29 February 2012

Ofmetin tíska

Það er ótrúlegt hvað frægt fólk getur náð miklum árangri í að auglýsa vörur/flíkur óbeint. 
Beyoncé ákvað að klæðast strigaskóm í myndbandinu sínu Love on Top. Gott og blessað!
Í ljós kom að þetta voru engir venjulegir strigaskór. Þeir eru hannaðir af Isabel Marant og eru með innbygðum háum hæl. 

Ekkert svo slæm hugmynd út af fyrir sig en guð minn almáttugur hvað það er búið að hype-a þessa skó!
Persónulega finnst mér þeir langt frá því að vera fallegir. Minna mig á geimskó og ég hugsa um moonboots þegar ég sé þá. 

Kannski er þetta bara eins og með annað sem kemur í tísku, eins og Jeffrey Campbell Lita skóna. Annað eins hafði ég ekki séð fyrst um sinn, en í dag hef ég vanist þeim betur. 

Ætli ég venjist þessum geimskutlum?





Svei mér þá, ég held bara ekki. Huge tunga, franskur rennilás og eitthvað sportlúkk sem mér líkar ekki nógu vel við.

Þeir seljast samt eins og heitar lummur!



Week 2-Day 1


Önnur vika hafin í hlaupinu og fyrsti dagur þessarar viku byrjaði á:

 5 mín upphitun
svo
18 mín æfing sem skiptist í 1,5 mín hlaup og 2 mín labb (4 sinnum) og svo 1 mín hlaup og 1 mín labb (2 sinnum)
svo
5 mín labb í lokin og teygjur.

Langar ekki einhvern að byrja?

ER

28 February 2012

Útskriftargleði

Helgin var snilld! Fór í útskriftarveislu hjá skötuhjúunum Heiðu og Hróari og partýin hjá þeim geta bara ekki klikkað.

Takk fyrir mig HH!

Ég var lítið í að taka myndir en fékk þessa án góðfúslegs leyfis Heiðu (geri bara ráð fyrir að það sé í lagi).


Heiða Rut-Edda Rós-Ellen Agata

x

26 February 2012

...

NBA All Star leikurinn

vs.

Óskarsverðlaunin

Hvernig dettur þessum Ameríkönum í hug að hafa þessa viðburði sama kvöldið?

Leikurinn í tölvunni og Óskarinn í sjónvarpinu. Problem solved.

Segiði svo að ég sé ekki multi-tasker!


24 February 2012

Feeling nostalgic

Það eru ákveðin lög sem eru tilvalin í að "set the mood". Ég er mikill aðdáandi Gullbylgjunnar og elska að hlusta á gömul lög sem ómuðu í útvarpinu þegar ég var yngri. Honey dudduddududduddu ohh sugah sugah...

...þið vitið hvert ég er að fara!

Heyrði þetta um daginn, væmið og krúttlegt. Ekta lag til að "set the mood" fyrir helgina þannig ég vil leyfa ykkur að hlusta með mér.

Al Green kann þetta!


Ég er alveg viss um að þið brosið núna út í annað og eruð komin í gott grúv.

Útskriftarveisla hjá Heiðu sálfræðisnillingi á laugardaginn þannig ég er spennt fyrir helginni. Vonandi eruð þið það líka.

xx

p.s. Þið afsakið enskuslettur hér og þar en mér fannst ég ekki getað þýtt "setting the mood" á flottri íslensku, gæti kannski verið að komast í gírinn? Æ nei, ég held mig við sletturnar.

Runnin' in the rain

Komst að því í gær að mig sárvantar hlaupajakka sem er 100% vatnsheldur. Mínir eru semi-vatnsheldir...eða eiga allavega að vera það. Held það sé lygi. Varð allavega rennvot eftir hlaup gærdagsins og með hroll það sem eftir lifði dagsins - brr!

Þessir mættu svo sem kíkja til mín. Tékka á þeim í USA eftir 2 vikur whoop whoop!
Styttist í þetta...




Æ ég veit ekki hvort ég sé þessi litaglaða týpa. Finnst þessi svarti fallegur og klassískur en ef ég ákveð að lita mig aðeins upp þá yrði þessi rauði fyrir valinu.

ERST

23 February 2012

Verðvitleysa

Í fyrrasumar keypti ég snilldargræju. Plastglas fyrir boostið svo ég gæti tekið það með mér á brautina (Reykjanesbrautina). Keypti þetta í hinni yndislegu Ameríku, þar sem allt er nú til. Glasið kostaði ca $8 og hefur nýst vel síðan. Því fylgir rör úr plasti sem er með einhvers konar písk (veit ekki hvort þetta sé rétta orðið, en það hljómar allavega fjandi vel) á endanum svo hægt sé að hræra upp í boostinu - oft veitir ekki af.

Þegar ég kem svo heim vaska ég það upp og voilá, tilbúið fyrir næsta-dags-boost.

Ég sá þessi glös til sölu í Byggt og Búið um daginn.
Þar kosta þau 2.499 kr!
$8 eru ca 1.000 kr þannig við erum að tala um meira en 100% hærra verð á Íslandi. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að á íslensku vöruna bætist sendingakostnaður og einhver innflutningsgjöld en komm on, eins og við segjum á góðri íslensku.



Glasið er líka til í fleiri litum...


Ég stórefa að ég myndi kaupa mér plastglas á tæpar 2.500 krónur. Núna þarf ég allavega ekki að hafa áhyggjur af því þar sem ég fékk mitt á tæpar 1.000 krónur.

Schnilld!

22 February 2012

From couch to 10K

Nýjasta appið í símanum mínum kemur vonandi til með að vekja mikla lukku.

Þekki engan sem hefur prófað þetta þannig ég ætla að taka að mér að vera tilraunadýr.
Þetta á sem sagt að þjálfa þig upp í að geta hlaupið 10 km án vandræða. Það besta er að það geta allir nýtt sér þetta, sama hvort þeir eru byrjendur eða ekki.


$2.99 fyrir 10 km?
Gjöf en ekki gjald!

3 dagar á viku í 14 vikur, spurning hvort þolinmæðin mín höndli það.

Let's do this!

UPDATE: Week 1-Day1. Fyrsta æfingin var mjög basic og ætti að vera fín fyrir byrjendur. Hún samanstendur af 5 mínútna upphitun (rösk ganga), 15 mínútna hlaupi og labbi til skiptis (1 mín hlaup og 1,5 mín labb) og að lokum fara 5 mínútur í að kæla sig niður (með röskri göngu) og teygjur. Nice and easy.
Hef ákveðið að vera með update í hverri viku, en bara fyrsta æfingadaginn (þeir eru 3 á viku) til að leyfa ykkur að fylgjast með og vonandi hvetja e-n þarna úti!

Leisure time lovin'

Ég hef aldrei verið þekkt sem mikill lestrarhestur nema í grunnskóla. Finn oftast eitthvað annað við tímann minn að gera en að lesa í bók. Annað slagið tek ég samt sem áður tímabil þar sem ég kíki á bókasafnið og sanka að mér skrifuðum skáldskap og aukinni vitneskju.


Þetta eru bækurnar sem ég hef verið að lesa:

Svar við bréfi frá Helgu - leiðinleg en fljótlesin
Ég man þig - spennandi, smá fyrirsjáanleg en hræddi mig nokkrum sinnum
Um langan veg, frásögn herdrengs - ég er hálfnuð með þessa, ágæt lesning en sorgleg

Eruð þið að lesa eða lásuð þið nýlega bækur sem eru sniðugar?


20 February 2012

Commit to be fit

Við stelpurnar höfum mikið rætt undanfarið um þessa vitundarvakningu sem hefur orðið á líkamlegri heilsu og hollu mataræði. Allt í einu eru stelpur hættar að sækjast í þetta vannærða lúkk sem hefur tröllriðið öllu síðustu ár og byrjaðar að breyta um lífsstíl. Nú virðumst við vilja hafa fyrir því að grennast og styrkja vöðvana til að líta betur út. „Fit“ lúkkið er því algjörlega að taka yfir og ég held það sé bara nokkuð gott. En auðvitað má öllu ofgera.

Það eru allt í einu allir að taka þátt í fitness keppnum og ég gef öllum þeim stórt klapp á bakið. Þetta er reyndar ekki eitthvað fyrir mig en þær sem eru að fara taka þátt eru víst að standa sig mjög vel, flott!

Það er mikilvægt að við séum allar (og auðvitað öll) meðvitaðar um það hvað við setjum ofan í okkur, sérstaklega nú til dags þar sem umræður um skaðleg aukaefni eru í brennidepli. Þar sem offituprósenta landsmanna er einnig alltof há, tek ég því fagnandi hversu margir leita sér hvatningar til að komast í gott form.

Þetta er sko tíska að mínu skapi (en eins og ég segi, í hófi)!


Þessa mynd hafa t.d. örugglega flestir séð síðustu mánuði.

"Strong is the new skinny"

ER

19 February 2012

Step into my sushi world

Sushi. Eitthvað sem ég kynntist fyrst þegar ég bjó á Ítalíu 2007. Kúgaðist í fyrstu tilraun. Þá kynntist ég reyndar bara maki rúllum en lét líða dágóðan tíma þar til ég gerði aðra atlögu í sushi smökkun.

Tilraun 2 fór á sama veg en ég ákvað þá að prófa nigiri bita (sem er bara fiskur og hrísgrjón). Delicioso, eins og Ítalinn myndi orða það (nema hann borði bara pizzu og pasta)!

Prófaði maki í 3. sinn síðastliðinn fimmtudag og kúgaðist ekki en litlu munaði. Það er þessi b-vítans þari sem hefur þessi áhrif. Við náum ekkert afskaplega vel saman, því miður.


Fór með HR stelpunum mínum (part I) á Sushi Samba um daginn og í staðinn fyrir að þora í sushi-ið fékk ég mér smálúðu sem var einstaklega góð. Lofa að prófa sushi-ið næst, lofa!
Sandra-Lilla-Írunn


Eftirrétturinn var ekki af verri endanum, kakan og ísinn hefðu ekkert þurft að vera þarna fyrir mér en jarðarberin og hnetukremið (þetta ljósbrúna)=himneskt!


Í síðustu viku hitti ég svo HR stelpurnar mínar (part II) og Hrafnhildur var svo yndisleg að bjóða okkur í sushi-gerð. Nú skyldi smakka!


Frumraunin okkar af maki rúllum...


Afraksturinn. Við vorum að sjálfsögðu afar stoltar af þessum kræsingum. Hrafnhildur er orðin svo pró (enda í sushi klúbb) að hún skellti í laxa sashimi sem vakti mikla lukku.


Asísk kveðja!

Já, ég veit ekki hvort maki rúllur eru eitthvað sem ég venst með tímanum. Mig langar ekkert að gera margar tilraunir í viðbót og krossa fingur um að ég muni ekki kúgast. Nigiri og sashimi hentar mér bara ágætlega get ég sagt ykkur.

ER

17 February 2012

...





Stefnir allt í góða helgi - vonandi að ykkar verði það líka!

x

16 February 2012

The road to happiness








 




Bara nokkur atriði sem ég er búin að vera hafa í huga og ætla að hafa í huga næstu mánuðina og árin ef út í það er farið. Það er nokkuð greinilegt hvað er mér efst í huga en það að fara snemma að sofa er þrautinni þyngri og eitthvað sem ég virðist ekki geta gert. En æfingin skapar meistarann ekki satt?

Svo er eitt sem ég gleymdi, basic atriði sem allir ættu að hafa að leiðarljósi:


Sushi-gerð í kvöld með '08 HR stelpunum mínum - eitthvað sem ég hef ekki gert áður (ég fer að fara yfirum í eldamennskunni).

Almenn fimmtudagsgleði frá mér til ykkar!


(Það fer um mig smá kjánahrollur með svona webcam myndir, þarf að melta þetta aðeins. Kannski er þetta svona „vont en það venst“ eins og Súkkat sungu um hérna forðum daga)

Edda Web(ber)

15 February 2012

The days of a substitute teacher

Svona hafa undanfarnir dagar verið hjá mér, með litlum krílum í 3. bekk og upp í unglingagelgju í 9. bekk. Allt jafn skemmtilegt og ótrúlega gefandi. Ég dett stundum sjálf inn í mín grunnskólaár.

Það besta við að kenna litlu dúllunum eru gullkornin sem ég fæ að heyra - og nóg er af þeim. Kenndi sem sagt 3. bekk um daginn, 2 daga í röð. Fyrri daginn var ég með gleraugu en seinni daginn var ég með linsur. Á degi tvö spurði einn mig: „Bíddu ætlar þú bara ekkert að sjá í dag?“ Ég svaraði honum að ég hafi ekki nennt að nota gleraugun og væri því með linsur. Þá varð hann skrítinn á svipinn og sagði: „Uhh veistu ekki að linsur eru bara fyrir karla? Þú ert ekki karl! (og hló)“ Ég hló líka, var að íhuga að leiðrétta þetta ekki en gat svo ekki annað, þessar elskur.


Hef þurft að rifja dönskuna upp...leiðinlega kartöflumál.



Ein átti afmæli og bakaði fyrir bekkinn. Hún tilkynnti mér að það hefði ein verið sérstaklega gerð fyrir mig. Krútt.


Já, það er yndislegt að vera með þessum krökkum og reyna koma einhverri þekkingu inn fyrir veggi heilans, fara svo út í búð seinna um daginn og fá rembingsknús frá barni sem ég kynntist kannski 5 klst áður.

Kennari sem framtíðarstarf samt sem áður - nei takk fyrir pent.

Edda Rós

14 February 2012

OKHA

Ég er hrifin af alls konar lýsingu, kertaljósi, lömpum, loftljósum - name it! Eitthvað sem skapar birtu er eitthvað sem ég gleðst yfir.

Adam Court gerði sér lítið fyrir einn daginn og hannaði þessa lampa.






Gólflampinn heitir To Be One og er með þeim flottari sem ég hef séð. Fann hvergi verðið á honum...en það er örugglega ekkert sem ég þarf að vera pæla í hvort eð er næstu árin. Ætti kannski að byrja safna í dag.

13 February 2012

Klæðnaður á krakki

Ég sé mér ekki annað fært en að hneykslast á þeim fjölmörgu dressum sem voru frumsýnd í gærkvöldi á Grammy verðlaunahátíðinni. 

Var þetta djók?


Ef þú átt ekki pening fyrir öllum kjólnum, haltu þig þá heima!


Þú mætir ekki með byssur á Grammys nema þú sért á leið í stríð...og ætlar í jailið.


Hún misskildi og hélt það væri Halloween þema. Hún kom sem norn.


Gallabuxur? Án jeans! Orð eru óþörf um þessa peysu, ef peysu skal kalla.


Robyn, ég vona Svíþjóðar vegna að þú hafir ekki komið til að representa sænska tísku, herrejisses!


Snooki er bara alltaf freakshow, það er bara þannig.


Páskarnir eru í apríl, ekki í febrúar. Ungarnir klekjast ekki út strax.


Það lak eggjarauða úr öxlunum á henni. Úps!

Ég spyr aftur: Var þetta djók? Eða er tískuskyn mitt bara orðið úrelt?

Ég get talið þá kjóla á fingrum annarrar handar sem mér fannst eitthvað varið í, enginn þó sem fékk mjög háa einkunn. Kelly Rowland, Malin Akerman, Carrie Underwood (fallegur en leiðinlegur litur) og Katy Perry (sama vandamál, leiðinlegur litur).

Step your game up stylists!

Edda Rós

...




...og aftur kom mánudagur.

12 February 2012

Kokkur í klæðum

Frá því að ég bloggaði um eldamennskutilraun mína og Ástrósar sis hef ég gert lítið annað en að elda.
Djók.
Ég held ég hafi samt eldað og prófað meira síðan þá en á öllu síðasta ári.
Ekki djók.

Valgerður sá greinilega að í mér leyndust e-r hæfileikar og bað mig að elda með sér síðustu helgi. Ég sagði nú ekki nei við svona gyllitilboði, að elda með minni bestu vinkonu sem er einnig snillingur í eldhúsinu.
Við gerðum fylltar kjúklingabringur með piparosti, basiliku, furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum. Mikið rosalega var það gott! 
Í eftirrétt gerðum við svo eina svakalegustu brownie sem sögur fara af. Uppskriftina af henni má finna hér (ekki fyrir þá sem höndla illa súkkulaði, eeh).


Undirbúningur


Valgerður að græja brownie deigið


Tilbúið inn í ofn


Et voilá!


Himneska karamellu brownie kakan


Want some?

ER