07 November 2012

Ég heiti Keli káti karl...

Ég er búin að vera með 3 furðulegustu lög á heilanum síðan á laugardaginn. Titill færslunnar gefur ykkur upp fyrsta lagið (takk Nensý), annað lagið er I'm Blue (vegna þess að á föstudaginn var ég jukebox í vinnunni og það var e-r sem bað um þetta unaðslega lag) og þriðja lagið er: Einn dans við mig mig mig mig mig, einn dans við mig....úííúúúúúú einn dans við mig.

Mér er ekki viðbjargandi!

Einhvers staðar las ég að til að losna við heilalög væri best að syngja þau alveg út í gegn. Ég get engan veginn gert nágrönnum mínum það að spila þessi lög, hvað þá öll í einu. Þetta er líka versta mix laga í sögunni.

En mál málanna, Edda Rós er farin að hreyfa sig á ný...eða þið vitið. Farin að hunskast í ræktina (þó fyrr hefði verið). Dansinn er bara 2x í viku og ég hef ekki enn komið mér í útihlaup í höfuðborginni (þarf maður nokkuð að taka maze með í svoleiðis för? eee).

En ég ákvað að prófa Reebok fitness í Holtagörðum. Þar er allt hvítt og virðist hreint, ljóst parket og opið og skemmtilegt rými. Þau bjóða líka upp á alls kyns tíma og nú þegar hef ég prófað Zumba (eeeekki aftur), Tabata (snilld) og í dag ákvað ég að detta í djúpslökun í Hot Yoga. 

Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert brjálæðislega mikil yoga manneskja og hvað þá í svona hita! En viti menn, þetta var ótrúlega fínn tími. Ég byrjaði á að ranghvolfa augunum þegar ég átti að gera sólarhyllingu og fara í hund og e-ð en þau snerust réttsælis í lok tímans, enda orðin slaufuslök!

Sagði ekki einhver: „Í kjólinn fyrir jólin?“
Það er samt orðið svo hundgamalt og úrelt, en góð mótivering fyrir okkur sem nennum ekki að vera rosalega dugleg í ræktinni allt árið um kring. Ég tek tarnir og finnst það bara fínt.

Skyldi' ég komast í jólakjól
skyldi' þetta vera jólagóóól

Út með ykkur og hristið á ykkur rassinn og allt sem fylgir, það er svo fjandi gott!


My fat cried a whole lot today...

ER

1 comment:

Hlunkur said...

Seglagerðin saumar enn eftir máli:-)