30 April 2012

Dinner's on me?

Hingað ætla ég í kvöld ásamt nokkrum vel völdum. Hef aldrei komið og hlakka því til að prófa eitthvað nýtt!



Ég elska skyndiákvarðanir!

Ætla reyna að koma með smá gagnrýni fyrir ykkur (sem hafið ekki farið) á morgun.

Eigiði gott kvöld elskur og njótið 1. maí á morgun.

ER

29 April 2012

How far is this going?

Fer þessi "Lita" martröð ekki að taka enda?



-nastygal-

Er endalaust hægt að breyta mynstrinu/litunum og áferðinni á þessari týpu?
Um að gera að taka parket sokkana upp á næsta level.

Ég næ ekki enn hlutföllunum...sorry!

ER

27 April 2012

McGinn Trench

Varð yfir mig hrifin af þessari fallegu trench kápu sem ég sá Rachel Bilson klæðast í þáttunum Hart of Dixie. Það er erfiðara að standast freistinguna þar sem hún er á útsölu á rúmlega $200...

...en ég er að spara. Kostar nokkuð að horfa og láta sig dreyma?




One day...

ER

26 April 2012

Dagur í Kolaportinu

Síðasta laugardegi var eytt í Kolaportinu. Það eru ekki nema 3 ár síðan ég fór síðast (að mig minnir) og það er eitt sem mér finnst hafa breyst síðan þá. Fólk er farið að gera meiri kröfur um lægra verð. Gagnrýni það svo sem ekki en buddan var aðeins léttari eftir síðasta laugardag en fyrir 3 árum.

Mikið var þetta samt gaman, öðruvísi stemning og yndislegt fólk sem kom og heilsaði upp á!

Kolaportspíurnar mættar!
Fengum fullt af gestum.
Ellen hipster.
Mitt dót.
Þetta litla krútt var að hjálpa mömmu sinni og ætlaði að „gera hana fína fyrir kvöldið“ eins og hann sagði sjálfur.
Básinn okkar, E(dda/llen) - 15

Gaman að þessu.

ER

24 April 2012

Fail

Hef ákveðið að bæta við einum lið hérna á blogginu þar sem e-ð sem ég sé á förnum vegi hefur "gone wrong".

Eins og miðlar Íslands eru orðnir í dag, er auðveldara að taka eftir stafsetningar- eða innsláttarvillu en að syngja stafrófið. Ég hata þessar tegundir villa og fæ grænar bólur í kjölfarið.

Er ég ein um þetta?


Auglýsing í Fréttablaðinu. Í hvernig umhverfi á tilvonandi starfsmaður að vilja starfa í? 

Menntanaðrfullu?

Úff...

ER

p.s. Ráðgjafafyrirtæki er eitt orð!
p.p.s. Já, ég er ótrúlega kröfuhörð á skrifað mál.
p.p.p.s. Já, ég sletti dálítið enskunni. Vinn í þessu.

23 April 2012

Inspiración

Þegar maður dettur í eitthvað væl, þá er ágætt að kíkja á myndir af fólki sem virðist aldrei væla og virðist alltaf nenna í ræktina. Það finnst mér allavega. 

Metabolic er komið á fullt og ef þið viljið kynna ykkur þetta þá getið þið gert það hér. Snilldaræfingaprógram hannað af Helga Jónasi körfuboltaþjálfara Grindavíkur. Eitthvað sem er mjög fjölbreytt og lætur mig alltaf nenna. Hlaupið hefur reyndar aðeins setið á hakanum en ég er viss um að metabolic þjálfunin komi til með að gera hlaupið auðveldara og hraðara. Win-win!







Spurning að fara bara út að hlaupa eftir að hafa skoðað þessar myndir.

Nei, bara pæling.

ER

22 April 2012

Last few days...


Þessi besta vinkona mín náði mér loks í aldri þann 18. apríl. Kíkti á hana í cupcakes og fleira góðgæti.


Ákváðum að fara í Bláa Lónið á sumardaginn fyrsta þegar við sáum sól í Keflavík. Sólin var farin þegar við komum að lóninu. Score!


Þessi uppáhalds kíkti með mér!


Le Blue Lagoon


Sumarið er að koma...


Matarboð heima og ég naut góðs af.


Þessi elska kíkti líka við og skálaði í sumar mojito!

Já krakkar mínir, sumarið er á næsta leyti og þá færist bros yfir mannskapinn...
...allavega mig.

ER

20 April 2012

Kolaportið

HÆ!


Við Ellen Agata ætlum að vera í Kolaportinu á morgun, 21. apríl 2012 frá klukkan 11:00-17:00 að selja föt sem við erum komnar með leið á.

Endilega kíkið við elskurnar mínar, þætti ofboðslega gaman að sjá ykkur.
Öll sem eitt!

ER

19 April 2012

Auglýsingagleði

Eftir að ég byrjaði í viðskiptafræði hefur hugsun mín breyst mikið hvað varðar markaðsfræði. Ég pæli mikið í því hvernig fyrirtæki auglýsa sig í bíómyndum, þáttum og jafnvel öðrum auglýsingum. Mér finnst einnig áhugavert að sjá hvað það er sem grípur fólk.

Skemmtilegar auglýsingar grípa mig helst. Þessa sá ég um daginn og hún kom mér sannarlega í gott skap, jafnvel þó varan sem verið var að auglýsa muni aldrei koma til með að detta í innkaupakörfuna mína.


"I like the way you mooo..."

ER

First day of summer


Gleðilegt sumar elsku lesendur mínir!


Vona að sumarið ykkar byrji vel í þessu fallega veðri. Sagan segir að sumar og vetur hafi frosið saman og það boðar víst gott sumar - við afþökkum það nú ekki!

Farin í Le Blue Lagoon, sé ykkur vonandi þar.

Edda Rós

18 April 2012

It's the small things...

Hvað er betra á þriðjudagskvöldi en að fara í heitt bað?

Með smá jarðaberjafroðu...
Kertum...
Og góðri tónlist...
Ahh...

ER

17 April 2012

Giving back

Bara til að sýna ykkur að ég get líka verið hræsnari af og til þá mátti ég til með að sýna ykkur nýju Toms skóna mína. Í síðustu færslu talaði ég um að við ættum að læra að meta það sem við hefðum en ekki þurfa stanslaust að fá meira og nýrra. Það er alveg satt og mér finnst gott að minna mig á það stundum hvað ég hef það gott og að ég þurfi að meta það betur.

Hins vegar...þá keypti ég þessa skó í USA í mars og er afskaplega skotin í þeim. Það var ekki útlitið sem greip augað í fyrstu, heldur hafði ég heyrt af þessum skóm og hvað þeir „stæðu“ fyrir. Mér finnst framtakið frábært og aðdáunarvert. Þið getið kynnt ykkur sögu fyrirtækisins hér.

Vona bara að þetta sé ekki einungis markaðssetning hjá þeim.
Þeir eru afskaplega þægilegir - og ekki skemmir það!
Fást í mörgum litum og gerðum en ég ráðlegg ykkur að máta þá sjálf í stað þess að láta e-n annan kaupa fyrir ykkur. Ég mátaði 2 týpur, þeir pössuðu báðir en aðrir voru nr. 9 í US og hinir númer 8.5 US, þannig þeir virðast vera misstórir eftir týpu.

Þetta eru kaup sem gera vonandi einhverjum öðrum gott, vildi að fleiri fyrirtæki tækju þetta upp.

ER

16 April 2012

Appreciating

Vantar þig nokkuð eitthvað? Eins og nýja skó, nýtt ilmvatn eða nýjan andlitsmaska?



Nei ég hélt ekki...

Lærum að meta það sem við höfum.

ER

15 April 2012

Sunday Runday

Loksins ákvað sólin að láta sjá sig - mér og eflaust fleirum til mikillar gleði.

Eftir að hafa tekið powernap úti á palli (no joke) þá skellti ég mér í smá skemmtiskokk.


Derhúfan komin á...


Þessi gula kíkti í heimsókn!


Nágrannakisan lagði sig hjá okkur í allan dag...í hinum ýmsu stellingum.


Haha!

Góð helgi að baki.

ER

14 April 2012

I love you Phillip Lim

Haust 2012 RTW frá 3.1 Phillip Lim

Highlights að mínu mati:







Hann er náttúrulega highlight sinnar sýningar. Snillingur hann Lim.


ER