29 May 2013

Philippe Starck likes to squeeze lemons

Getur maður talað um langþráða löngun?

Allavega í dag geri ég það, því langþráð löngun mín rættist (jæja íslenskufræðingar, hvað segiði núna ha!).Sítrónupressan sem hann Philippe Starck hannaði og fór í framleiðslu árið 1990 er loks mín! Hún fær samt sem áður því miður ekki að fara upp úr kassanum fyrr en ég er flutt, þar sem eldhúsið býður hana alls ekki velkomna, með litlu plássleysi. Ég á pottþétt eftir að kíkja á hana inni í herbergi af og til, bara til að tékka hvort henni líði ekki vel. Það væri nú saga til næsta bæjar ef hún ætlaði að flýja!


En sagan af sítrónupressunni er dálítið skemmtileg, eins og reyndar allt sem Starck gerir og segir. Hann var að borða hádegismat á Ítalíu og á sama tíma að reyna hanna bakka fyrir Alessi (sem framleiðir pressuna). Áður en hann veit af er hann búinn að teikna sítrónupressuna á litla servíettu sem er enn til í dag. Sítrónupressuna má finna á MOMA safninu í New York og því gleður mig mjög að hún sé komin í mitt eldhús. Ég hreifst líka helling af Starck þegar ég bjó á Ítalíu og fór á Salone del Mobile þar sem hann var einmitt að sýna sína hönnun. 


Pressan er ekkert sérstaklega praktísk, þ.e. hún hentar ekkert sem best í að kreista sítrónur en Starck sagði sjálfur "It's not meant to squeeze lemons, it's meant to start conversations".Þannig að ég vil meina að ég sé komin með umræðukveikjara í eldhúsið, ekki slæmt það!Þetta er smá eins og 3ja lappa könguló.

Og ég elska það...enda er ég mikill aðdáandi köngulóa.

ER

28 May 2013

Cherry on top!


Þetta er delissjöss!


Kirsuberjahlunkur með lakkrísídýfu - this you gotta try!

Mmmmm...

ER

P.S. Þið ykkar sem eruð með blogspot og eruð að blogga úr símanum og setja myndir, koma þær óskýrar á bloggið úr símanum? Fjandans app!

27 May 2013

Dónde está el verano?

Ég veit að að maí er að klárast en mig langar samt svo mikið í þennan svarta jakka!Ef bara ég byggi í útlöndum og gæti keypt hvað sem er á internetinu.

En svo er ekki...

ER

26 May 2013

Morgunblaðið 26.05.13


Það vakti áhuga minn hverjar mest lesnu fréttirnar í dag voru:Voðalega eru allir eitthvað svangir...hræðilegt!

ER

22 May 2013

Ég á líf...fyrir utan Eurovision

Heiða og Hróar buðu til heljarinnar Eurovision partýs síðasta laugardag. Það er ekki að spurja að því, gestrisnin er ávalt í hávegum höfð og þetta kvöld var engin undantekning!


Þetta var það fyrsta sem vakti athygli mína...enda ekki annað hægt. Nota Bene: Þau gerðu þetta saman, þetta verð ég að læra. Heiða, tekurðu mig á námskeið?


Jarðaberja Mojito má á svona kvöldum.


This is for you Iceland!


Þessar elskur. Ellen og Heiða.


Ellen að gefa stig...eða réttara sagt umsagnir, haha!


Ég með uppáhalds landið mitt í keppninni (fyrir utan Noregspíuna því kjóllinn hennar var sjúkur!) Alcohol is free, alcohol is free


...Já þetta var sem sagt sigurvegari kvöldsins. Nafn hennar verður ekki getið að sinni.

Æðislegt kvöld með dömunum mínum. 

Takk fyrir mig H&H!

ER
21 May 2013

Bananas in Pyjamas


Ég á við smá vandamál að stríða. Það er eiginlega dálítið furðulegt og eitt af þessum 1. World Problems, eða FWP eins og ég kýs að kalla þau. 

Þannig er nú mál með vexti að alla mína æsku þegar mamma fór út í búð, þá keypti hún í 99% tilfella banana og því eru alltaf til bananar heima. Ég hef greinilega vanist það vel á þetta að ég er sjálf farin að kaupa banana í 99% tilfella í mínum búðarferðum. Þetta væri jú kannski allt saman gott og blessað ef þeir væru borðaðir. Sem þeir eru ekki á mínu heimili. Eina máltíðin sem ég borða heima er kvöldmatur og ekki fæ ég mér banana í kvöldmat. Það er bara svo fínt að hafa þá þarna í eldhúsinu, minna mig á B12 (heimilið mitt í Keflavík).

Í of mörg skipti hef ég hent þessum elskum (og algjörlega hunsað þá staðreynd hversu margir svelta úti í heimi, því miður) en í gær hugsaði ég "Hingað og ekki lengra" eða "Nú er nóg komið!" Eins og Bubbi orðaði svo réttilega (það kemur annar pistill um það í vikunni).

Hvað gat ég gert við banananananana áður en þeir skemmdust?

Það þarf bara 2 banana í bananananananabrauð og hvað yrði þá um hina 3?Bananabrauðshráefni (það læddist einn auka banani inn á myndina)


Nú auðvitað skera þá niður og frysta...


...til að nota í boost! Bingó (Lottó)!


Svo varð brauðið að fá að fylgja með (er að taka uppskriftasíðurnar alveg í gegn núna, byrjum á Evu Laufey).

Já elsku vinir og vanda- og bandamenn, þar hafið þið það!

Banana í boostið og banana í brauðið...full margir B stuðlar í þessu.

ER

15 May 2013

Laugardagsrúntur

Seinasta laugardag duttum við í smá road trip. Brunuðum með Orra uppí flugstöð þar sem hann var á leiðinni í dágott Ameríkuferðalag. Okkur leiddist það ekki mikið þar sem við tókum heljarinnar Suðurnesjarúnt í kjölfarið.

Sveitastelpan ég þurfti jú að sýna drengnum heimaslóðir og hversu afskaplega fallegt Reykjanesið er, þessi leynda perla.

Byrjuðum á því að keyra í áttina að Höfnunum og skelltum okkur aðeins til N-Ameríku í leiðinni. Brúin milli tveggja heimsálfa var fyrsta stopp.

Næsta stopp var svo Reykjanesið, Reykjanesviti, Gunnuhver, Geirfuglinn góði og þvílíkar náttúruperlur sem við eigum hérna (og það eiginlega bara í bakgarðinum hjá Keflavíkurdömunni).

Tókum svo Grindavíkurleiðina og þá var þetta komið gott fyrir daginn.

Þessi ferð verður svo bókað farin aftur í sumar, með nesti, nýja skó og öllum er velkomið að koma með!

Mér fannst þetta nokkuð skemmtilegt, þar sem ég hafði séð það nákvæmlega sama í Verona árið 2007 þegar við fórum í smá Ítalíuheimsókn við fjölskyldan. Þá var búið að læsa fjölmörgum lásum á hliðið að húsinu þar sem Rómeó átti að hafa heimsótt Júlíu.


Þessi Rómeó var svo sannarlega góður ferðafélagi og tala nú ekki um áttvís (sem hentar jú vel dömum sem villast í Smáralind).

ER


13 May 2013

In cake I trust


Við Árni skelltum okkur í Keflavíkina í síðustu viku. Stoppuðum hjá báðum ömmunum og duttum í snittur hjá ömmu Huldu en færðum ömmu Eddu þessa sjúklega góðu köku.

Uppskriftina fékk ég hjá yndislegu Evu Laufey.

Kakan er náttúrulega delissjöss, enda sætari en nýfætt barn.


Ég er nú heldur betur farin að taka til mín í eldhúsinu...það hefur breyst frá því ég tók bloggpásuna miklu!

ER