24 February 2012

Feeling nostalgic

Það eru ákveðin lög sem eru tilvalin í að "set the mood". Ég er mikill aðdáandi Gullbylgjunnar og elska að hlusta á gömul lög sem ómuðu í útvarpinu þegar ég var yngri. Honey dudduddududduddu ohh sugah sugah...

...þið vitið hvert ég er að fara!

Heyrði þetta um daginn, væmið og krúttlegt. Ekta lag til að "set the mood" fyrir helgina þannig ég vil leyfa ykkur að hlusta með mér.

Al Green kann þetta!


Ég er alveg viss um að þið brosið núna út í annað og eruð komin í gott grúv.

Útskriftarveisla hjá Heiðu sálfræðisnillingi á laugardaginn þannig ég er spennt fyrir helginni. Vonandi eruð þið það líka.

xx

p.s. Þið afsakið enskuslettur hér og þar en mér fannst ég ekki getað þýtt "setting the mood" á flottri íslensku, gæti kannski verið að komast í gírinn? Æ nei, ég held mig við sletturnar.

No comments: