29 October 2012

What if VS. what is...

Ef þið hafið fylgst með blogginu mínu (í einhvern tíma, áður en ég fór að láta eina mynd duga í hverri færslu), þá hafið þið væntanlega tekið eftir því að mér finnst gaman að pæla í hlutunum og set oftar en ekki heilann í fimmta gír (sem endar reyndar oft með að hann brennur yfir). Það er nú stundum svo að ég leyfi brotabroti af hugsunum mínum að flækjast á bloggið og í dag er einmitt one of those days.

Þegar ég var yngri skrifaði ég oftar en 1 sinni og oftar en tvisvar í svokallaðar vinabækur þar sem átti að telja upp hver væri uppáhalds þetta og uppáhalds hitt, framtíðarplön o.s.frv. Ég reyndi að komast yfir vinabækur flestra vina minna og skrifaði nokkrum sinnum sjálf í mína eigin (flott Edda Rós!). Í blálokin á þessari útfyllingu var oftast spurningin:

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Jahá! Þegar stórt er spurt, er fátt um svör (því eldri sem ég verð, því fleiri verða svörin). Á þessum tíma var ég með svörin við þessari spurningu á tandurtæru; ég ætlaði annað hvort að verða hárgreiðslukona (og stofna hárgreiðslustofu með bestu vinkonu minni hverju sinni) eða arkitekt. Þetta tvennt var það eina sem kom til greina. 


Í dag er ég hvorki að teikna hús né klippa hár. Merkilegt. Skrítið. Eðlilegt. Hlutirnir eru ekki alltaf og verða ekki alltaf eins og við höfum planað þá. 

Hvað ef...

...ég hefði lært arkitektinn í stað þess að læra viðskiptafræði?
...ég hefði alist upp í Reykjavík?
...ég hefði byrjað kornung í ballett og væri ballerína í dag?
...ég hefði frekar lært á píanó en fiðlu (ástæða þess að ég valdi fiðlu frekar en píanó var einfaldlega sú að þegar þú spilar á píanó þá sjá áhorfendurnir ekki í fína kjólinn þinn, en þegar þú spilar á fiðlu þá fá allir að njóta fína kjólsins þíns...þetta sagði ég 5 ára við mömmu mína, takk fyrir pent!)
...ég hefði leiðst út í e-s konar vitleysu á unglingsárum?
...ég hefði valið annan menntaskóla?
...ég ætti aðra fjölskyldu og aðrar vinkonur en ég á í dag (þá væri ég sennilega ekki hér)?

Já, það er ansi margt sem hægt er að velta sér upp úr. En afhverju gerum við þetta? Ég held þetta sé okkur eðlislægt. Ég heyri oftar en ekki í manneskju sem segir: „Já ég lifi bara í núinu, hugsa aldrei um fortíðina“.
Fyrirgefiði orðbragðið en þetta er bullshit!
Það getur engin heilvita manneskja logið því að mér að hún hugsi ekki um fortíðina og hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi og hvað hefði getað farið öðruvísi ef þetta væri svona eða hinsegin. Kaupi þetta ekki!

En er nokkuð sniðugt að vera velta sér upp úr því sem varð ekki? Allt í lagi að hugsa um það af og til, en er ekki betra að einblína frekar á það sem við höfum í dag og hvernig við getum spilað úr því? Ég er langt frá mínum æskudraumum í dag en hef bara skapað mér nýja drauma og vinn bara að því að láta þá rætast. Er það ekki eitthvað sem við ættum kannski að gera?
Reyna að koma okkur stundum úr What If gírnum og skipta yfir í What Is?


Ég viðurkenni það nú samt fúslega að ég hugsa alveg stundum hvers konar klippikona ég hefði orðið, eða hvort ég hefði átt möguleika á að vinna Pritzker verðlaunin (eins og Gehry uppáhalds arkitektinn minn).



Reynum að lifa í núinu kids og njóta þess sem við áttum, eigum og munum eiga.

Ykkar, 

Edda Rós og heilinn (sem er enn í overdrive).

5 comments:

Lilja said...

Vel mælt, Edda Rós! Pæli oft í þessu sjálf! :)

Valgerður said...

ok lol með fiðluákvörðunina, aldrei heyrt þetta!

annars var ég akkúrat að finna mínar vinabækur áður en ég fór út og það var bara ég sjálf síðu eftir síðu (og þið þarna inná milli.. Pjöllurnar haha!)

En það var náttla flugfreyja og Vindáshlíðarkona hérna megin.. pínu annar vettvangur í dag ;)

Unknown said...

Flott blogg, já hvað ef? það veit enginn!

EddaRósSkúla said...

Haha Vindáshlíðarkona! Elsku grilla mín, hvað VARÐ úr þeim draumi?

Valgerður said...

já ég meina hver veit eftir að hafa verið úti að læra um alþjóðastjórnmál að ég komi bara heim og vinni við að syngna trúarsöngva, gera vinabönd og sjá um kvöldvökur.. væri jafnvel skemmtilegra en þessar skrifstofuvinnur sem bíða mín ;)