19 December 2011

Frá: Mér - Til: Mín

Ég á það stundum til að vera dálítið spes. Tók upp á því einn daginn að byrja að gefa sjálfri mér jólagjöf og afmælisgjöf. Þá fann ég þessa fullkomnu afsökun til að kaupa mér eitthvað sem mig langaði virkilega í, án þess að hugsa um að spara peninginn. Stundum er líka bara í lagi að treat-a sig smá.

Þessi jólin ætla ég að gefa mér 2 gjafir. Búin að kaupa aðra þeirra og ætla að finna hina í Edinborg um áramótin.

Hefur langað í alvöru leðurtösku heillengi og fann hina fullkomnu um daginn. Það er smá Mary Poppins fílingur í henni þar sem hún er frekar stór og hentar mér því fullkomlega.

               

Gjöf númer 2 er ljósmyndabók eftir James Mollison. Í henni eru myndir af svefnstað barna um allan heim, bæði þeim sem eiga moldríka foreldra, sofa á satíni og með þjón sem vekjaraklukku og líka þeim sem sofa á skítugu moldargólfi með rifin teppi. Svo má líka finna allt þar á milli. Ætlaði að kaupa þessa bók í sumar en þá var hún uppseld á Amazon. Vona að ég geti reddað henni í bráð.

En jólahreingerningin bíður.

ERST

2 comments:

Anonymous said...

Vá gott hjá þér! Ég gef mér líka reglulega gjafir - nauðsynlegt!
B - TenFive

EddaRósSkúla said...

Haha já það er nauðsynlegt Frk. TenFive :)