22 October 2012

Rebooting


"In computing, rebooting is the process by which a running computer system is restarted, either intentionally or unintentionally."

Þetta er skilgreining Wikipedia á rebooting. Þar sem ég er ekki tölva (allavega ekki eins og er) myndi ég vilja heimfæra þessa skilgreiningu á líkama og sál. Það er mjög gott endrum og eins að endurræsa (e. reboot) og núllstilla allt kerfið. 

Það er einmitt það sem ég ætla að gera eftir þessa helgi. Heljarinnar dagskrá (sem var bara af hinu góða) sem innihélt meðal annars 25 ára afmæli og 75 ára afmæli. Það var sko fjör á bæ!

Alltaf gaman að hitta stelpurnar (því það gefst því miður lítill tími í svoleiðis þessa dagana) og svo var yndislegt að kíkja í afmæli með vinnufélögum sínum og hitta gamla vinnufélaga (frá því í sumar). 

En í dag kallaði líkaminn ansi hátt á afslöppun. Sú afslöppun mun felast í danstímanum á eftir. Besta leiðin mín til að endurræsa allt heila klabbið og jafnframt að hreinsa hugann er að dansa. 

Prófiði bara!

ER

P.s. Miðað við þessa færslu þyrfti ég jafnvel að endurræsa skrifhæfileikana mína, fer í málið í vikunni.

No comments: