26 January 2012

Cooking in Clever Company

Ég er sem margir myndu kalla vonlausa í eldhúsinu. Kannski ekki alveg vonlaus en vonlítil (?). Mér finnst ekki gaman að elda eða baka nema í félagsskap annarra og finnst miklu skemmtilegra að borða mat sem einhver annar hefur eldað fyrir mig. 

Frábært housewife-material, segi bara ekki annað!

Þess vegna höfum við systur (hún er svipað hæfileikarík og ég þegar kemur að pottum og pönnum) ákveðið að hittast ca 2svar í mánuði og elda eitthvað gott. Fyrsti master-chefinn var í gær og ákveðið var að elda pasta. Kökusneið segið sum ykkar, en aðstoðarkokknum mínum tókst nú samt að brenna nokkrar skrúfurnar við pottinn, hi5 litla snót. Ég bíð spennt eftir því hverju ég mun klúðra í master-chef #2.

Kjúklingapastað bragðaðist samt sem áður furðulega vel! Ég mun taka matarskreytingarnar að mér...


Ég í stríði við kjúllann. Ég vann. 


Ef þið hallið hausnum í 90° til hægri þá sjáið þið ítalska fánann! (Það er ýmislegt sem hægt er að sjá út úr eldamennskunni - Ástrós)


Fyrsta master-chef afurðin.

Mér finnst svolítið eigingjarnt af foreldrum mínum að ekkert okkar systkina er gætt þessum eldamennskuhæfileikum, þetta hirtu þau bara sjálf eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég er viss um að þetta liggi allt í genunum og því ekkert sem við getum gert í þessu...

...nema auðvitað prufa sig áfram. Oh well...

5 comments:

Momsa said...

Edda Rós: ,,Ég er alveg viss um að mamma á eftir að koma með eitthvað við þessa færslu".

Einmitt, ég ætla ekki að bregðast mínu hlutverki ;-)

Eins og einhver sagði:,, If there is a will there is a way" eða bara "viljinn er allt sem þarf" og smá slatti af "nennu". Kannski fengum við foreldrarnir "nennuna" hahaha...

En æfingin skapar meistarann!!!! Svo ekki gefast upp. Af mistökunum lærum við, það er bara þannig..

Love, Master Chef :)

Valgerður said...

líst ótrúlega vel á þetta! og flottur pönnufáninn ;)

Anonymous said...

Ég er ekki að fíla það að þú sért að taka mig niður með þér...

kv ástrós snillingur í eldhúsi

EddaRósSkúla said...

Haha mamma, damn straight! Ég nenni...eða ég held það.

Já Valgerður, eitthvað þarf maður að dunda sér við meðan maður bíður eftir að maturinn eldast :)

Ástrós, þú ferð allt með mér. Fylgstu með skrúfunum næst!

Anonymous said...

Mamma hvað varð um "engar hendur ekkert kex"?

Og Edda Rós ekki dirfast að taka mig niður með ykkur systrum í þumalputta-eldamennskunni!