09 October 2012

At ease...


Ef þið þekktuð mig ekki, þá er þetta mynd af mér frá síðustu dögum. Ég er flutt í borgina on my own og er búin að vera gera og græja kósý cribið mitt. Ikea hefur hjálpað mér aðeins og fleiri góðir aðilar, sérstaklega mamma og pabbi (fyrir að vera ótrúlega þolinmóð við mig og hjálpað mér að flytja). Þau komu meira að segja færandi hendi úr bústaðnum í gær með fulla matarpoka. Þessar elskur...

Þetta fer nú svona nokkurn veginn að verða reddí en það er alltaf eitthvað sem mér finnst ég þurfa að breyta eða bæta (og verður það eflaust næstu vikurnar). Svo er ég að sjálfsögðu búin að liggja yfir home design síðum síðan í vor og er með troðfullan haus af hugmyndum, en það er víst ekki hægt að gera allt í einu.

Mér finnst samt furðulegt að sofa alveg ein, sofna alveg ein, segja ekki góða nótt við neinn né góðan daginn! Kannski ég fái mér páfagauk og kenni honum að tala og búa til hafragraut á morgnana. Ég fékk nú alveg smá stressfiðrildi í magann fyrstu nóttina en þau flugu á brott um leið og ég sofnaði...og ég STEINsvaf!

Mér líður vel í 105 Reykjavík...

ER

2 comments:

Helga Dagný said...

Hlakka til að heyra meir og sjá myndir af nýju íbúðinni ;)

EddaRósSkúla said...

Já ég hlakka til að fara heyra í þér elskan, þurfum að ákveða tíma :)