26 November 2011

It don't matter if you're black or white


Fór í bíó að sjá the Help, eða húshjálpina. Þessi mynd var gerð eftir bók sem skrifuð var af Kathryn Stockett (2009). Hún fjallar um tímabilið 1955-1968 í USA þegar barist var fyrir borgaralegum réttindum svarta mannsins. Myndin var án efa frábær í alla staði. Góðir leikarar sem ofléku ekki karakterinn sinn, flott sviðsmynd, eðlileg uppbygging og síðast en ekki síst frábært soundtrack sem skartaði meðal annars Johnny Cash, Ray Charles, Chubby Checker og Bob Dylan.

Auk þessa, tókst myndinni að spila inn á ýmis svið tilfinninganna og það var ekki laust við að nokkur tár trítluðu niður kinnarnar. Ótrúlega áhrifarík saga sem fær mann til að hugsa...

Vildi oft í myndinni óska þess að ég hafi verið uppi á þessum tíma og geta gert eitthvað í málunum, haft einhver áhrif. Er ekki frá því að myndin hafi einnig komið mér aðeins nær draumastarfinu. Hlýtur að vera ótrúlega spennandi og fróðlegt að skrifa sögu fólks sem hefur átt erfiða ævi eða upplifað öðruvísi tíma en við eigum að venjast.
The Help situr allavega fast í mér og mun gera um óákveðinn tíma...

allir í bíó!

4 comments:

Ester said...

Hææ. Hvernig gengur að finna sér bloggheimili?

Ps. Ég á bókina, viltu fá lánaða?

Anonymous said...

Nýtt draumastarf? Húshjálp?

Tinna said...

Já æði mynd.. Horfði einmitt á hana um daginn.. Aumingja svarta fólkið á þessum tíma,, mátti ekki einu sinni pissa í sama klósett og hvíta liðið ;/

eddarosskula said...

Já takk elsku Ester, það myndi ég þiggja í jólafríinu :)

Ragnar: iiiii

Tinna: Já ótrúlega sorglegt. Svo fer maður í kjölfarið að hugsa um fordómana sem eru enn í gangi árið 2011...slæmt!