21 May 2013

Bananas in Pyjamas


Ég á við smá vandamál að stríða. Það er eiginlega dálítið furðulegt og eitt af þessum 1. World Problems, eða FWP eins og ég kýs að kalla þau. 

Þannig er nú mál með vexti að alla mína æsku þegar mamma fór út í búð, þá keypti hún í 99% tilfella banana og því eru alltaf til bananar heima. Ég hef greinilega vanist það vel á þetta að ég er sjálf farin að kaupa banana í 99% tilfella í mínum búðarferðum. Þetta væri jú kannski allt saman gott og blessað ef þeir væru borðaðir. Sem þeir eru ekki á mínu heimili. Eina máltíðin sem ég borða heima er kvöldmatur og ekki fæ ég mér banana í kvöldmat. Það er bara svo fínt að hafa þá þarna í eldhúsinu, minna mig á B12 (heimilið mitt í Keflavík).

Í of mörg skipti hef ég hent þessum elskum (og algjörlega hunsað þá staðreynd hversu margir svelta úti í heimi, því miður) en í gær hugsaði ég "Hingað og ekki lengra" eða "Nú er nóg komið!" Eins og Bubbi orðaði svo réttilega (það kemur annar pistill um það í vikunni).

Hvað gat ég gert við banananananana áður en þeir skemmdust?

Það þarf bara 2 banana í bananananananabrauð og hvað yrði þá um hina 3?



Bananabrauðshráefni (það læddist einn auka banani inn á myndina)


Nú auðvitað skera þá niður og frysta...


...til að nota í boost! Bingó (Lottó)!


Svo varð brauðið að fá að fylgja með (er að taka uppskriftasíðurnar alveg í gegn núna, byrjum á Evu Laufey).

Já elsku vinir og vanda- og bandamenn, þar hafið þið það!

Banana í boostið og banana í brauðið...full margir B stuðlar í þessu.

ER

4 comments:

Heiða Rut said...

Snilld. Þessar eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili: http://www.cafesigrun.com/bananamuffins
Snilld ef maður á marga sem eru að skemmast!

Anonymous said...

Are U gone BANANAS? :-)

Anonymous said...

Prófaðu þessa köku! Sjúklega góð og alveg súper einföld :-) Mæli með´enni!!
http://ljufmeti.com/2012/07/11/bananakaka-med-nutella-kremi/

Anonymous said...

MMMMMMMMMMMM flott brauð var það ekki gott?