01 February 2012

Got my eyes on...


Skartgripir eru skemmtilegir og lífga mikið upp á hin ýmsu dress. Þetta myndi örugglega sóma sér vel uppí hillu með hinu glingrinu mínu...



Langir fjaðralokkar.


Þessir eru á leiðinni til mín, jei!


Þessir mættu líka vera það...


Töffaraskapur.


Armband þar sem þú getur sjálf/-ur ráðið áletruninni.



Hálsmen sem gæti gert hvaða leiðinlega t-shirt að skemmtigarði.


Fínt fínt.


Þetta fæst allt saman hjá sænskri stelpu (hér) sem er að selja fallega skartgripi. Eins og er, býður hún ekki upp á PayPal þannig það þarf að senda peningana til hennar með millifærslu. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað það kostar þar sem ég er enn í sjokki eftir að hafa farið í bankann í gær, misskilið bankastarfsmanninn og borgað aðra höndina bara svo ég gæti greitt fyrir eyrnalokkana. Sjokki, segi ég!

En ég lét sænsku píuna vita að ef hún gæti nú skellt upp paypal option-i á síðuna sína, þá ætti hún von á fleiri íslenskum viðskiptavinum. Bíðum og vonum...

Edda Rós

2 comments:

Valgerður said...

ótrúlega flottir þeir sem þú ert að fá þér litla eyrnalokkastelpa!

Heiða said...

Ég þarf að eignast þessar byssur!