28 January 2012

Shoe-icide

Ég er safnari. Skósafnari. Eitt af mínum áhugamálum eru fallegir skór og ég gleðst mikið þegar ég held á poka sem inniheldur skókassa „fullan“ af glænýjum skóm. Ah that feeling...

Eftir að hafa tekið dágott svart tímabil ákvað ég að bjóða liti velkomna í skóhilluna og nú er ég komin með nóg af lituðum skóm. Brúnir, Gráir, Beige, Vínrauðir. Ég sakna svarta litsins. Þess vegna fór ég í smá skoðunarferð á veraldarvefnum. Fann um 15 skópör sem hefðu getað misnotað kreditkortið mitt...en eitt í einu, ekki? Eitt á mánuði (nema um sumartímann og í útlöndum, þá má eignast fleiri). Þetta verður því janúarparið mitt. Svo styttist auðvitað í febrúar...aha!


Þessir keyptu sér one-way ticket til mín og koma vonandi sem fyrst!

Þessir eru á óskalistanum, hrikalega fallegir leðurskór.

Þessir finnst mér einstaklega töff. Smá svona biker fílingur í þeim.

Önnur útgáfa af þessum fyrir ofan en þeir myndast örugglega verr en þeir líta út í alvörunni.


Ef bara ég byggi erlendis...
Ef bara ég þyrfti ekki að borga toll...
Ef bara það væri meira úrval hérlendis...

Ef, ef, væl, væl.

Djók. Skókaup á netinu eru ansi skemmtileg. Spennan er svo hvort skórnir passi - annað yrði svekkjandi.

Edda Rós

4 comments:

ester said...

bara koma fleiri ferðir til Edin .. enginn tollur hér ;)

tinna rún said...

Mega fine efstu skórnir :)

EddaRósSkúla said...

Já ég væri sko alveg til í að hoppa uppí flugvél til að sleppa við toll...tala nú ekki um að hitta and-Skotana mína! ;)

En já Tinna ég vona að þeir verði jafnflottir in real life, krossa fingur :)

Anonymous said...

Mega flottir allir saman!

Karen lind