22 January 2012

Bakkalár

Hæ, þetta er bara ég. Edda Rós viðskiptafræðingur með Bakkalár gráðu í viðskiptafræði. Djók, ég er ekki svona bilaðslega stolt af titlinum. 

Jú fjandinn, auðvitað er ég það. Enn fyndnara finnst mér þó að Bachelor gráða sé þýtt sem Bakkalár gráða. Minnir mig á ekkert annað en Bacalao á spænsku sem þýðir saltfiskur. Þannig tæknilega séð, ef það hefði verið Spánverji í útskriftinni í gær, þá hefði hann haldið að við útskriftarnemar værum öll saltfiskar...interesting!

Athöfnin gekk heldur betur vel fyrir sig þar sem Jón Jónsson kom lífi í gesti-og svo sannarlega. Hann er einn sá besti performer sem ég hef séð. Ömmur og afar voru farin að smella saman fingrum eins og enginn væri morgundagurinn.

Dagurinn og kvöldið var yndislegt. Við fjölskyldan fórum á Grillmarkaðinn og fengum dýrindis mat. Þjónustan var framúrskarandi á allan hátt og my oh my var staðurinn guðdómlega fallegur! Ég átti ekki auðvelt með að halda uppi samræðum við fólkið þar sem ég var svo upptekin af því að skoða úr hverju þetta og hitt var, afhverju veggirnir voru stuðlaberg, afhverju vaskurinn inni á klósetti var úr grjóti o.s.frv. Þangað fer ég sko aftur...og aftur!

Kvöldið endaði svo með mörgum af mínum bestu í trylltum dansi.Sáttur Saltfiskur


Mamma og Pabbi


Amma og Afi


Ástrós og Birkir


Amma og Mamma


Saltfiskur sem elskar myndatökur


Ég með ma og pa

Takk elsku þið sem gerðuð daginn minn og kvöldið eftirminnilegt!

x

2 comments:

Thelma Hrund said...

Felicitaciones ;)

EddaRósSkúla said...

Muchas gracias Thelma, aprecio :)