31 January 2013

28 January 2013

Dining out with the ladies


Hitti nokkrar vel valdar síðasta föstudag í sushi. Ég er algjör sökker fyrir því að fara út að borða og ég tala nú ekki um í svona skemmtilegum hóp. Mikið hlegið og grínað.
María Klara og Helga BjörgIngibjörg Elva og Eva LaufeyÉg og Elín EddaSigga, Sveina og fleiri góðar sjávarvinkonur.

ER

27 January 2013

Confucius

Það kemur fyrir hjá öllum einhvern tímann á lífsleiðinni að við þurfum að velja og hafna (oftar en einu sinni og oftar en fimm sinnum). 

En af hverju þarf þetta að vera svona flókið? Af hverju getum við ekki bara gert bæði?

Ég er mikið búin að pæla í þessu seinustu daga og vikur. Mig langar virkilega mikið í sumarstarfið mitt aftur í sumar, gera það sem mér finnst skemmtilegt og kynnast nýju fólki. Því miður verður ekki að þeirri ósk en á sama tíma bauðst mér frábært atvinnutækifæri sem ég get ekki sleppt. Þess vegna þurfti ég að velja og hafna. Hundleiðinlegt.

Segi ykkur frá nýju vinnunni minni síðar en ég er verulega spennt og er viss um að hún muni eiga mjög vel við mig.

...svo kemur alltaf sumar eftir þetta!


ER

18 January 2013

Saying goodbye...


Amma og afi á góðri stundu.

Þín verður sárt saknað elsku afi minn.

Þín, 
Edda Rós

16 January 2013

Edinborg part 2

Fleiri myndir frá yndislegu Edinborg:


Fórum á uppáhalds uppáhalds veitingastaðinn minn, La Tasca. Frábær tapasstaður og algjört must-visit! Ef ykkur hlotnast sá heiður að komast til Edinborgar og á þennan stað, pantið ykkur þá forréttabakkann (á myndinni). Bragðlaukarnir komast á ball!


Yndislega Ester mágkona sátt með sangríuna.


Heimsóttum Edinburgh Zoo. 


Týpískt sunnudagsletilíf.


Pöndurnar eru 2 í dýragarðinum og hafa komið í heimsfréttirnar. Pöndur hafa 48 klst á ári til að "makast". Ekki skrítið að þessi fallegu dýr séu í útrýmingarhættu!


Sé smá eftir að hafa ekki kippt þessum með heim...


PIMMS!

ER

13 January 2013

New Years in Edinburgh

 
 
Partur 1 af fleiri. Edinborg var æðisleg yfir áramótin.
 

 
Við Ester mágkona kíktum í skartgripabúð og meðan við vorum að bíða eftir öllum demantshringjunum var okkur boðið á þennan fína bás (!).


 
Ég smakkaði viskí í fyrsta sinn úti. Og íslenskt Brennivín...en það er önnur saga.

 
Besta margarítan sem ég hef smakkað rann ljúft niður (nei ég lifði ekki á áfengi).

 
Fallega Dome. Það er guðdómlega fallegt þarna inni, jólaskrautið og allt.

 
Langþráður draumur, og ef ekki í Skotlandi, hvar þá? Nei, þetta eru ekki venjuleg Nokia stígvél eins og hann pabbi minn hélt fram, elskulegur.
 
ER

09 January 2013

...


"Even though you know where things are heading, you're never fully prepared."

07 January 2013

Marilyn Monroe


Ég hef lengi vel verið aðdáandi hinnar gullfallegu Marilyn Monroe. Mér finnst ævisagan hennar vægast sagt áhugaverð. Í fyrra voru 50 ár frá því hún lést og þá var gefið út tímarit með upplýsingum sem höfðu aldrei áður komið fram í dagsljósið. Ég var heppin að hafa nælt mér í eintak og komst að ýmsu merkilegu.


Elsku litli hundurinn minn, Hnoðri, þekkir mig greinilega vel og gaf mér þessi fallegu glös í jólagjöf. Myndirnar á glösunum voru allar teknar af Bruno Bernard (betur þekktum sem Bernard of Hollywood).


Horft ofan í glasið.

ER

05 January 2013

01 January 2013

Tökum vel á móti...

Oddatöluár eru ár sem mér er verr við en slétttöluár. EN...það er eitthvað nýtt og spennandi við árið 2013.

Sammála?

ER