27 December 2012

Tomorrow

Svo spennt að kíkja til elsku Edinborgar á morgun og verja þar áramótum númer tvö.

Vonandi eruð þið að hafa það gott í jólaletinni!

ER

20 December 2012

Fleira flott fólk

Dagarnir verða bara betri og betri.

Þessi elska kom á sunnudaginn frá Kóngsins:


Svo kemur þessi (vinstri helmingurinn) í kvöld frá Edinborg:


Mikið elska ég nú jólin þegar allir koma saman-whoop!

ER


17 December 2012

Sisters...

Á föstudaginn fórum við á jólahlaðborð (annað af þrem þessi jólin).


Hápunktar smökkunar hjá mér voru sennilega hrátt hrossakjöt (sem ég hef reyndar smakkað áður en borið fram öðruvísi) og önd. Ég er almennt mjög hrifin af hráum mat, sama hvort það sé kökudeig eða serrano með melónu þannig að hrossakjötið kom mér skemmtilega á óvart.

Litla sis gaf mér illt auga þegar ég umm-aði og bauð henni að smakka.

Smakkaði svo lax sem var á e-n hátt marineraður í sykurreyr og hann var sjúklega góður!

Ég elska ss hráfæði...í mínum skilning.

Kv.
Edda Vampíra

16 December 2012

Dog Days

Kíkti á þennan litla prins í dag.






Það er svo skrítið að búa ekki lengur með litla Hnoðra boltanum mínum.

Hann er allavega orðinn fullorðins og kominn í endurskinnsvesti þessi elska.

ER

15 December 2012

Þakklát

Það er best að eiga jafn yndislegt fólk að og ég á. 
Þegar á reynir styðja allir við bakið á manni og vilja allt fyrir mann gera.

Munum að taka fólkinu okkar aldrei sem sjálfsögðum hlut.
Verum dugleg að þakka fyrir okkur og láta í ljós okkar væntumþykju.




 ER


14 December 2012

Oh Happy Day 2...


Gleðin heldur svo sannarlega áfram því þessi elsku Grilla Knudsen Smismans mun mæta á klakann í kvöld.

Hlakka svo til að knúsa'na!

ER

13 December 2012

Oh happy day...

Eins leiðinlegt það er að eiga fjölskyldu og bestu vinkonur í útlöndum, þá er ekkert betra að fá þau heim yfir hátíðarnar!

Við byrjum á minni yndislegu mágkonu sem mætir á klakann í dag, whoop ég get ekki beðið!

Svo kemur Valgerður, Heiða
og síðast en ekki síst
Ragnar bróðir.

GLEÐILEG JÓL GOTT OG FARSÆLT!

ER

12 December 2012

Morning's heeeeeere.....

Gleðilegan tólfta dag desember mánaðar árið 2012.


12 er önnur tveggja uppáhalds talnanna minna þannig þetta er mér mikil ánægja að upplifa daginn í dag.

ER

10 December 2012

The one who said you could have too much sugar...was right!

Um daginn bauð Elín Edda mér og Guðrúnu í brjóstsykursgerð. Þvílíka og önnur eins snilldin sem það var! Þrátt fyrir að ég horfi brjóstsykur allt öðrum og verri augum en ég gerði fyrir þennan dag, þá er þetta eitthvað sem allir ættu að prófa. Sniðugt að gera svona líka rétt fyrir jólin.

Eina sem þarf er sykur, þrúgusykur og meiri sykur, vatn, pott, olíu, spaða, skæri og bökunarpappír. Ef þið viljið hafa e-ð bragð af sælgætinu þá er jú nauðsynlegt að kaupa viðeigandi litar- og bragðefni.



Og þá hefst fjörið...





Elín Edda var nýbúin að læra hvernig ætti að meðhöndla þessa leðju en hún masteraði algjörlega þennan dag.



Lakkrísbrjóstsykurinn sem var bestur að mínu mati. Útlitið segir ekki allt...eeh



Ég þurfti líka að sýna hvað í mér bjó...



Klippa klippa




5 Batch á no time!

Snilldardagur.

ER

04 December 2012

I will always love you

Elsku afi Rúddi (Rúdolf) hefði orðið hvorki meira né minna en 75 ára í dag.

Hann afi var algjör herramaður, húmoristi og slökkviliðshetjan mín.

Alltaf í nýpússuðum skóm, vatnsgreiddur og í leðurjakka (hefði auðveldlega fengið hlutverk í Grease!) Hann dró alltaf upp úr brjóstvasanum á jakkanum sínum nammi fyrir mig og Ragnar bróðir (Ástrós sis var of ung til að japla á sælgæti). 

Lagið okkar er lagið I will always love you með Whitney Houston. Ég vona að hún syngi það fyrir hann í dag og er viss um að hann muni taka undir.


Mikið sem ég sakna hans, þessa sterka karakters.

Hugsa til þín alla daga elsku afi.

Þín, 
Edda Rós

03 December 2012

Julekager

Ég vona að þið hafið lesið fyrirsögnina með dönskum hreim (sko júúúlekeeeeeege). Hef ekki hugmynd um hvernig á að segja smákökur á dönsku og hef ekki þolinmæði í Google Translate þannig þetta er mín eigin þýðing og að sjálfsögðu get ég þá bara halt míns eigins partý!

Laugardagurinn fór í rúnt í Keflavík og smákökubakstur með yndislegu mömmu minni. Við bökuðum tvær sortir og þær brögðuðust ljúffenglega (ef það er orð, í dag er það orð allavega). 

Önnur sortin var með karamellukurli og rosa fínar (ljósar). Hinar voru eiginlega eins og brownies í smákökuformi (dökkbrúnar). Þar sem ég er alla daga súkkulaðimanneskja frekar en karamellumanneskja, þá kýs ég þessar dekkri. 

Uppskriftirnar má finna í Nóa Siríus bæklingnum sem kom út núna fyrir jólin. 

ATH! Það er hægt að minnka sykurinn um margfalt! Ég var í andlegu sjokki þegar ég sá að það ættu 470 gr að fara í karamellukökurnar alls (púður og hvítur saman). Svo átti karamellukurlið sjálft eftir að fara í, HERREJISSES! Bragðlaukarnir mínir eru loksins orðnir það þroskaðir að mér er actually farið að finnast sumt vera alltof sætt (sem gerðist aldrei hér áður fyrr!).






Missum okkur ekki í sykrinum í kökurnar krakkar mínir.


Happy Baking!

ER