16 January 2012

ZzZzZzZz...

Golden Globe hátíðin var haldin í gær. Verðlaunin hafa auðvitað sitt mikilvægi en það sem ég var örlítið spenntari fyrir voru kjólarnir sem dömurnar klæddust.

Þvílík og önnur eins vonbrigði segi ég nú bara!

Þeir voru lang flestir svo ótrúlega boring og fyrirsjáanlegir að ég átti ekki til orð. Það voru 3 kjólar sem mér fannst bera af öllum hinum en í þá voru klæddar: Reese Witherspoon, Sofia Vergara og Jessica Biel. Kannski það hafi verið tilviljun að hönnuðir þessara kjóla eru allir í miklu uppáhaldi hjá mér. Eða kannski eru þeir (hönnuðirnir) bara langflottastir yfirhöfuð!

Við erum sem sagt að tala um Elie Saab, Vera Wang og Zac Posen - til hamingju, þið eruð snillingar!


Jessica Biel - Elie Saab (all-time favorite)


Reese Witherspoon - Zac Posen


Sofia Vergara - Vera Wang (hönnun hennar er svo klassísk og kvenleg, love it!)

Elie Saab kjóllinn finnst mér fallegastur, þó svo gagnrýnendur segi hann vera eins og ömmudúk. Ekki sammála, en sem betur fer höfum við öll mismunandi skoðanir.

Samt sem áður verð ég að segja að kjólarnir þetta árið voru ansi óspennandi og mikil vonbrigði.

ER

7 comments:

Sólveig said...

Sammála! Reese gat samt ekki labbað í þessum kjól en ég hef aldrei skilið hvernig hægt er að labba í svona kjól....

ester said...

Salma Hayek fær mitt atkvæði fyrir Gucci kjólinn..

Ingveldur said...

Ohh já sammála Ester, mér fannst Salma rosalega flott!

EddaRósSkúla said...

Já Sólveig það er örugglega nokkuð erfitt!

En já stelpur mér fannst efri parturinn flottur og neðri parturinn flottur en fannst þeir ekki virka saman...

Anonymous said...

Of mikid af thessu mermaid look-i! Þaer lita allar svo vel ut! Thad er swagalegt.

Karenl

Anonymous said...

Of mikid af thessu mermaid look-i! Þaer lita allar svo vel ut! Thad er swagalegt.

Karenl

EddaRósSkúla said...

Haha Karen það er svo satt! Ég pældi ekki í því fyrr en þú segir það núna-fyndið!