyna vera dugleg að mæta líka á laugardögum. Ætlaði heldur betur að skella mér í 90 mínútna spinning á laugardagsmorgni síðasta laugardag...og hvað? Auðvitað kom í ljós að þetta væri Eurovision tími, Eurovision tónlist í heilar 90 mínútur, sem gera fyrir ykkur sem kunnið ekki enn á klukku 1 og hálfan tíma. 

Þarna kom strax upp afsökunarEdda: „kommon ég er ekki að fara hjóla í 90 mínútur við misskemmtilega framlag okkar 2013 Ég á líf“. Ég hélt nú ekki!

En hvað? Ellen vinkona ætlaði að fara (enda Eurovision aðdáandi númer 1, Hæ Ellen!). Ókei þá, ég gef þessu séns.

Hvað haldiði? Ég söng með 90% laganna (kannski mögulega jafnvel líklega örlítið upphátt) og hjólaði eins og vindurinn við missgóð og mis-misheppnuð Eurovision lög. Ég meina'ða!


Mér leið samt sirka svona, án gríns. Nema ég dansaði ekki í bílnum heldur söng á hjóli...póteitó pótató


Nú held ég að ég loki bara fyrir munninn á mér þegar ég hef hvað hæst um þessa keppni og hversu asnaleg hún er og hversu leiðinleg lög hún hefur upp á að bjóða.

Er þetta ekki eitthvað sem við köllum guilty pleasure?

Bingó Bjössi.

ER


12 February 2013

Being busy keeps me happy

Jävla skit!

Nei djók, ég blóta ekki. Eða þið vitið, eiginlega ekki. Svona svipað og ég blogga bara eiginlega ekki. Hvað er það? Af hverju dett ég bara einn daginn úr blogggír og annan daginn kemst ég í þann fimmta?

Það er hellingur að gerast, ég er að taka einn áfanga í HR með vinnunni og þarf að gera skilaverkefni í hverri einustu viku, ágætis skuldbinding. Þarf þennan áfanga í mastersnám, allavega í CBS og því er nú eins gott að gefa sér spark í rassinn og drífa þetta af!

Eeen...gefur maður sér ekki alltaf tíma í að skoða fallega hluti? Mig langar svo rosalega í Michael Kors úr og er búin að íhuga þetta í ár. 1 ár er langur tími og mér finnst það nóg til þess að ég sé búin að gera upp hug minn um að núna skuli fjárfesta í einu slíku. En það er meira en að segja það að velja týpu.






Ég held mér finnist númer 4 og 5 flottust en fyrir 10 mínútum voru það önnur sem voru efst á listanum.

1. heims vandamál, svo sannarlega.

ER út (en ekki eins lengi úti og seinast)