30 March 2012

Thousand miles seem pretty far...
Mig langar að hoppa upp í flugvél, þó það væri ekki nema yfir helgina!


Góða helgi elsku þið.

x

Lash Lovin'

Augnháralenging er eitthvað sem er hin mesta snilld fyrir þær sem eru með stutt augnhár eða „bein“ augnhár. Gerir ótrúlega mikið fyrir augnsvipinn og þú þarft ekki einu sinni að maskara þig! Augnháralenging er frábrugðin gerviaugnhárum að því leyti að þau eru stök og geta dugað í nokkrar vikur, ef vel er farið með þau.

Nensý vinkona ákvað að kíkja til Rakelar Óskar vinkonu í smá augnháradekur og þetta er niðurstaðan. Stelpan komin með prinsessuaugnhár og drullusátt bara!


Fyrir


Eftir (mjög eðlilegt)


Rakel einbeitt við verkið


Svo var ekki verra að sjá þessa litlu prinsessu...var næstum því búin að fá það í gegn að fá hana í láni!

Ef þið hafið áhuga að kíkja til Rakelar í smá dekur, þá getiði haft samband við hana hérna.

Happy Friday!

29 March 2012

Í Ameríku...

...elska ég að kaupa föt í hlaupin, ræktina eða dansinn.

Það er bara svo miklu skemmtilegra að hreyfa sig þegar maður er í einhverju nýju. Er ég ein um það?


Ein svona kóngablá. Myndin gefur litnum ekki justice samt...


Kuldaskræfan ég get ekki farið út að hlaupa án þess að hafa hanska. Ég var búin að nota mína góðu í 3 ár, búin að stoppa í þá og sauma fyrir göt þar sem puttarnir voru farnir að gægjast út. Ákvað að splæsa í þessa ótrúlega þægilegu og þunnu vettlinga. Henta vel í öllum veðrum nema kannski glampandi sól (ehh Ísland?)


Það er meira segja hólf fyrir húslykilinn...ekki það að ég myndi treysta einhverri lítilli rifu fyrir lyklinum eeenn, góð hugmynd samt sem áður!

Hendi svo af og til inn myndum af e-u sem ég keypti úti...

ERST

27 March 2012

...

Já einmitt. Þetta var það sem ég vildi ræða. Það kemur oftar en ekki fyrir að ég dett í einhverja tilvistarkreppu. Á þannig tímum veit ég ekkert hver tilgangur minn er í lífinu (ókei kannski ekki í lífinu en þið vitið) og afhverju ég er í raun að gera það sem ég er að gera. 

Ég er ólýsanlega mikið draumórabarn og horfi á heiminn í gegnum bleik gleraugu sem sýna mér bara það sem er jákvætt, skemmtilegt og fallegt. Þegar ég er búin að taka „bleikt“ tímabil, þá dett ég einmitt í tilvistarkreppuna því þá átta ég mig á að ég er í raunveruleika...raunveruleika þar sem hlutirnir gerast ekki á 1 degi...raunveruleika þar sem það þarf að vinna fyrir hlutunum...og raunveruleika þar sem fólk glímir við sama vandamál og ég.

Ókei. Ég hef búið erlendis og upplifað líf í öðrum löndum. Mig langar eins og staðan er í dag, ofboðslega mikið til að prófa eitthvað nýtt, flytja erlendis og hefja nám í einhverju sem ég hef brennandi ástríðu fyrir.

Það er smá vesen, því ég veit ekki nákvæmlega hvar brennandi ástríða mín er, og í hverju. Það er svo ótrúlega margt sem mér finnst áhugavert og spennandi en ég held ég þyrfti bara óvart að detta inn á eitthvað, sem yrði svo fullkomið - sniðið að mér!

Eina sem ég veit er að mig langar:

Í career.
Að vera successful í því sem ég ætla að gera.
Vinna vinnu sem skiptir einhverju máli.
Að geta unnið mig upp í starfi.
Að geta ferðast í starfinu mínu.
Að vera dressed-up í vinnunni (shallow ég veit, en mér er sama).
Ekki að vera í rútínuvinnu frá 09:00-17:00.
Í vinnu sem er fjölbreytt.

Eru þetta of miklar kröfur?

Svo eru náttúrulega til milljón mastersnám...Ísland/N-Ameríka/Evrópa.

Ákvarðanir, ákvarðanir, ákvarðanir.

Úff...

26 March 2012

...


Vantar vinnu næstu tvo mánuði. Ef þú veist um eitthvað (t.d. ert preggó og þarft e-n til að leysa þig af) máttu endilega senda mér email á edda_ros@hotmail.com

Sakna þess að vera í skóla...

ER

Another week has begun

Það rættist heldur betur úr þessari helgi. Dinner með dömunum mínum, tónleikar fyrir góðan málstað, dansað með glans og huggulegheit með hluta fjölskyldunnar.

Tapashúsið stóð sig nokkuð vel. Þjónustan var frábær og var eiginlega betri en maturinn, þó flest hafi verið mjög gott. Nautacarpaccio-ið skoraði hátt hjá mér og tók mig aftur til tímans þegar ég bjó í Mílanó og pantaði það alltaf á uppáhalds veitingastaðnum mínum, Trattoria Toscana. 

Smökkuðum Sparkling Wine Sangriu...delicioso!

Þessar voru nú dálítið fínar. H+V.

Við klæddum okkur líka upp í tilefni kvöldsins. 2xE.

Vikan fer meira og minna í Reykjanesbrautina, ásamt því að skipuleggja líf mitt.

Hvar vil ég búa?
Hvað vil ég læra?
Hvað vil ég vinna við?

Erfiðast! Meira um þetta síðar...

Edda Rós

23 March 2012

La casa de tapas

Hér ætla ég að vera í kvöld:


(Myndirnar fengnar af heimasíðunni þeirra, vona það sé í lagi)

Höfum aldrei prófað þennan og nú er tími til kominn! Trúi varla að ég ætli að svíkja Tapasbarinn en það þýðir ekkert að hangsa endalaust í sama farinu.

Seinna í kvöld ætlum við svo að styrkja gott málefni og hendast á tónleika á Faktorý. Mikið hlakka ég til að hitta mínar bestu...

Eigiði góða helgi yndislega fólk!

ER

21 March 2012

All good things must come to an end...

Góðan dag elsku lesendur, 

við lentum í gærmorgun eftir eitt besta ferðalag sem ég hef farið í á ævinni...no joke! Ég ætla gefa ykkur stuttu útgáfuna af ferðasögunni þannig ef ykkur þykir leiðinlegt að lesa straight forward texta þá ráðlegg ég ykkur að glugga bara í myndirnar eða kíkja á þær á facebook.


Við stöllur lögðum af stað á vit ævintýranna þann 10. mars 2012. Flugum til New York og gistum á flugvallahóteli í eina nótt. Fengum lítinn svefn þar sem við vorum enn á íslenska tímanum og vöknuðum því ansi snemma til að glápa á sjónvarpsmarkaðinn haha.
Um hádegi drifum við okkur svo aftur upp á flugvöll þar sem nú skyldi haldið til Miami. Lentum í Miami um kvöldið og fórum þaðan beinustu leið á hótelið okkar sem var alveg downtown á Collins Avenue. 
Vorum ekkert alltof sáttar með hótelið þar sem við erum báðar vanar að vera svolítið vafðar inní bómullarpoka. En við lifðum af nóttina...

Á mánudeginum (og afmælisdeginum mínum) hittum við svo Dísu, Reggie og crew-ið. 
Komum okkur svo á skipið án mikilla vandræða.


Þarna áttum við að vera næstu 4 dagana, Carnival Imagination. Lífið var yndislegt!
Stoppuðum í Key West á þriðjudeginum og röltum um þennan krúttlega bæ, þar sem Ernest Hemingway átti eitt sinn heima. Sáum hana á vappinu niðrí bæ og kipptum okkur lítið upp við það, kipptum bara upp myndavélinni í staðinn.


Daginn eftir stoppuðum við í Cozumel, Mexico. Ákváðum að gera eitthvað úr þeirri ferð og fórum í höfrungatrip, syntum með höfrungum, fengum koss frá þeim og að lokum dönsuðu þeir fyrir okkur.Síðasta daginn var svo Fun Day at Sea og þá var slakað á í sólinni.


Í ferðinni kynntumst við helling af yndislegu fólki og þá sérstaklega Texikönunum okkar.


Það er glatað hvað heimurinn þarf stundum að vera stór og langt að fara á milli staða!

„Lentum“ í Miami um morguninn og kíktum í nokkrar búðir, þar á meðal Dash.


Um kvöldið kvöddum við Hrönn svo crewið okkar og héldum á flugvöllinn, nú í áttina til New York aftur þar sem við gistum hjá Hadley í 3 nætur.
New York var tekið með trompi, full dagskrá alla daga. Keyrðum meira að segja í mollin í New Jersey einn daginn þar sem Hrönn stóð sig sem hetja í bílstjórasætinu...ég reyndi að gera mig skiljanlega með GPS-ið í annarri.

Þrátt fyrir að hafa skaðbrennt kreditkortið mitt og sjálfa mig, þá var þessi ferð algjörlega priceless og þess virði. Það er alveg satt sem þeir segja að: "You only live once" og ég ætla að hafa það bakvið eyrað í framtíðinni.

Yndislegar minningar sem hafa skapast og yndislegir nýir vinir.

Ykkar, 
Edda Rós

19 March 2012

Heim á morgun

Elsku þið, þar sem internet hefur verið af mjög skornum skammti í þessari ferð þá verð ég að bæta ykkur það upp með ferðabloggi þegar ég kem heim.

Langar svo ekki að yfirgefa NY á morgun en, lífið er ekki bara skemmtun og ferðalög!

Hlakka til að deila með ykkur sögum og myndum.

Ást til ykkar,
ER

11 March 2012

Fyrsti áfangastaður: New York

Hey kids, ég ætla gefa ykkur smá update þegar ég kemst á netið, bæði svo þið getið ímyndað ykkur að vera í útlöndum (leyfi ykkur að lifa í gegnum mig) og svo ég geti skráð minningar fyir sjálfa mig. Er að skrifa þetta í símanum svo ég ber enga ábyrgð á stafsetningavillum whatsoever (hata þær samt).

Komum til NY í gærkvöldi og gistum á hóteli í Jamaica hverfinu sem er víst ágætlega vafasamt. Fengum mysterious bank á hurðina en enginn sem ætlaði að ræna okkur... Klukkunni hér í USA var breytt í gær svo það eru 4 tímar á milli. Við vorum svo fullar af orku að við vöknuðum klukkan 5, halelúja! Duttum í sjónvarpsmarkaðinn (heilsusamlegar) og erum báðar búnar að panta brazilian buttlift á DVD (told ya, allt fyrir heilsuna).

Buttlift píurnar biðja að heilsa, förum að tía okkur uppá flugvöll og til Miami-sigling á morgun babies!

Edda Rós og Hrönn las brazilianas

09 March 2012

Tomorrow, tomorrow, I love you, tomorrow...

Og þá er komið að því - loksins!

Ævintýraferðalagið hefst á morgun og heldur betur ferðalag get ég sagt ykkur. Keflavík -> New York -> Miami -> Key West -> Cozumel -> Miami -> New York -> Keflavík.

Solid.

Er í pakkningarstússi og herrejisses hvað það er hrikalega leiðinlegt að pakka í ferðatösku, eitt af því leiðinlegra sem ég geri (við skulum ekki fara út í gjörninginn að taka UPP úr töskunum...)! Það tekur mig líka um sólarhring að fullkomna pökkunina því ég er alltaf að tína til eitt hér og eitt þar. Úff...

Þetta er það eina sem er komið eftir daginn. Hi5 Edda Rós!


Nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sér að ferðast (til USA allavega).


Bikiní 1 af 2. Hlakka til að fá nýju frá VS.


Trademarkið mitt í ferðinni...djók.


Og síðast en ekki síst, einn fínn síðkjóll (svona þegar tanið er farið að bera árangur).

Jæja, þá er bara að fara pakka þessu hefðbundna og leiðinlega...

Bæ elskurnar, fariði vel með snjóinn - ég ætla fara vel með sólina!

Ykkar, 
Edda Rós

P.s. Það er wi-fi á skipinu og ég reyni nú að vera almennileg og henda inn e-m myndum hingað inn.
Eða ég sé til.

One love

07 March 2012

Suck up...

Ókei it's official. Ég á besta bróður í heimi!

Haldiði ekki að hann hafi reddað litlu systur sinni svona svakalega...

Mikið er ég heppin - Takk elsku Ragnar!

x


Þessir verða mínir!

Nú má sumarið koma...

ER

06 March 2012

Wanting them shoes...

Það er óþolandi að ætla kaupa eitthvað og það er ekki til í þinni stærð! Þegar það kemur að fatnaði, þá er oft hægt að fara upp eða niður um eina stærð, en þegar kemur að skóm er það dálítið erfiðara.

Þá reddar maður sér! Eða...ætlar allavega að gera það, þar til það poppar upp gluggi sem segir: You're transaction could not be processed (BECAUSE YOU LIVE IN ICELAND, the middle of nowhere).

Ókei, ég er ekkert pirruð - lofa. Eða þið vitið...

Þá er gott að eiga góða að sem búa erlendis, þarf bara núna að fara í smá mission.
Þetta er missionið mitt. Ég verð að fá þessa skó. Sumarið verður ekki eins án þeirra. Elsku Edinborg, svaraðu kallinu.

Svo held ég að ég hafi orðið tískunni að bráð (takk fyrir það Elin Kling) því mig langar í oddmjóa háhælaskó til að nota við þröngar uppbrettar gallabuxur. That's what I said...
Eina venjulega og klassíska.
Og eina sem öskra sumar.

Ef það væri eitthvað sem ég þyrfti að lifa á...þá væru það skór.

Yfir og út, 

ER05 March 2012

A new episode...

Alltaf er ég með einhverja þætti í gangi. Svo fara allir þættirnir á sama tíma í pásu og hvað gera Danir þá?
Jú, finna sér nýja þætti. Enn betra er að byrja að horfa á þætti sem eru löngu komnir út og því enn meira sem bíður manns - win!

Ég er búin að vera dugleg að byrja á nýjum þáttum undanfarið og langaði að segja ykkur að tékka á The Killing, bandarísku útgáfunni af dönsku þáttunum Forbrydelsen.

Ásamt þeim er ég nýbyrjuð á The Wire, sem lofa mjög góðu, Homeland og Breaking Bad. Svo er bara málið að forgangsraða...ER

03 March 2012

Makin' some wishes and bringin' good karma...

Alla leið frá Kaliforníu...Armband


Hálsmen


Armband sem á að gefa gott karma (heilagur sannleikur) og óskabeinshálsmen. Þetta óskabein er aðeins fallegra en það sem finnst í kjúklingunum...hef þ.a.l. meiri trú á því.

Það er aldeilis að lánið ætti að leika við mig í náinni framtíð!

ER

02 March 2012

Keep up

Var kynnt fyrir þessum fyrir einhverju síðan. Hann Gambino á nokkur góð lög og textarnir hans eru dálítið vafasamir en samt sem áður frekar fyndnir.


Þetta lag sérstaklega minnir mig á góða tíma og er tilvalið fyrir svefninn...

...góða nótt.

x

01 March 2012

Wanted

Guðdómlega fallegir bolero jakkar!

Tilvaldir fyrir sumarið dömur mínar...

Ekki frá því að guli heilli mig meira. Það eru nú einu sinni að koma páskar!

ER