16 April 2012

Appreciating

Vantar þig nokkuð eitthvað? Eins og nýja skó, nýtt ilmvatn eða nýjan andlitsmaska?Nei ég hélt ekki...

Lærum að meta það sem við höfum.

ER

2 comments:

Anonymous said...

Íslendingar kunna ekki að meta það sem þeir eiga - Nægjusemi er ekki til í þeirra orðaforða. T.d. bloggið þitt og annarra svipaðra blogga sannar það. Ekki meint sem diss. Bara staðreynd.

Takk fyrir skemmtilegt blogg :)

LL

EddaRósSkúla said...

Já, LL, hérna er ég sammála þér. Persónulega get ég ekki sagt mig vera nægjusama en ég er að reyna að vinna í því. Við Íslendingar lifum líka við frábærar aðstæður sem við gerum okkur ekki grein fyrir, sbr. samgöngur, heilbrigðisþjónustu, mat í búðum og næga atvinnu (þó svo að það reynist oft mjög erfitt að manna alla þessa atvinnu sem er í boði). Þrátt fyrir þetta röflum við yfir því að hér ríki kreppa, en á sama tíma kveikjum við á ipadinum okkar og klárum síðasta bitann af nautakjötinu. Þessu hugarfari þarf svo sannarlega að breyta en þegar búið er að venja fólk á þennan lífstíl, þá er erfitt að sætta sig við minna.

Þetta er bara efni í nýja færslu!

Takk fyrir að skoða, þykir vænt um öll komment :)