31 January 2012

Unsensible heart


Endrum og eins fljúga til þín ákveðin tækifæri. Tækifæri um að prófa eitthvað nýtt og/eða eiga kost á að bæta við í reynslubankann. Í gær fékk ég sms um eitt svona tækifæri. Í fyrstu hugsaði ég: Já, gæti verið gaman en... ég hef ekkert efni á þessu núna, þetta er ekki besti tíminn, hvað ef þetta og hitt gengur ekki upp o.s.frv. Eftir að hafa hugsað þetta vel á heilli Reykjanesbraut var skoðun mín búin að umpólast og mér fannst þetta brilliant hugmynd! 

Þegar allt kom til alls var spurningin eiginlega sú hvort ég ætlaði að vera skynsöm eins og ég er 98% af tímanum eða hvort ég ætlaði að breyta örlítið út af vananum, lifa í núinu og gera nákvæmlega það sem mig langar til.

Ég held bara að ég verði óskynsöm í þessu tilfelli...
...vona bara að allt muni ganga upp, því ég er orðin mjög spennt!

Þið fáið nánari upplýsingar síðar en eitt get ég sagt ykkur og það er að þetta tengist því að ég verð aldarfjórðungsgömul í mars. Djísus - tíminn flýgur!

Edda Rós óskynsama

8 comments:

Anonymous said...

Mahhhh eg er forvitin :-)

Karen lind

Anonymous said...

Ekkert hik Edda mín veittu þér þetta tækifæri:)

Hrönn said...

Stundum á maður bara að vera óskynsamur! :)

Anonymous said...

Þeir sem eru óskynsamir nota orðatiltæki eins og "live every day like it's your last" til að réttlæta í sér vitleysuna.

Anonymous said...

Úllallaa spennó :)

-Ingveldur

Anonymous said...

Þú meinar ,,2% af tímanum er ég skynsöm" Have fun, ég er öfundsjúk.

ástros

EddaRósSkúla said...

Já þetta kemur bráðum í ljós :)

Ragnar minn, ekki vera abbó eins og hún systir þín. Þú færð að gera fullt af skemmtilegu næstu mánuðina so shut it!

Jovana Lilja said...

Va tetta gerdi mig lika sma forvitna verd ad vidurkenna tad:)

Gangi ter vel Edda Ros og takk fyrir skemmtilegt blogg.

Kvedja fra Tyskalandi:)