20 February 2012

Commit to be fit

Við stelpurnar höfum mikið rætt undanfarið um þessa vitundarvakningu sem hefur orðið á líkamlegri heilsu og hollu mataræði. Allt í einu eru stelpur hættar að sækjast í þetta vannærða lúkk sem hefur tröllriðið öllu síðustu ár og byrjaðar að breyta um lífsstíl. Nú virðumst við vilja hafa fyrir því að grennast og styrkja vöðvana til að líta betur út. „Fit“ lúkkið er því algjörlega að taka yfir og ég held það sé bara nokkuð gott. En auðvitað má öllu ofgera.

Það eru allt í einu allir að taka þátt í fitness keppnum og ég gef öllum þeim stórt klapp á bakið. Þetta er reyndar ekki eitthvað fyrir mig en þær sem eru að fara taka þátt eru víst að standa sig mjög vel, flott!

Það er mikilvægt að við séum allar (og auðvitað öll) meðvitaðar um það hvað við setjum ofan í okkur, sérstaklega nú til dags þar sem umræður um skaðleg aukaefni eru í brennidepli. Þar sem offituprósenta landsmanna er einnig alltof há, tek ég því fagnandi hversu margir leita sér hvatningar til að komast í gott form.

Þetta er sko tíska að mínu skapi (en eins og ég segi, í hófi)!


Þessa mynd hafa t.d. örugglega flestir séð síðustu mánuði.

"Strong is the new skinny"

ER

1 comment:

Anonymous said...

Ég verð að taka undir þetta..
-Karen