29 March 2012

Í Ameríku...

...elska ég að kaupa föt í hlaupin, ræktina eða dansinn.

Það er bara svo miklu skemmtilegra að hreyfa sig þegar maður er í einhverju nýju. Er ég ein um það?


Ein svona kóngablá. Myndin gefur litnum ekki justice samt...


Kuldaskræfan ég get ekki farið út að hlaupa án þess að hafa hanska. Ég var búin að nota mína góðu í 3 ár, búin að stoppa í þá og sauma fyrir göt þar sem puttarnir voru farnir að gægjast út. Ákvað að splæsa í þessa ótrúlega þægilegu og þunnu vettlinga. Henta vel í öllum veðrum nema kannski glampandi sól (ehh Ísland?)


Það er meira segja hólf fyrir húslykilinn...ekki það að ég myndi treysta einhverri lítilli rifu fyrir lyklinum eeenn, góð hugmynd samt sem áður!

Hendi svo af og til inn myndum af e-u sem ég keypti úti...

ERST

No comments: