30 November 2011

Húðflúrhræðsla

Mig hefur langað í tattú í mörg ár. Af hverju ætli ég hafi ekki drifið í því? Jú, aðalástæðan er sú að ég hef óbeit á nálum, þykir þær ógnvekjandi og á erfitt með að trúa því að ég muni lifa slíka lífsreynslu af...eða þið vitið.

Þegar kemur að því að fá sér tattú (allavega þegar kemur að því hjá mér) finnst mér ég þurfa að velja eitthvað sem ég er sátt með í dag og verð sátt með eftir 50-60 ár, þegar ég sit krumpuð í hópi fleiri krumpaðra kerlinga á elliheimili. Það væri ekkert svo vitlaust að vera þá með tattú á handleggnum sem segði „Life Rocks!“. Pæli í þessu. 

Eina sem ég hef ákveðið í þessum málum (ef nálahræðslan mun flýja einn daginn) er að ég ætla ekki að fá mér tákn eða einhvers konar mynd - heldur texta. Texta sem segir eitthvað annað en nafn maka eða eitthvað svipað flippað. Hvað er það annars?!

Nokkrar hugmyndir sem ég hef sankað að mér um staðsetningu á tattúinu. Þetta er ekkert grín að velja sér tattú, svipað erfitt og að ákveða hvað maður vill gera við líf sitt. Næstum...Pant ekki samt hafa stafsetningavillu í tattúinu mínu, eins og fröken Panettiere, það væri svekk!

ERST

6 comments:

Anonymous said...

Edda Rós þú kemur með mér næst..!!
Ég er að tjúllast mig langar svo í annað !

...og you know ég er fáránlega hrædd við nálar en ég komst í gegnum þetta :)

-Ellen Agata

Ester said...

Ég er búin að panta tíma hjá Reykjavík Ink 16. des... koddu með.

eddarosskula said...

Haha nú hef ég í raun enga afsökun...oh lord!

Karen Lind said...

Einmitt!

Hvernig er hægt að fá sér tímalaust tattú?

Ég held bara að það sé ekki hægt!

-Karen

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...

Just do it! Nike
Don´t do it!! Mike