28 December 2011

2011 á Íslandi & 2012 í Edinborg






Hér ætla ég að vera næstu daga og njóta lífsins. Ýmislegt planað og annað óákveðið, enda er það nú oftast þannig að það sem er ekki ákveðið fyrirfram kemur mest skemmtilega á óvart. Hlakka til að byrja nýja árið í útlöndum og ég hef einstaklega góða tilfinningu fyrir 2012 (slétttöluárin eru jú ávallt betri).

Veit ekki hversu tölvutengd ég verð þarna úti, en lofa ykkur e-u djúsí þegar ég kem heim. Hendi jafnvel í einn 2011 annál...spennandi!

Hafið það sem best yfir áramótin krúttmúffur.

Edda Rós x


Gjafajól

Ég fékk svo ótrúlega margar og fallegar gjafir um jólin. Þær voru reyndar flestar eitthvað sem ég get notað þegar ég loksins fer að búa (e-r sem vill leigja mér íbúð í Rvk?), veit ekki hvort þetta var e-ð hint frá mínum nánustu en engar áhyggjur, þetta fer að gerast. Ég er allavega komin með nóg í búið býst ég við...

Það er oft þannig að fólk fari að safna einhverju þegar það byrjar að búa og hvað dettur ykkur helst í hug? -Jú, örugglega Ritzenhoff glösin. Nei, þeim ætla ég ekki að safna (og afþakka hér með Ritzenhoff glös til eilífðar) en annað sem vekur áhuga minn...

...Rosendahl. Dönsk snilldarhönnun.




Svo get ég ekki annað en sýnt ykkur bók sem ég fékk m.a. frá Ragnari og Ester...ég hló mikið í tilefni fyrra bloggs. Þau eru greinilega með puttann á púlsinum þessi!


Haha nú þarf ég ekki Google til að hjálpa mér, vandamál leyst.

ERST

26 December 2011

Christmas time

Átti yndisleg jól í ár með allri fjölskyldunni, vesen þegar fólk er farið að flytja til útlanda og svona og það er ekkert sjálfsagt að það komi heim yfir hátíðarnar. Í þetta skiptið var það samt svo...sem betur fer.

Nú er bara eitt jólaboð eftir hjá fjölskyldunni hans pabba og eftir það getur maginn farið í smá afslöppun. Get ekki sagt að svona jólamatur fari ofboðslega vel í minn maga, en góður er hann samt sem áður!

Ákvað að leyfa nokkrum myndum að fylgja frá aðfangadagskvöldi og jóladag en set einhverjar fleiri inn á facebook við tækifæri (líklega).



Ég með elsku bestu ömmu Eddu


Ástrós sis, Ragnar bró og Ester mágkona með sparibrosið



Mom og pops


Er þessi elska ekki skylda á jólunum (hjá öllum stelpum allavega)


Svona var veðrið í Kef city á jóladag, ekta kúruveður!

Haldið áfram að njóta jólanna yndin mín...I'm gonna.

ERST

24 December 2011

Gleði og friðarjól

Elsku þið, vildi bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla (gleðilegt nýtt ár-kveðjan kemur síðar). Vona að þið hafið það ofboðslega gott um jólin í faðmi þeirra sem ykkur þykir hvað vænst um. Borðið á ykkur gat, hlægið eins mikið og oft og þið getið, takið nokkur spilakvöld (og standið uppi sem sigurvegarar auðvitað), vakið langt fram á nótt og sofið frameftir. Lesið góða bók og/eða horfið á góðar bíómyndir/þætti.

Gleðileg jól yndislegu lesendur...

webcam to gif

...ást frá mér til ykkar og smá jólakoss!

Edda Rós Skúlad. Thorarensen


23 December 2011

Hæ Þorlákur

Messan hans Þorláks er í dag, 23. desember. Er ekki tilvalið að skella sér á tónleika eftir bæjarröltið, smákökurnar og heita kakóið?

Valdimar, Moses Hightower og Ojba Rasta eru að spila á Nasa í kvöld. Húsið opnar kl. 22:00 og ef þú ert sniðug/-ur geturðu keypt miða á midi.is á 1500 en annars kostar 2000 við hurðina.

Góða tónlistarskemmtun og kósýheit!


xx

22 December 2011

Street Party on New Years

Ég sagði ykkur um daginn að ég ætlaði að vera erlendis um áramótin. Well, staðurinn er Edinborg að þessu sinni. Ætla heimsækja Ragnar bró og Ester mágkonu og vera hjá þeim í 5 nætur. Planið er að skoða borgina, e-a kastala (og þykjast vera prinsessa), láta eins og asni alla daga, þykjast ekki skilja ensku (með þeirra skemmtilega asnalega ljóta skoska hreim), lenda í e-u óvæntu, versla (og versla meira) og síðast en ekki síst kíkja í heljarinnar Street Party sem er frægt í Edinborg á áramótunum. Þar ætlum við að sjá m.a. Bombay Bicycle Club og Primal Scream spila og trylla lýðinn. Ég ætla að vera lýðurinn í þessu tilviki...og væntanlega tryllast.

Urban Outfitters, H&M, Primark, Jack Wills, River Island, Anthropologie...bring out your best - ég er að koma!

Minn uppáhalds (og eini) bróðir kom einmitt í dag en stoppar stutt...svo elti ég hann bara út aftur, eeh. Ásamt því að koma með troðfulla tösku af jólagjöfum, beið mín pakki sem ég var orðin mjög spennt að fá, jóladressið og áramótadressið m.a. Verst að ég get ekki notað áramótakjólinn í slabbi og rigningu í e-u götupartýi í Edinborg. Or can I?


Ragnar sáttur með að vera loksins kominn „heim“.


My precious...

Það er nokkuð augljóst yfir hvoru ég gladdist meira... J

Edda Rós 

...

Do you wanna know what really makes me smile?



Facial muscles!

21 December 2011

Google it!

Síðan ég byrjaði með nýju síðuna hef ég lagt litla áherslu á texta og meiri áherslu á myndir. Persónulega finnst mér skemmtilegra að skoða blogg sem hafa frekar að geyma myndir heldur en eitthvað langt og þurrt röfl um hluti sem skipta ekki máli. Ekki misskilja mig, mörg þeirra hafa að sjálfsögðu að geyma langt og þurrt röfl sem skiptir hellings máli. Capiche?

Í þetta skiptið ætla ég hins vegar að láta ljós mitt skína í textaskrifum og vona að þið hafið orku og nennu í að lesa. Here it goes...

Ég á einstaklega erfitt með að taka ákvarðanir...eða við skulum orða þetta aðeins öðruvísi. Ég á einstaklega erfitt með að taka réttar ákvarðanir. Veit ekki hvað það er en ef ég horfi til baka finnst mér líklegt að þarna spili einhver fljótfærni inn í. Það kemur upp eitthvað mál sem ég þarf að taka ákvörðun um. Vanalega er ég ekki lengi að hugsa og ákveð þann kost sem poppar fyrst upp í hugann. Tek bara dæmi þegar ég bjó í Svíþjóð og ákvað árið 2008 að flytja heim... til að fara í viðskiptafræði í Háskólanum. Eitthvað sem ég tók sérstaklega fram 2 árum áður að ég myndi aldrei gera. Virtist bara sniðug hugmynd at the time. Var aldrei 100% ánægð en ákvað þó að þrjóskast í gegnum þetta því það er jú ekkert svo slæmt að geta kallað sig viðskiptafræðing eftir 3 ár í námi, ekki satt? Ég er eiginlega fyrst núna að sætta mig við að hafa tekið þessa ákvörðun en lýg því ekki að ég hugsa oft til þess ef ég hefði farið einhverja aðra leið, hvar væri ég þá í dag?

Sumar ákvarðanir eru til hins betra, aðrar til hins verra. Þegar við ákveðum eitthvað reynum við samt oftast að sjá fyrir okkur hverjar afleiðingarnar verða. Eða flestir allavega...
Þetta er kannski eitthvað sem ég ætti að tileinka mér.

Þið kannist öll við Google? Gæinn sem er með allt á hreinu, þið vitið? Hann getur til að mynda svarað þér:


Þarfaþing á hverju heimili. Sérstaklega á Eurovision tímabilinu.


Hver kannast ekki við að hafa þurft að fletta þessu upp?!


Geri ráð fyrir að margir hverjir okkar „heimsfrægu“ Íslendinga hafa gluggað í þennan.


Eitthvað sem ég spyr Google að á hverju kvöldi. Hann hefur ekki enn gefið mér rétt svar...


Sem sagt, Google veit allt milli himins og jarðar. Spurning afhverju síðan var ekki látin heita God (Guð), þar sem fyrirtækið er amerískt og Ameríkanar standa fastir á þeirri skoðun að God knows the answers to everything. Jæja, svo er það nú ekki samt (ég ætti kannski að stinga upp á þessari hugmynd?). Ég ákvað því að sjálfsögðu að spurja Go(d)ogle hvernig ég ætti að fara að því að taka réttar ákvarðanir.


Að sjálfsögðu var hann með þetta á hreinu - en ekki hvað!

Ákvarðanataka felst sem sagt í því að:

 1. Útbúa lista yfir kosti og galla hverrar ákvörðunar.
2. Fara yfir og skilgreina afleiðingar hverrar ákvörðunar, hvað sé líklegt að muni gerast o.s.frv.
3. Spurja 5 sinnum afhverju eitthvað hafi farið úrskeiðis (wtf).
4. Fylgja innsæi þínu.
5. Hafa það ávallt í huga að valið er þitt, en ekki einhvers annars.

Þarna sjáið þið að ákvarðanataka er ekki as simple as one two three, heldur as simple as one two three four five. Frábært!

Nú get ég slakað á og tekið réttar ákvarðanir...alltaf!

Takk Google (hvar varstu samt þegar ég þurfti á þér að halda?).

Edda Rós

Tíu Dropar

Einn kosturinn við að vera (loksins) í alvöru jólafríi er að ég hef tíma til að hitta mína elskulegu vini sem ég hef ekki séð í langan tíma. Það er svo kósý að taka rölt niður Laugaveginn og setjast inn á kaffihús með heitt súkkulaði og detta í heljarinnar spjall um daginn og veginn. Hitti t.d. hana Lilju dúllu í gær og Birnu í dag. Svo þarf ég að plana fleiri kaffihúsadeit á næstunni með fleiri ljúflingum - þið vitið hver þið eruð!



Lilja Guðný með einhvers konar geislabaug skv. myndinni...og auðvitað í alvöru líka.

Mikið er ég þakklát fyrir alla mína yndislegu vini 

Edda Rós 


20 December 2011

Klippa klippa klippa, gera mig fína fína fína

Sit hérna á Rauðhettu og úlfinum í klippingu og litun hjá Agli snilling. Leiðinlegasti parturinn af svoleiðis sessioni er að bíða eftir að liturinn er tilbúinn en þá vitum við öll hvað er næst, the best part: Hárþvotturinn!

It's time...



ERST

19 December 2011

Frá: Mér - Til: Mín

Ég á það stundum til að vera dálítið spes. Tók upp á því einn daginn að byrja að gefa sjálfri mér jólagjöf og afmælisgjöf. Þá fann ég þessa fullkomnu afsökun til að kaupa mér eitthvað sem mig langaði virkilega í, án þess að hugsa um að spara peninginn. Stundum er líka bara í lagi að treat-a sig smá.

Þessi jólin ætla ég að gefa mér 2 gjafir. Búin að kaupa aðra þeirra og ætla að finna hina í Edinborg um áramótin.

Hefur langað í alvöru leðurtösku heillengi og fann hina fullkomnu um daginn. Það er smá Mary Poppins fílingur í henni þar sem hún er frekar stór og hentar mér því fullkomlega.

               

Gjöf númer 2 er ljósmyndabók eftir James Mollison. Í henni eru myndir af svefnstað barna um allan heim, bæði þeim sem eiga moldríka foreldra, sofa á satíni og með þjón sem vekjaraklukku og líka þeim sem sofa á skítugu moldargólfi með rifin teppi. Svo má líka finna allt þar á milli. Ætlaði að kaupa þessa bók í sumar en þá var hún uppseld á Amazon. Vona að ég geti reddað henni í bráð.

En jólahreingerningin bíður.

ERST

17 December 2011

Cheers!

Nú er tími allra til að fagna. Ef þú getur ekki fagnað próflokum, þá fagnarðu því að það séu að koma jól, eða að það snjóaði í nótt, eða að þú hafir fundið báða sokkana þína í morgun.

Sama er mér!

Fagnaðu bara og dansaðu í kvöld. Það ætla ég að gera.

ERST

16 December 2011

New Years


Hér ætla ég að vera um áramótin!

Nánar um það síðar...

ERST

Hawty cútúrarí

Ég elska hvernig ameríkönum sérstaklega tekst oft að misþyrma franskri tungu. Franskan kannski ekki sú auðveldasta í framburði en ég meina...

...meðfylgjandi vídjó gefur þessu skýrari mynd.


ER

15 December 2011

Hæstánægð!

Það ríkir mikil gleði hér á bæ þar sem ég er nú loksins búin að endurheimta 2 af mínum uppáhalds. Ástrós systir var að klára prófin sín og flytur heim um jólin meðan Ester mágkona var rétt í þessu að lenda frá Glasgow til að halda jólin með okkur. Nú vantar bara Ragnar bró og þá er ég sátt!



Mikið hef ég saknað þeirra!

ER

14 December 2011

Put a ring on it!

Hringjarinn frá Notre Dame var að hringja. Hann vildi þessa hringi.




Fást allir hér.

ERST


13 December 2011

Nail-ed it!



Jólalakkið í ár frá Sally Hansen - Salon Manicure.
Liturinn heitir Wine Not og er #620 (eins og myndin sýnir jú skýrt).

Ótrúlega flottur vínrauður með sanseringu, tilvalið í skóinn!

JólaRós

12 December 2011

12 dagar til jóla

Damn straight! Það styttist óðum í jólin. Stelpurnar fara að detta í jólafrí og ljúka sínum prófum sem gleður mig mikið. Það er gott að slaka á í 1-2 daga en ég á erfitt með mikið meira en það! Það er hreinlega miklu skemmtilegra að hafa nóg að gera og fylla svolítið upp í dagatalið. Dagurinn í dag fór í smá borgarjólastúss með Mrs. Jaidee.

Þið hin sem eruð í prófum, þraukiði-þetta er að klárast.


Nensý mætt spennt á Eldsmiðjuna í late-lunch


Smökkuðum Pizza Diavola (pizzu djöfulsins)+ chili krydd, sem er gourmé. Allir að prófa þessa sem vilja gefa bragðlaukunum gott kikk. 


Það var orðið jólalegt í Smáralind


Það styttist óðum í stysta daginn og svona leit brautin út um hálffimm í dag, kósý

EddaRósSkúla

11 December 2011

Number 2...

Jæja, þið fenguð að sjá safn ljótra skópara um daginn. Nú fáiði Ugly Shoes Volume II.

Njótið (eða njótið ekki)!




Þetta minnir semi á rimlabúr eða baststól...


Nú eru að koma jól. Þetta er því einmitt eitthvað sem Grýla myndi ganga í, ekki eðlilegt fólk! 



Grinch, Willi Wonka, langar einhvern í jólastaf? Mig langar! En þessir skór? Aldrei!


Og þið þarna, you'll never stand a chance!

Þetta er allt peeps...

Edda Rós