31 January 2012

Unsensible heart


Endrum og eins fljúga til þín ákveðin tækifæri. Tækifæri um að prófa eitthvað nýtt og/eða eiga kost á að bæta við í reynslubankann. Í gær fékk ég sms um eitt svona tækifæri. Í fyrstu hugsaði ég: Já, gæti verið gaman en... ég hef ekkert efni á þessu núna, þetta er ekki besti tíminn, hvað ef þetta og hitt gengur ekki upp o.s.frv. Eftir að hafa hugsað þetta vel á heilli Reykjanesbraut var skoðun mín búin að umpólast og mér fannst þetta brilliant hugmynd! 

Þegar allt kom til alls var spurningin eiginlega sú hvort ég ætlaði að vera skynsöm eins og ég er 98% af tímanum eða hvort ég ætlaði að breyta örlítið út af vananum, lifa í núinu og gera nákvæmlega það sem mig langar til.

Ég held bara að ég verði óskynsöm í þessu tilfelli...
...vona bara að allt muni ganga upp, því ég er orðin mjög spennt!

Þið fáið nánari upplýsingar síðar en eitt get ég sagt ykkur og það er að þetta tengist því að ég verð aldarfjórðungsgömul í mars. Djísus - tíminn flýgur!

Edda Rós óskynsama

29 January 2012

That 2012 cocktail pt.2


Svona fór kvöldið okkar. 
Sigurvegari kvöldsins var Cherry Blast (Heiða Rut).
Við vorum allar í bleika/rauða skalanum þetta kvöldið.

Snilldin ein. Takk fyrir kvöldið elsku dömur.


Gleðin tók öll völd...


Los cuatro cócteles!

xx

I realized I made a mistakeI thought that I needed some space, but I just let love go to waste

Now what will it take to feel right, can I come see you tonight?

Is there someone new now, what can I do now?

Last time I wasn't sure, this time I will give you more

Last time I didn't know, I messed up and let you go, I need you don't say no

This time I want it all...

This time I'll take the chance...
Þetta lag.

Þessi texti.

Ég er orðlaus.

ER

28 January 2012

Shoe-icide

Ég er safnari. Skósafnari. Eitt af mínum áhugamálum eru fallegir skór og ég gleðst mikið þegar ég held á poka sem inniheldur skókassa „fullan“ af glænýjum skóm. Ah that feeling...

Eftir að hafa tekið dágott svart tímabil ákvað ég að bjóða liti velkomna í skóhilluna og nú er ég komin með nóg af lituðum skóm. Brúnir, Gráir, Beige, Vínrauðir. Ég sakna svarta litsins. Þess vegna fór ég í smá skoðunarferð á veraldarvefnum. Fann um 15 skópör sem hefðu getað misnotað kreditkortið mitt...en eitt í einu, ekki? Eitt á mánuði (nema um sumartímann og í útlöndum, þá má eignast fleiri). Þetta verður því janúarparið mitt. Svo styttist auðvitað í febrúar...aha!


Þessir keyptu sér one-way ticket til mín og koma vonandi sem fyrst!

Þessir eru á óskalistanum, hrikalega fallegir leðurskór.

Þessir finnst mér einstaklega töff. Smá svona biker fílingur í þeim.

Önnur útgáfa af þessum fyrir ofan en þeir myndast örugglega verr en þeir líta út í alvörunni.


Ef bara ég byggi erlendis...
Ef bara ég þyrfti ekki að borga toll...
Ef bara það væri meira úrval hérlendis...

Ef, ef, væl, væl.

Djók. Skókaup á netinu eru ansi skemmtileg. Spennan er svo hvort skórnir passi - annað yrði svekkjandi.

Edda Rós

27 January 2012

That 2012 cocktail

Í kvöld er hið árlega kokteilakvöld hjá okkur dömunum í Fab4 (það má helst ekki hlæja að þessu nafni en ef þú nauðsynlega þarft, þá færðu leyfi...bara í dag). Við höfum sem sagt haldið kokteilakvöld einu sinni á ári í 4 ár þar sem hver og ein okkar blandar nýjan kokteil fyrir restina. Getið ímyndað ykkur sköpunargleðina og gleðina almennt, ef út í það er farið.

Eftir mikla leit hef ég fundið einn sem ég get ekki beðið eftir að prófa. Get ekki gefið hann upp strax, þar sem það ríkir mikil leynd yfir þessum uppskriftum og tala nú ekki um kokteilavalinu sjálfu.

En svalandi verður hann!


Frá síðasta kokteilakvöldinu okkar. Þarna höldum við á „The Grasshopper“ að mig minnir.
Four Fabulous Cocktails - hef miklar væntingar til kvöldsins...

Whoop!

Góða helgi elsku lesendur.

ER

26 January 2012

Cooking in Clever Company

Ég er sem margir myndu kalla vonlausa í eldhúsinu. Kannski ekki alveg vonlaus en vonlítil (?). Mér finnst ekki gaman að elda eða baka nema í félagsskap annarra og finnst miklu skemmtilegra að borða mat sem einhver annar hefur eldað fyrir mig. 

Frábært housewife-material, segi bara ekki annað!

Þess vegna höfum við systur (hún er svipað hæfileikarík og ég þegar kemur að pottum og pönnum) ákveðið að hittast ca 2svar í mánuði og elda eitthvað gott. Fyrsti master-chefinn var í gær og ákveðið var að elda pasta. Kökusneið segið sum ykkar, en aðstoðarkokknum mínum tókst nú samt að brenna nokkrar skrúfurnar við pottinn, hi5 litla snót. Ég bíð spennt eftir því hverju ég mun klúðra í master-chef #2.

Kjúklingapastað bragðaðist samt sem áður furðulega vel! Ég mun taka matarskreytingarnar að mér...


Ég í stríði við kjúllann. Ég vann. 


Ef þið hallið hausnum í 90° til hægri þá sjáið þið ítalska fánann! (Það er ýmislegt sem hægt er að sjá út úr eldamennskunni - Ástrós)


Fyrsta master-chef afurðin.

Mér finnst svolítið eigingjarnt af foreldrum mínum að ekkert okkar systkina er gætt þessum eldamennskuhæfileikum, þetta hirtu þau bara sjálf eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég er viss um að þetta liggi allt í genunum og því ekkert sem við getum gert í þessu...

...nema auðvitað prufa sig áfram. Oh well...

In a sea of sorrow...

Hugur minn er hjá sjómönnunum sem voru á leið frá Íslandi til Noregs þegar skipið varð fyrir brotsjó. Sjórinn er eitt af því sem ég hræðist mikið og ég dáist að þeim sem vinna og þrífast á sjó. Get ekki ímyndað mér áfallið sem þeir hafa orðið fyrir. Svo ótrúlega sorglegt.

Kveiki á kerti fyrir hetjur hafsins í dag...


xx

25 January 2012

Somewhere in my dreams I feel your touch...


Ég er og hef alltaf verið mikil tilfinningavera. Á auðvelt með að opna mig fyrir öðrum og hangi sjaldnast í lokaðri skel. Stundum getur þetta verið kostur en á sama tíma galli. Það er nefnilega ekkert alltaf gott að gefa of mikið af sér (note to self)...

Kosturinn við að eiga auðvelt með að gefa af mér er hins vegar sá að ég get nýtt mér þetta í skrifum. Ég veit fátt betra en að skrifa fallega texta (oftast fyrir mig sjálfa þó, eins og er) og gerði mikið af því fyrir nokkrum árum að skrifa ljóð. Þessir textar eru ekkert endilega eitthvað sem ég hef sjálf reynslu af, en auðvitað verða þess konar textar dýpri og „snertanlegri“.


Hér er eitt sem mér þykir vænt um:xx

24 January 2012

Snow Day

Hreingerningadagur í dag. Auðvitað er tölvan ekki skilin útundan.


Án efa skemmtilegasta hreingerningargræjan á þessu heimili.


ER

23 January 2012

At last

"I found a thrill to rest my cheek to. A thrill that I have never known."

Það eru ótrúlega margir sem tengja ákveðin lög við einhver tímabil í lífi sínu eða ákveðnar manneskjur. 

Ég er ein þeirra. 

At last með Ettu James var eitt þessara laga sem ég tengi við yndislegt tímabil. Etta James lést þann 20. janúar síðastliðinn og degi seinna var þetta tímabil á enda. Tilviljun?

Kannski ekki. Kannski.


RIP Etta James

22 January 2012

Bakkalár

Hæ, þetta er bara ég. Edda Rós viðskiptafræðingur með Bakkalár gráðu í viðskiptafræði. Djók, ég er ekki svona bilaðslega stolt af titlinum. 

Jú fjandinn, auðvitað er ég það. Enn fyndnara finnst mér þó að Bachelor gráða sé þýtt sem Bakkalár gráða. Minnir mig á ekkert annað en Bacalao á spænsku sem þýðir saltfiskur. Þannig tæknilega séð, ef það hefði verið Spánverji í útskriftinni í gær, þá hefði hann haldið að við útskriftarnemar værum öll saltfiskar...interesting!

Athöfnin gekk heldur betur vel fyrir sig þar sem Jón Jónsson kom lífi í gesti-og svo sannarlega. Hann er einn sá besti performer sem ég hef séð. Ömmur og afar voru farin að smella saman fingrum eins og enginn væri morgundagurinn.

Dagurinn og kvöldið var yndislegt. Við fjölskyldan fórum á Grillmarkaðinn og fengum dýrindis mat. Þjónustan var framúrskarandi á allan hátt og my oh my var staðurinn guðdómlega fallegur! Ég átti ekki auðvelt með að halda uppi samræðum við fólkið þar sem ég var svo upptekin af því að skoða úr hverju þetta og hitt var, afhverju veggirnir voru stuðlaberg, afhverju vaskurinn inni á klósetti var úr grjóti o.s.frv. Þangað fer ég sko aftur...og aftur!

Kvöldið endaði svo með mörgum af mínum bestu í trylltum dansi.Sáttur Saltfiskur


Mamma og Pabbi


Amma og Afi


Ástrós og Birkir


Amma og Mamma


Saltfiskur sem elskar myndatökur


Ég með ma og pa

Takk elsku þið sem gerðuð daginn minn og kvöldið eftirminnilegt!

x

20 January 2012

Byrjar á Út og endar á skrift


Einmitt sem ég ætla að gera á morgun. Slaka á og útskrifast. 
Basic laugardagur!

Ákvað að sleppa veislustússi og fara í staðinn út að borða með familíunni á Grillmarkaðinn. Hlakka mikið til að prófa þann stað (og enn spenntari fyrir innanhússhönnuninni).

BSc úr viðskiptafræði - tomorrow you'll be mine!
Sé vonandi einhver ykkar svo annað kvöld í borg höfuðsins.

Edda Rós soon to be viðskiptafræðingur

19 January 2012

Light bulbs keep falling on my head

Um daginn var ég að reyna gefa misgagnlegar og gáfulegar ráðleggingar um val á lýsingu. Rússaperurnar góðu bárust í tal og ég get sagt ykkur það, að þess konar lýsing er alls ekkert af hinu slæma, ef rétt er farið með þær.

Hér eru myndir, máli mínu til stuðnings:
Þetta finnst mér ótrúlega smart ljós, veit ekki með inní svefnherbergi samt en allavega í stofunni/borðstofunni/sjónvarpsholinu.


Hrikalega töff í tölvuherbergið!


Krúttlegt...


Passar vel á skrifstofuna. ATH sjáiði einnig lampana við rauða sófann (Table Gun Lamp)? Philippe Starck snillingur!


Fallegt yfir langborði eða skenk.


Svo er auðvitað hægt að „quick-fixa“ þetta með því að skella bara límmiða í loftið. Hræðilega ljótt verð ég að segja...

Edda Rós rússapera

18 January 2012

Glingur sem mér þykir vænt um

Ég á fjöldann allan af hálsmenum. Flest þó sem ég fékk á yngri árum og of mörg þeirra eru úr gulli. Það kemur sér ekki nógu vel þar sem silfur hentar mér mun betur og mér finnst ég þurfa að vera eldri til að hrífast af gulli, kannski er það bara ég.

Hálsmenin sem ég hef gengið með síðustu ár eru 2, mér þykir vænt um þau þar sem bæði hafa ákveðna þýðingu fyrir mig.

Annars vegar er það engillinn frá Aurum:


Fyrra eintakinu var reyndar stolið af mér þegar ég bjó í Mílanó (þar sem ég asnaðist til að geyma hann í veskinu einn góðan veðurdag) en þá fékk ég annan, sem lifir enn hérna hjá mér.

Hins vegar er það rúnahálsmenið frá Alrún sem merkir Creation eða Sköpun:


Núna langar mig að fara bæta í safnið. Sá svo fallegt hálsmen um daginn sem ég held að gæti unað sér vel um hálsinn minn. Fæst ekki hér á landi (gleðiefni út af fyrir sig svo sem) en hægt að panta það á netinu og til í gulli og silfri. Silfur it is! 

Svona lítur það út:Til bæði lítið og stórt. Finnst bæði jafn falleg...

Edda Rós óskabein

17 January 2012

Fashion Forward

Ég bloggaði um þessa fyrir ekki svo löngu síðan:


Fór svo til Edinborgar og keypti mér þessa fyrir sumarið:


Sá svo hinn ofursvala Idris Elba klæðast þessum á Golden Globes:


Dálítið grófir en Elba er töffari, sama hverju hann klæðist. Ég er viss um að hann gæti látið náttslopp lúkka!


Skemmtilegur karakter sem er bæði leikari og DJ og verður hvorki meira né minna en fertugur í ár. Sumir ná bara að halda kúlinu lengur en aðrir. Ekki frá því að hann hafi lesið bloggið mitt um skóna og sagt við stílistann sinn: I want those!

Endilega tékkið á honum í þáttunum Luther (voru sýndir á Rúv). Bíð spennt eftir að (vonandi) þriðja sería komi út.

Idris Elba for the win!

ER

16 January 2012

ZzZzZzZz...

Golden Globe hátíðin var haldin í gær. Verðlaunin hafa auðvitað sitt mikilvægi en það sem ég var örlítið spenntari fyrir voru kjólarnir sem dömurnar klæddust.

Þvílík og önnur eins vonbrigði segi ég nú bara!

Þeir voru lang flestir svo ótrúlega boring og fyrirsjáanlegir að ég átti ekki til orð. Það voru 3 kjólar sem mér fannst bera af öllum hinum en í þá voru klæddar: Reese Witherspoon, Sofia Vergara og Jessica Biel. Kannski það hafi verið tilviljun að hönnuðir þessara kjóla eru allir í miklu uppáhaldi hjá mér. Eða kannski eru þeir (hönnuðirnir) bara langflottastir yfirhöfuð!

Við erum sem sagt að tala um Elie Saab, Vera Wang og Zac Posen - til hamingju, þið eruð snillingar!


Jessica Biel - Elie Saab (all-time favorite)


Reese Witherspoon - Zac Posen


Sofia Vergara - Vera Wang (hönnun hennar er svo klassísk og kvenleg, love it!)

Elie Saab kjóllinn finnst mér fallegastur, þó svo gagnrýnendur segi hann vera eins og ömmudúk. Ekki sammála, en sem betur fer höfum við öll mismunandi skoðanir.

Samt sem áður verð ég að segja að kjólarnir þetta árið voru ansi óspennandi og mikil vonbrigði.

ER

15 January 2012

A heart you wouldn't want to break...

Ég heillast mikið af hönnun sem fær innblástur sinn úr mannslíkamanum. Nýjasta nýtt er vasinn „Ventricle Vessel“ eftir Eva Milinkovic. Líffærið hjartað er kannski ekki eitthvað sem mörgum finnst fallegt í laginu (og kjósa heldur hið symbolíska hjarta  sem mér finnst persónulega of einfalt og týpískt) en það er eitthvað sjarmerandi við þennan blóðpumpandi vöðva sem ég get ekki útskýrt.

Þess vegna þætti mér afar fallegt að hafa eitt stykki svona vasa á mínu heimili (þó svo ég myndi ekkert endilega troða blómum í hann, hann er nógu fallegur einn og sér).


Ventricle Vessel - Eva Milinkovic

Hér fyrir neðan er svo önnur útgáfa af hjartalaga vasa sem mér finnst þó ekki eins falleg.


Flower Pump Heart Shaped Vase - Veneridesign Studio

Hver þarf blóm þegar hann á svona vasa?

ERST

13 January 2012

...


Ho ho!

Góða helgi mín kæru...

Edda Rós x


11 January 2012

PIP Púðapælingar...

Sílíkonbrjóst anyone?

Nei mér datt bara í hug að spyrja í kjölfar mikillar fréttaóreiðu um efnið. Þið vitið, PIP púðarnir-þessir einu sönnu. Gera brjóstin þín stærri og stinnari í nokkur ár en byrja svo að leka og gefa frá sér efni sem mjög líklega er skaðlegt. Púðarnir fara á spottprís. Standast allar gæðakröfur og eru gæðastimplaðir á öllum hliðum, að innan og utan.

WRONG!

Hvers lags eiginlega vitleysa er í gangi? Heyrði fyrst frétt um þetta um jólin þar sem greint var frá þessari tegund sílíkonpúða og að konur á Íslandi ættu ekkert að óttast þar sem þeir höfðu einungis verið notaðir í örfáum tilfellum. Í dag er komið í ljós að 440 íslenskar konur hýsa þessar fyllingar og sumar búnar að gera frá árinu 2000. Fjögur hundruð og fjörutíu konur! Einnig er búið að áætla að alls séu 300.000-400.000 konur í heiminum með sílíkon frá þessu viðurstyggilega fyrirtæki (PIP).

Nú fyrir stuttu greindi Velferðarráðuneytið frá því að ríkið muni borga ómskoðanir fyrir allar þessar konur (ef þær eru með sjúkratryggingu). Kostnaður upp á 5-6 milljónir. Ekki nóg með það, heldur mun ríkið einnig taka þátt í því að greiða fyrir þá aðgerð sem þær konur þurfa á að halda til að fjarlægja púðana ef kemur í ljós að þeir leka. RÍKIÐ?! Þannig að ef við leggjum þetta á köldu silfurfati beint á borðið þá eru okkar skattpeningar að fara í að greiða fyrir svindl fransks fyrirtækis sem varð gjaldþrota árið 2010 og stofnandinn er eftirlýstur af Interpol. Frábært! Ég er viss um að ríkið hafi ekkert betra við þennan pening að gera en að fleygja þeim í ómskoðanir og sílíkon-fjarlægingar-aðgerðir. Það er lítið búið að gerast í efnahagsmálum síðan í hruninu og ríkið enn með hálfgert harðlífi þegar kemur að ríkiskassanum. Þetta er því frábær viðbót og gefur þjóðinni skýr skilaboð um hvað sé mikilvægt og hvað ekki.

Ókei nú eru sumir eflaust fjúríus og áður en þið springið vil ég hafa eitt á hreinu. Ég get vel skilið þær konur sem „lentu“ í þessu (95% þeirra í fegrunarhugleiðingum þó) að vilja ekki þurfa borga fyrir gallaða vöru, auðvitað ekki! Ég er líka viss um að þær sem eru með þessa púða í sínum líkama vilja losna við þá strax, sama hvort þeir leki eða ekki, fjandinn hafi það!

En hver á sökina? Hver ber ábyrgðina? Ekki reyna að segja mér að íslenska ríkið geri það!
Ef ég fæ mér tattú og í ljós kemur að í blekinu séu eiturefni, á íslenska ríkið þá að borga fjarlæginguna? Er það ekki framleiðandi efnisins? Í tilfelli PIP er erfitt að láta þá borga brúsann, þar sem fyrirtækið er gjaldþrota en eftirlitsaðilarnir voru algjörlega sofandi á verðinum. Eru þeir þá ekki skaðabótaskyldir?

Lýtalæknirinn sem notaði þessa púða var grunlaus um að þeir væru gallaðir. Hann flytur þá inn í þeirri trú að þeir séu í raun með gæðastimpil. Púðarnir voru það og meira að segja frá eftirlitsstofnunum innan Evrópusambandsins.

En hvað gerðist þá? Hvar liggur hundurinn grafinn?

Jú, hann liggur hjá þessum eftirlitsaðilum. Fyrirtækið PIP hætti að nota sílíkonið sem það fékk gæðastimplað og ákvað að breyta yfir í einhvers konar iðnaðarsílíkon. Falsað og gallað skítafyrirtæki. En... er það ekki hlutverk eftirlitsaðila að kanna hvort varan sé í raun gæðavara? Er nóg að henda bara sama stimplinum á vörur ár eftir ár og krossa bara fingur um að verið sé að nota sömu vöruna og sömu efnin?

Þið getið líka ímyndað ykkur orðspor lýtalæknisins sem framkvæmdi þessar aðgerðir. Er það honum og hans störfum að kenna að hann fékk gallaðar vörur í mörg ár? Svo er önnur spurning, af hverju er þessi tegund púða ekki notuð í aðgerðum sem framkvæmdar eru á sjúkrahúsum en bara á einkastofum?

Margar spurningar - Fá svör...

Held ég sé búin að tapa mér nóg hérna í skrifunum en mér finnst gjörsamlega fáránlegt að íslenska ríkið ætli bara að taka upp veskið og borga. Ég sé á engan hátt hvernig það ber ábyrgð á þessu, svo ef þið gerið það, endilega upplýsið mig.(Myndir fyrir þá sem nenna ekki að lesa)

Edda Rós púðapælari