18 January 2012

Glingur sem mér þykir vænt um

Ég á fjöldann allan af hálsmenum. Flest þó sem ég fékk á yngri árum og of mörg þeirra eru úr gulli. Það kemur sér ekki nógu vel þar sem silfur hentar mér mun betur og mér finnst ég þurfa að vera eldri til að hrífast af gulli, kannski er það bara ég.

Hálsmenin sem ég hef gengið með síðustu ár eru 2, mér þykir vænt um þau þar sem bæði hafa ákveðna þýðingu fyrir mig.

Annars vegar er það engillinn frá Aurum:


Fyrra eintakinu var reyndar stolið af mér þegar ég bjó í Mílanó (þar sem ég asnaðist til að geyma hann í veskinu einn góðan veðurdag) en þá fékk ég annan, sem lifir enn hérna hjá mér.

Hins vegar er það rúnahálsmenið frá Alrún sem merkir Creation eða Sköpun:


Núna langar mig að fara bæta í safnið. Sá svo fallegt hálsmen um daginn sem ég held að gæti unað sér vel um hálsinn minn. Fæst ekki hér á landi (gleðiefni út af fyrir sig svo sem) en hægt að panta það á netinu og til í gulli og silfri. Silfur it is! 

Svona lítur það út:Til bæði lítið og stórt. Finnst bæði jafn falleg...

Edda Rós óskabein

2 comments:

Ester said...

Ú fallegt... og mjög mikið Edda.

EddaRósSkúla said...

Já finnst þér það ekki bara, svei mér þá!