03 December 2012

Julekager

Ég vona að þið hafið lesið fyrirsögnina með dönskum hreim (sko júúúlekeeeeeege). Hef ekki hugmynd um hvernig á að segja smákökur á dönsku og hef ekki þolinmæði í Google Translate þannig þetta er mín eigin þýðing og að sjálfsögðu get ég þá bara halt míns eigins partý!

Laugardagurinn fór í rúnt í Keflavík og smákökubakstur með yndislegu mömmu minni. Við bökuðum tvær sortir og þær brögðuðust ljúffenglega (ef það er orð, í dag er það orð allavega). 

Önnur sortin var með karamellukurli og rosa fínar (ljósar). Hinar voru eiginlega eins og brownies í smákökuformi (dökkbrúnar). Þar sem ég er alla daga súkkulaðimanneskja frekar en karamellumanneskja, þá kýs ég þessar dekkri. 

Uppskriftirnar má finna í Nóa Siríus bæklingnum sem kom út núna fyrir jólin. 

ATH! Það er hægt að minnka sykurinn um margfalt! Ég var í andlegu sjokki þegar ég sá að það ættu 470 gr að fara í karamellukökurnar alls (púður og hvítur saman). Svo átti karamellukurlið sjálft eftir að fara í, HERREJISSES! Bragðlaukarnir mínir eru loksins orðnir það þroskaðir að mér er actually farið að finnast sumt vera alltof sætt (sem gerðist aldrei hér áður fyrr!).


Missum okkur ekki í sykrinum í kökurnar krakkar mínir.


Happy Baking!

ER

5 comments:

ester said...

Þú átt svo sæta mömmu!

Anonymous said...

Girno!! :)

Og mamma thin er bjuti..

Xxx/ karenlind

Valgerður said...

og minnkuðuði sykurmagnið? ;)

báðar hljóma undursamlega!

EddaRósSkúla said...

Já minnkuðum það helling! :)
Ég hefði viljað prófa og minnka það meira, en tek enga sénsa þegar kemur að jólakökum!

Momsa said...

Af því ætlum að vera svo heilsusamleg í öllu jólasukkinu eða þannig, þá mæli ég með að minnka sykur í kökuuppskriftum um fjórðung eða allt að helming!! Fer eftir öðru sykurdóti sem á að fara í uppskriftina líka, t.d. súkkulaði eða karamellukurl.

Mín reynsla er að það er allt allt of mikið af sykri í öllum kökuuppskriftum.(nema marengs sem er náttúrulega ekkert nema sykur (verður að vera) og eggjahvítur)

Elskið friðinn og strjúkið kviðinn.....og burstið tennurnar!

Segi svona ;-)