11 March 2012

Fyrsti áfangastaður: New York

Hey kids, ég ætla gefa ykkur smá update þegar ég kemst á netið, bæði svo þið getið ímyndað ykkur að vera í útlöndum (leyfi ykkur að lifa í gegnum mig) og svo ég geti skráð minningar fyir sjálfa mig. Er að skrifa þetta í símanum svo ég ber enga ábyrgð á stafsetningavillum whatsoever (hata þær samt).

Komum til NY í gærkvöldi og gistum á hóteli í Jamaica hverfinu sem er víst ágætlega vafasamt. Fengum mysterious bank á hurðina en enginn sem ætlaði að ræna okkur... Klukkunni hér í USA var breytt í gær svo það eru 4 tímar á milli. Við vorum svo fullar af orku að við vöknuðum klukkan 5, halelúja! Duttum í sjónvarpsmarkaðinn (heilsusamlegar) og erum báðar búnar að panta brazilian buttlift á DVD (told ya, allt fyrir heilsuna).

Buttlift píurnar biðja að heilsa, förum að tía okkur uppá flugvöll og til Miami-sigling á morgun babies!

Edda Rós og Hrönn las brazilianas

2 comments:

Anonymous said...

Hólí mólí mér brá, ég hélt að þetta væri mynd af Ástrós!! Hahaha...það er margt líkt með skyldum ;-) Góða ferð elskurnar og í guðanna bænum farið varlega í landi fleiri skrítinna persóna en á Íslandi :-*

Anonymous said...

Víí! Ég er drullu ánægð með að þú ætlir að blogga á meðan þú ert úti! JESS!

Kv. Lilja