30 November 2011

Húðflúrhræðsla

Mig hefur langað í tattú í mörg ár. Af hverju ætli ég hafi ekki drifið í því? Jú, aðalástæðan er sú að ég hef óbeit á nálum, þykir þær ógnvekjandi og á erfitt með að trúa því að ég muni lifa slíka lífsreynslu af...eða þið vitið.

Þegar kemur að því að fá sér tattú (allavega þegar kemur að því hjá mér) finnst mér ég þurfa að velja eitthvað sem ég er sátt með í dag og verð sátt með eftir 50-60 ár, þegar ég sit krumpuð í hópi fleiri krumpaðra kerlinga á elliheimili. Það væri ekkert svo vitlaust að vera þá með tattú á handleggnum sem segði „Life Rocks!“. Pæli í þessu. 

Eina sem ég hef ákveðið í þessum málum (ef nálahræðslan mun flýja einn daginn) er að ég ætla ekki að fá mér tákn eða einhvers konar mynd - heldur texta. Texta sem segir eitthvað annað en nafn maka eða eitthvað svipað flippað. Hvað er það annars?!

Nokkrar hugmyndir sem ég hef sankað að mér um staðsetningu á tattúinu. Þetta er ekkert grín að velja sér tattú, svipað erfitt og að ákveða hvað maður vill gera við líf sitt. Næstum...







Pant ekki samt hafa stafsetningavillu í tattúinu mínu, eins og fröken Panettiere, það væri svekk!

ERST

28 November 2011

94-74

Hvað er skemmtilegra á mánudagskvöldi en að fara á:



VS.


og sjá leikinn fara:


?
-Sennilega ekkert...



Þessar stóðu sig vel sem stuðningsmenn!


Mikil gleði, mikið grín.

Frábær leikur sem varð mjög spennandi á tímabili, eins og flestir leikir milli nágrannabæjanna.

Með þessu komst Keflavík í undanúrslit á móti Snæfelli á föstudaginn.

Áfram Keflavík!

*P.s. ég gerði það viljandi að hafa Keflavíkurmyndina stærri...eðlilega.

27 November 2011

Modeling gone wrong

Þar sem Versace by H&M kjóllinn minn er uppseldur og verður það líklegast að eilífu, ákvað ég að fara í leiðangur til að finna annan áramótakjól. Fann hann...og svo mikið meira!
Ákvað því að skoða síðuna vel til að sjá hvort ég væri að missa af einhverju; dresses, accessories, knitwear og síðast en ekki síst jackets and coats. Þrátt fyrir frekar óspennandi jakka, gladdist ég heilmikið yfir einum þeirra...eða réttara sagt módelinu sem sýnir hann.

Svona byrjaði þetta:


Ókei, nokkuð eðlilegt - Næsta...


...hundleiðinlegur jakki, ágætis buxur samt sem áður - Næsta...


...BAHH! Hvað gerðist hérna? Er gellan að djóka? Var jobbið ekki nógu vel borgað og hún ákvað að hefna sín? Haha ég get þetta ekki!

Ákvað að gefa henni séns (kannski nývöknuð) og skoðaði næstu mynd...


Neibb, pían er svo engan veginn með'etta! Næstum eins og dúkka með uppblásinn brjóstkassa, jafnvel búið að sauma fyrir annað munnvikið?

Má þetta bara?

...ég hlæ ennþá.

26 November 2011

Everyday I have the blues

Hið fínasta laugardagslag frá hinum norska Bernhoft.
Tékk it!


Töffari.

It don't matter if you're black or white






Fór í bíó að sjá the Help, eða húshjálpina. Þessi mynd var gerð eftir bók sem skrifuð var af Kathryn Stockett (2009). Hún fjallar um tímabilið 1955-1968 í USA þegar barist var fyrir borgaralegum réttindum svarta mannsins. Myndin var án efa frábær í alla staði. Góðir leikarar sem ofléku ekki karakterinn sinn, flott sviðsmynd, eðlileg uppbygging og síðast en ekki síst frábært soundtrack sem skartaði meðal annars Johnny Cash, Ray Charles, Chubby Checker og Bob Dylan.

Auk þessa, tókst myndinni að spila inn á ýmis svið tilfinninganna og það var ekki laust við að nokkur tár trítluðu niður kinnarnar. Ótrúlega áhrifarík saga sem fær mann til að hugsa...

Vildi oft í myndinni óska þess að ég hafi verið uppi á þessum tíma og geta gert eitthvað í málunum, haft einhver áhrif. Er ekki frá því að myndin hafi einnig komið mér aðeins nær draumastarfinu. Hlýtur að vera ótrúlega spennandi og fróðlegt að skrifa sögu fólks sem hefur átt erfiða ævi eða upplifað öðruvísi tíma en við eigum að venjast.
The Help situr allavega fast í mér og mun gera um óákveðinn tíma...

allir í bíó!

Con la famiglia





Gott að vera í faðmi familíunnar, sérstaklega þegar ís er í boðinu. Vantaði bara and-Skotann!