31 October 2012

Hoping you're still there...


Heyrði þetta lag í dansinum og gjörsamlega féll kylliflöt.

Ég elska að kynnast nýrri tónlist...allavega nýrri í mínum eyrum.

ER

30 October 2012

Nú er kátt í höllinni x3

Fyrsti snjórinn snerti Keflvíska jörð í dag...í ca 20 mínútur. Svo var hann farinn.

En þegar fyrsti snjórinn hefur látið sjá sig og ég er farin að fá email frá fjölskyldumeðlimum með innihaldinu „Jólagjafalisti“ þá fer mín á stjá.

Ég er ein þeirra sem gef mér sjálf jólagjöf (jájá, judge away!). Frá mér til mín (nema að ég pakka gjöfinni ekki inn, heldur fæ að njóta hennar aðeins áður en jólin koma). Í ár hef ég ákveðið að kaupa mér eitthvað í búið. Húsgagn verður það heillin. Svart og stál.

Það er leyndó hvað það verður en ég lofa að setja inn mynd þegar þar að kemur.

Mér finnst alltaf gott að hafa e-a afsökun ef ég er að kaupa mér eitthvað, en ykkur?


ER jólabarn

29 October 2012

What if VS. what is...

Ef þið hafið fylgst með blogginu mínu (í einhvern tíma, áður en ég fór að láta eina mynd duga í hverri færslu), þá hafið þið væntanlega tekið eftir því að mér finnst gaman að pæla í hlutunum og set oftar en ekki heilann í fimmta gír (sem endar reyndar oft með að hann brennur yfir). Það er nú stundum svo að ég leyfi brotabroti af hugsunum mínum að flækjast á bloggið og í dag er einmitt one of those days.

Þegar ég var yngri skrifaði ég oftar en 1 sinni og oftar en tvisvar í svokallaðar vinabækur þar sem átti að telja upp hver væri uppáhalds þetta og uppáhalds hitt, framtíðarplön o.s.frv. Ég reyndi að komast yfir vinabækur flestra vina minna og skrifaði nokkrum sinnum sjálf í mína eigin (flott Edda Rós!). Í blálokin á þessari útfyllingu var oftast spurningin:

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Jahá! Þegar stórt er spurt, er fátt um svör (því eldri sem ég verð, því fleiri verða svörin). Á þessum tíma var ég með svörin við þessari spurningu á tandurtæru; ég ætlaði annað hvort að verða hárgreiðslukona (og stofna hárgreiðslustofu með bestu vinkonu minni hverju sinni) eða arkitekt. Þetta tvennt var það eina sem kom til greina. 


Í dag er ég hvorki að teikna hús né klippa hár. Merkilegt. Skrítið. Eðlilegt. Hlutirnir eru ekki alltaf og verða ekki alltaf eins og við höfum planað þá. 

Hvað ef...

...ég hefði lært arkitektinn í stað þess að læra viðskiptafræði?
...ég hefði alist upp í Reykjavík?
...ég hefði byrjað kornung í ballett og væri ballerína í dag?
...ég hefði frekar lært á píanó en fiðlu (ástæða þess að ég valdi fiðlu frekar en píanó var einfaldlega sú að þegar þú spilar á píanó þá sjá áhorfendurnir ekki í fína kjólinn þinn, en þegar þú spilar á fiðlu þá fá allir að njóta fína kjólsins þíns...þetta sagði ég 5 ára við mömmu mína, takk fyrir pent!)
...ég hefði leiðst út í e-s konar vitleysu á unglingsárum?
...ég hefði valið annan menntaskóla?
...ég ætti aðra fjölskyldu og aðrar vinkonur en ég á í dag (þá væri ég sennilega ekki hér)?

Já, það er ansi margt sem hægt er að velta sér upp úr. En afhverju gerum við þetta? Ég held þetta sé okkur eðlislægt. Ég heyri oftar en ekki í manneskju sem segir: „Já ég lifi bara í núinu, hugsa aldrei um fortíðina“.
Fyrirgefiði orðbragðið en þetta er bullshit!
Það getur engin heilvita manneskja logið því að mér að hún hugsi ekki um fortíðina og hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi og hvað hefði getað farið öðruvísi ef þetta væri svona eða hinsegin. Kaupi þetta ekki!

En er nokkuð sniðugt að vera velta sér upp úr því sem varð ekki? Allt í lagi að hugsa um það af og til, en er ekki betra að einblína frekar á það sem við höfum í dag og hvernig við getum spilað úr því? Ég er langt frá mínum æskudraumum í dag en hef bara skapað mér nýja drauma og vinn bara að því að láta þá rætast. Er það ekki eitthvað sem við ættum kannski að gera?
Reyna að koma okkur stundum úr What If gírnum og skipta yfir í What Is?


Ég viðurkenni það nú samt fúslega að ég hugsa alveg stundum hvers konar klippikona ég hefði orðið, eða hvort ég hefði átt möguleika á að vinna Pritzker verðlaunin (eins og Gehry uppáhalds arkitektinn minn).Reynum að lifa í núinu kids og njóta þess sem við áttum, eigum og munum eiga.

Ykkar, 

Edda Rós og heilinn (sem er enn í overdrive).

26 October 2012

Dog lovin'

Þessi var svolítið sætur í ILVA.

Góða helgi!

25 October 2012

Dos meses

Þar sem fólk er farið að stelast í jólabjórinn þá má ég alveg stelast í jólalögin.

Amen!


Nágrannarnir líklegast farnir að halda að ég sé eitthvað tæp á geði...en hvað er það á milli vina?

Snjókorn falla, á allt og alla...

Bless.

ER

22 October 2012

Rebooting


"In computing, rebooting is the process by which a running computer system is restarted, either intentionally or unintentionally."

Þetta er skilgreining Wikipedia á rebooting. Þar sem ég er ekki tölva (allavega ekki eins og er) myndi ég vilja heimfæra þessa skilgreiningu á líkama og sál. Það er mjög gott endrum og eins að endurræsa (e. reboot) og núllstilla allt kerfið. 

Það er einmitt það sem ég ætla að gera eftir þessa helgi. Heljarinnar dagskrá (sem var bara af hinu góða) sem innihélt meðal annars 25 ára afmæli og 75 ára afmæli. Það var sko fjör á bæ!

Alltaf gaman að hitta stelpurnar (því það gefst því miður lítill tími í svoleiðis þessa dagana) og svo var yndislegt að kíkja í afmæli með vinnufélögum sínum og hitta gamla vinnufélaga (frá því í sumar). 

En í dag kallaði líkaminn ansi hátt á afslöppun. Sú afslöppun mun felast í danstímanum á eftir. Besta leiðin mín til að endurræsa allt heila klabbið og jafnframt að hreinsa hugann er að dansa. 

Prófiði bara!

ER

P.s. Miðað við þessa færslu þyrfti ég jafnvel að endurræsa skrifhæfileikana mína, fer í málið í vikunni.

20 October 2012

Celebration

Ég ætla í afmæli í kvöld, hvar verður þú?

Vil sjá ykkur öll downtown 101!

SKÁL!

p.s. myndin er sviðsett

16 October 2012

Kodaline

Grey's Anatomy er loks byrjað aftur (og í kjölfarið fór ég að skoða inntökuprófið í lækninn...en það er nú önnur saga). 

Ástæðan fyrir áhuga mínum á Grey's er ekki einungis til að geta horft undan nálum og skurðum, eða sjá fjallmyndarlega lækna blikka kameruna, heldur frábær soundtracks.

Í síðasta þætti datt ég alveg út. Þetta lag var ástæðan! Svo gladdi það mig mikið í morgun klukkan 06:45 að heyra þetta á X-inu.

Yndislega fallegt lag en hellað myndband (lofaði sjálfri mér að nota aldrei þetta orð, en oh well).


Enjoy!

ER

15 October 2012

Little Red and The Wolf


Litun og klipp í dag hjá snillingnum honum Agli á Rauðhettu og Úlfinum. 
Maður verður nú að gera sig fína fyrir laugardaginn!

ER

11 October 2012

...Hélt að þessi vika ætlaði aldrei að taka enda...
En góð helgi í vændum!

Eigiði góða helgi yndislegu lesendur og takk fyrir að lesa...

...ykkar

Edda Rós

10 October 2012

Something's missing...

Hann elsku Youtube Noah ætlar að syngja mig og ykkur í svefn í kvöld. Mér finnst gaman að grúska í coverlögum á youtube og hann gerir þau svo sannarlega vel. Þetta lag var á Hunger Games soundtrackinu og hann syngur þetta sem tribute. Afskaplega fallegt lag og ég tala nú ekki um textann.

Hann blaðrar svolítið í byrjun en lagið byrjar á 1:04.


Endirinn kemur skemmtilega á óvart!

Góða nótt elsku þið.

ER

09 October 2012

At ease...


Ef þið þekktuð mig ekki, þá er þetta mynd af mér frá síðustu dögum. Ég er flutt í borgina on my own og er búin að vera gera og græja kósý cribið mitt. Ikea hefur hjálpað mér aðeins og fleiri góðir aðilar, sérstaklega mamma og pabbi (fyrir að vera ótrúlega þolinmóð við mig og hjálpað mér að flytja). Þau komu meira að segja færandi hendi úr bústaðnum í gær með fulla matarpoka. Þessar elskur...

Þetta fer nú svona nokkurn veginn að verða reddí en það er alltaf eitthvað sem mér finnst ég þurfa að breyta eða bæta (og verður það eflaust næstu vikurnar). Svo er ég að sjálfsögðu búin að liggja yfir home design síðum síðan í vor og er með troðfullan haus af hugmyndum, en það er víst ekki hægt að gera allt í einu.

Mér finnst samt furðulegt að sofa alveg ein, sofna alveg ein, segja ekki góða nótt við neinn né góðan daginn! Kannski ég fái mér páfagauk og kenni honum að tala og búa til hafragraut á morgnana. Ég fékk nú alveg smá stressfiðrildi í magann fyrstu nóttina en þau flugu á brott um leið og ég sofnaði...og ég STEINsvaf!

Mér líður vel í 105 Reykjavík...

ER

07 October 2012

Bracelet beauty


Ég er ekki frá því að þessu armbandi myndi líða vel um úlnliðinn minn. Það er allavega meira en velkomið þangað!

03 October 2012

02 October 2012

Með fallegri hönnun skal hótel byggja

Jæja, nýkomin heim frá Washington D.C. Lenti í heljarinnar fínu vöfflukaffi hjá Obama Bahama og fólk var almennt hresst í húsinu Hvíta. DC er yndisleg borg og ég naut mín sérlega vel í Georgetown. Kynntist vinnustelpunum mínum enn betur og er ekkert smá heppin með vinnufélaga. Eina sem ég set út á borgina er dónaskapur flugvallastarfsfólks, en ég get svo sem ekki kennt borginni um það?

Við vorum á hóteli aðeins fyrir utan DC eða í Virginíu fylki, rétt hjá Dulles flugvellinum. Hótelið heitir Courtyard Marriott og skoraði hátt í hótelgagnrýni minni. Lobbýið var mjög skemmtilega hannað, starfsfólkið var yndislegt og skutlaði okkur út um allt nánast, í morgunmat gátum við keypt okkur ferskan og hollan smoothie og herbergin voru mjög rúmgóð og fín. Mæli með þessu hóteli!


Tók þessar myndir í lobbýinu, mér sýnist samt allt á öllu að ég hafi verið e-ð skjálfhent við myndatökuna þar sem þær eru nánast úr fókus. Varð samt að sýna ykkur myndirnar, þannig vonandi getiði hrist hausinn örlítið svo myndin detti í fókus!

Fyrsta Ameríkuferðin þar sem ég keypti fyrir heimilið, handklæði, rúmteppi og pottaleppa, svo fátt eitt sé nefnt. Flyt svo í menninguna á miðvikudaginn...ííík ég er svo spennt!

Svo að sjálfsögðu fengu nokkrar flíkur að fljóta með til Íslands...en ekki hvað.

Eigiði góða viku elsku lesendur, 
ykkar, 
Edda Rós