27 January 2012

That 2012 cocktail

Í kvöld er hið árlega kokteilakvöld hjá okkur dömunum í Fab4 (það má helst ekki hlæja að þessu nafni en ef þú nauðsynlega þarft, þá færðu leyfi...bara í dag). Við höfum sem sagt haldið kokteilakvöld einu sinni á ári í 4 ár þar sem hver og ein okkar blandar nýjan kokteil fyrir restina. Getið ímyndað ykkur sköpunargleðina og gleðina almennt, ef út í það er farið.

Eftir mikla leit hef ég fundið einn sem ég get ekki beðið eftir að prófa. Get ekki gefið hann upp strax, þar sem það ríkir mikil leynd yfir þessum uppskriftum og tala nú ekki um kokteilavalinu sjálfu.

En svalandi verður hann!


Frá síðasta kokteilakvöldinu okkar. Þarna höldum við á „The Grasshopper“ að mig minnir.
Four Fabulous Cocktails - hef miklar væntingar til kvöldsins...

Whoop!

Góða helgi elsku lesendur.

ER

No comments: