16 October 2012

Kodaline

Grey's Anatomy er loks byrjað aftur (og í kjölfarið fór ég að skoða inntökuprófið í lækninn...en það er nú önnur saga). 

Ástæðan fyrir áhuga mínum á Grey's er ekki einungis til að geta horft undan nálum og skurðum, eða sjá fjallmyndarlega lækna blikka kameruna, heldur frábær soundtracks.

Í síðasta þætti datt ég alveg út. Þetta lag var ástæðan! Svo gladdi það mig mikið í morgun klukkan 06:45 að heyra þetta á X-inu.

Yndislega fallegt lag en hellað myndband (lofaði sjálfri mér að nota aldrei þetta orð, en oh well).


Enjoy!

ER

2 comments:

dagný said...

vá hvað ég er sammála þér - tónlistin í þáttunum er alveg helmingurinn af gleðinni.

EddaRósSkúla said...

Ekki spurning Dagný!