27 March 2012

...

Já einmitt. Þetta var það sem ég vildi ræða. Það kemur oftar en ekki fyrir að ég dett í einhverja tilvistarkreppu. Á þannig tímum veit ég ekkert hver tilgangur minn er í lífinu (ókei kannski ekki í lífinu en þið vitið) og afhverju ég er í raun að gera það sem ég er að gera. 

Ég er ólýsanlega mikið draumórabarn og horfi á heiminn í gegnum bleik gleraugu sem sýna mér bara það sem er jákvætt, skemmtilegt og fallegt. Þegar ég er búin að taka „bleikt“ tímabil, þá dett ég einmitt í tilvistarkreppuna því þá átta ég mig á að ég er í raunveruleika...raunveruleika þar sem hlutirnir gerast ekki á 1 degi...raunveruleika þar sem það þarf að vinna fyrir hlutunum...og raunveruleika þar sem fólk glímir við sama vandamál og ég.

Ókei. Ég hef búið erlendis og upplifað líf í öðrum löndum. Mig langar eins og staðan er í dag, ofboðslega mikið til að prófa eitthvað nýtt, flytja erlendis og hefja nám í einhverju sem ég hef brennandi ástríðu fyrir.

Það er smá vesen, því ég veit ekki nákvæmlega hvar brennandi ástríða mín er, og í hverju. Það er svo ótrúlega margt sem mér finnst áhugavert og spennandi en ég held ég þyrfti bara óvart að detta inn á eitthvað, sem yrði svo fullkomið - sniðið að mér!

Eina sem ég veit er að mig langar:

Í career.
Að vera successful í því sem ég ætla að gera.
Vinna vinnu sem skiptir einhverju máli.
Að geta unnið mig upp í starfi.
Að geta ferðast í starfinu mínu.
Að vera dressed-up í vinnunni (shallow ég veit, en mér er sama).
Ekki að vera í rútínuvinnu frá 09:00-17:00.
Í vinnu sem er fjölbreytt.

Eru þetta of miklar kröfur?

Svo eru náttúrulega til milljón mastersnám...Ísland/N-Ameríka/Evrópa.

Ákvarðanir, ákvarðanir, ákvarðanir.

Úff...

2 comments:

Karen Lind said...

Okay vá. Skrifaði ég þessa færslu? Án djóks, þessi listi þinn er næstum því nákvæmlega sami listi og ég er með í huganum.

Ó lord, hjálp!?!?!

Ég skil hvert einasta orð í þessari bloggfærslu.

EddaRósSkúla said...

Haha já ég veit, þetta er það erfiðasta í heimi geimi!
Við þurfum að gera eitthvað í málinu willi minn!