26 March 2012

Another week has begun

Það rættist heldur betur úr þessari helgi. Dinner með dömunum mínum, tónleikar fyrir góðan málstað, dansað með glans og huggulegheit með hluta fjölskyldunnar.

Tapashúsið stóð sig nokkuð vel. Þjónustan var frábær og var eiginlega betri en maturinn, þó flest hafi verið mjög gott. Nautacarpaccio-ið skoraði hátt hjá mér og tók mig aftur til tímans þegar ég bjó í Mílanó og pantaði það alltaf á uppáhalds veitingastaðnum mínum, Trattoria Toscana. 

Smökkuðum Sparkling Wine Sangriu...delicioso!

Þessar voru nú dálítið fínar. H+V.

Við klæddum okkur líka upp í tilefni kvöldsins. 2xE.

Vikan fer meira og minna í Reykjanesbrautina, ásamt því að skipuleggja líf mitt.

Hvar vil ég búa?
Hvað vil ég læra?
Hvað vil ég vinna við?

Erfiðast! Meira um þetta síðar...

Edda Rós

No comments: