29 November 2012

Sigh...


Það er hellingur sem ég er búin að ætla henda hingað inn...en...

Endalausar afsakanir.

Það eru annars allir annað hvort að læra fyrir próf eða fara til útlanda.

Allir nema ég.

Þess vegna ætla ég að reyna að vera aðeins duglegri hérna svo þið getið kíkt í heimsókn í lærdómspásunum. Jeij!

ER

25 November 2012

Kertakósý vol 2

Ég sagði ykkur um daginn að ég ætlaði í IKEA. Það gerði ég svo sannarlega og missti mig aðeins í jóladóti. Ég er forfallinn kertaelskandi og fékk þessi ótrúlega fínu kerti þar (ásamt skrautinu).


Ég setti færslu hingað inn fyrir e-u síðan þar sem ég skreytti þennan bakka (fyrir ofan) með misstórum kertum og steinum í kring. Það gladdi mig svo mjög að sjá að þeir hafa ákveðið að gera það sama til að skreyta hjá sér í IKEA. Það er svo gaman hvað það er hægt að nota þennan bakka í margt, skreyta með mismunandi kertum og mismunandi skrauti í kring. Mæli með að þið prófið ykkar eigin útgáfu. Held það væri líka fallegt að kaupa rauð misstór kerti og skreyta með könglum og greni eða ljósaseríu sem gengur fyrir batteríi (og er það lítil að hún passar á bakkann).


Svo gat ég ekki annað en hent þessum krúttlegu kertum í körfuna. Ég kveikti bara á þeim til að geta tekið mynd fyrir ykkur (no joke). Ég tími ekkert að hafa kveikt á þeim fyrir ekkert tilefni. Skrautið í kring er nú bara mix af jólakúlum en ég á jafnvel eftir að útfæra þetta e-ð aðeins betur...jafnvel.

Ég elska að hafa kveikt á kertum í skammdeginu, það gerir allt svo miklu meira kósý og notalegra (sem er sennilega þýðing á orðinu kósý, merkilegt nokk!).

Vonandi byrjar vikan ykkar vel elsku lesendur, 

ykkar, 
Edda Rós

21 November 2012

Mánudagspælingin á miðvikudegi

Mitt uppáhalds orðtak og líklegast eini textinn sem ég myndi fá mér húðflúraðan (ef einn daginn ég hætti að hræðast nálar) er:

"Everything happens for a reason"

Alltaf tekst mér að draga þessa setningu upp úr rassvasanum ef vel eða illa gengur. Ef hlutirnir fara öðruvísi en ég hafði planað, þá japlar hugurinn á þessu með morgunmatnum, hádegismatnum og jafnvel kvöldmatnum ef ég er treg.

Ég trúi því svo innilega að allt gerist af ákveðinni ástæðu. Sennilega trúi ég jafn mikið á þetta og karma og Guð (fyrirgefið mér þið sem eruð strangtrúuð, veit þið verðið ekki ánægð með mig núna). Einhvern veginn held ég að líf okkar allra sé fyrirfram ákveðin saga með milljón eyðufyllingum. Söguþráðurinn hefur verið saminn en svo er það okkar að skreyta hann að vild. Það erum við sem ákveðum hvernig við tökumst á við hlutina, það gerir það enginn fyrir okkur. Ég hef og hef alltaf haft óbilandi trú á okkur mannfólkinu og kýs að sjá það besta í öllum. Því miður fæ ég stundum "reality check" þar sem þessari trú er feykt út í veður og vind. Það ERU ekki allir góðir og það HAFA ekki allir sömu hugmyndir um hlutina og hvernig við komum fram hvert við annað. Punktur. (3 punktar í röð, pæliði í því!)

Ég er snillingur í að byrja að röfla út fyrir efnið en mín helstu skilaboð eru þessi:


Við kynnumst fólki af einhverri ástæðu (ekki bláköld staðreynd en það sem ég trúi). Ýmist er ástæðan sú að þessi ákveðna manneskja er komin inn í líf þitt til að vera (fæðumst inn í ákveðna fjölskyldu, eignumst ákveðna vini o.s.frv.) eða ástæðan er sú að manneskjan kemur inn í líf þitt og staldrar við í styttri tíma. Þess konar kynni er eitthvað sem við eigum að læra af, hafa ýmist góð áhrif á okkur eða slæm, leyfa okkur að ákveða sjálf hvernig við tökumst á við þau og því sem þeim fylgir. 

Ef manneskja hefur slæm áhrif á okkur, þá stoppar hún stutt í okkar skrifuðu sögu, en við getum alltaf tekið eitthvað gott frá þeim kynnum og lært af reynslunni. 

Ef manneskja hefur aftur á móti góð áhrif á okkur, þá gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að halda þessari manneskju í lífi okkar. Hvernig við gerum það, er undir okkur komið.

Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera umkringd fólki sem mér þykir vænt um. Ég tel mig vera góðan mannþekkjara og vel fólk sem ég vil kynnast af kostgæfni. Auðvitað mistekst mér eins og öðrum, en í dag er ég mjög sátt.


Reynum að forðast rotin epli...þau eru alltaf til staðar og leynast á hinum ýmsu stöðum. Það eru ekki allir jafnfallegir að innan sem utan.

Mánudagspælarinn OUT, 

ER

17 November 2012

Hej!


Hér ætla ég að vera í dag.

Það þarf nú að fara splæsa í sitt eigið jólaskraut svona þegar maður er fluttur að heiman, ekki satt?

Aldrei að vita nema ég hendi í nokkrar smákökur eftir það...

ER

15 November 2012

...

Ókei ég var að leita af sniðugri mynd til að deila með ykkur en fann þessa í staðinn og sprakk!


Hættu nú alveg!

What's cookin'?

ER

12 November 2012

No more Mondays please...

Herrejisses hvað þetta var erfiður mánudagur!


Ég var svona í vinnunni...í allan dag. Án alls gríns.
Hvar eru kaffihæfileikarnir mínir? Gleymdist bara að leyfa þeim að fylgja þegar ég fæddist?
Ég get ekki vanið mig á þetta ógeð, þarf alltaf að blanda kakói saman við til að gera þetta ekki eins fjandi vont.

Kaffi? Nei...te á vinninginn. Alla daga.

ER

11 November 2012

Motherly love

Við Elín Edda kíktum á þessi mæðgin í dag, þau Björk og gullfallega prinsinn hennar.


Mikið sem það er yndislegt að sjá þessar litlu tær, litlu fingur og forvitnu augu. Hann er sko einstaklega heppinn þessi litli gullmoli með mömmu.

Ég var búin að gleyma hvað "ný"fædd börn eru lítil, jedúddamía. Gæti knúsað hann í allan dag!

ER

10 November 2012

Útréttingar

Stúss á þessum laugardegi sem byrjaði einstaklega vel!


Vildi að mér þætti gaman að fara í Kringluna...but I do not!

08 November 2012

Whenever I want you all I have to do is...

Mig er búið að dreyma svo skemmtilega síðustu nætur...

...en þeir segja (hverjir eru alltaf þessir þeir sem fólk talar um?) að draumar séu eitthvað sem er í undirmeðvitundinni þinni eða eitthvað sem þú hefur hugsað um síðustu daga, vikur eða jafnvel mánuði ef út í það er farið.


Þannig að, 

ég er farin að sofa.



Góða nótt
og
dreymi þig vel
x

07 November 2012

Ég heiti Keli káti karl...

Ég er búin að vera með 3 furðulegustu lög á heilanum síðan á laugardaginn. Titill færslunnar gefur ykkur upp fyrsta lagið (takk Nensý), annað lagið er I'm Blue (vegna þess að á föstudaginn var ég jukebox í vinnunni og það var e-r sem bað um þetta unaðslega lag) og þriðja lagið er: Einn dans við mig mig mig mig mig, einn dans við mig....úííúúúúúú einn dans við mig.

Mér er ekki viðbjargandi!

Einhvers staðar las ég að til að losna við heilalög væri best að syngja þau alveg út í gegn. Ég get engan veginn gert nágrönnum mínum það að spila þessi lög, hvað þá öll í einu. Þetta er líka versta mix laga í sögunni.

En mál málanna, Edda Rós er farin að hreyfa sig á ný...eða þið vitið. Farin að hunskast í ræktina (þó fyrr hefði verið). Dansinn er bara 2x í viku og ég hef ekki enn komið mér í útihlaup í höfuðborginni (þarf maður nokkuð að taka maze með í svoleiðis för? eee).

En ég ákvað að prófa Reebok fitness í Holtagörðum. Þar er allt hvítt og virðist hreint, ljóst parket og opið og skemmtilegt rými. Þau bjóða líka upp á alls kyns tíma og nú þegar hef ég prófað Zumba (eeeekki aftur), Tabata (snilld) og í dag ákvað ég að detta í djúpslökun í Hot Yoga. 

Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert brjálæðislega mikil yoga manneskja og hvað þá í svona hita! En viti menn, þetta var ótrúlega fínn tími. Ég byrjaði á að ranghvolfa augunum þegar ég átti að gera sólarhyllingu og fara í hund og e-ð en þau snerust réttsælis í lok tímans, enda orðin slaufuslök!

Sagði ekki einhver: „Í kjólinn fyrir jólin?“
Það er samt orðið svo hundgamalt og úrelt, en góð mótivering fyrir okkur sem nennum ekki að vera rosalega dugleg í ræktinni allt árið um kring. Ég tek tarnir og finnst það bara fínt.

Skyldi' ég komast í jólakjól
skyldi' þetta vera jólagóóól

Út með ykkur og hristið á ykkur rassinn og allt sem fylgir, það er svo fjandi gott!


My fat cried a whole lot today...

ER

06 November 2012

Working class...

Meanwhile at the office...


...nei ég er ekki byrjuð að blogga á ensku. Skrifborðið mitt var frekar fínt þegar myndin var tekin (lítur oft út eins og það hafi lent í kjarnorkusprengju og pappírsárás).

Vikan byrjar vel!

ER

02 November 2012

On a Friday night...

Svona eru kósýkvöld hjá mér og Nen...


Ekki amalegt!
Svo verður laugardagurinn aðeins meira fjör og minna kósý. Vinnufjör þ.e.a.s., sem innifelur m.a. strandblak. Spennan er farin að segja til sín.

Sé ykkur hress!

ER