19 February 2012

Step into my sushi world

Sushi. Eitthvað sem ég kynntist fyrst þegar ég bjó á Ítalíu 2007. Kúgaðist í fyrstu tilraun. Þá kynntist ég reyndar bara maki rúllum en lét líða dágóðan tíma þar til ég gerði aðra atlögu í sushi smökkun.

Tilraun 2 fór á sama veg en ég ákvað þá að prófa nigiri bita (sem er bara fiskur og hrísgrjón). Delicioso, eins og Ítalinn myndi orða það (nema hann borði bara pizzu og pasta)!

Prófaði maki í 3. sinn síðastliðinn fimmtudag og kúgaðist ekki en litlu munaði. Það er þessi b-vítans þari sem hefur þessi áhrif. Við náum ekkert afskaplega vel saman, því miður.


Fór með HR stelpunum mínum (part I) á Sushi Samba um daginn og í staðinn fyrir að þora í sushi-ið fékk ég mér smálúðu sem var einstaklega góð. Lofa að prófa sushi-ið næst, lofa!
Sandra-Lilla-Írunn


Eftirrétturinn var ekki af verri endanum, kakan og ísinn hefðu ekkert þurft að vera þarna fyrir mér en jarðarberin og hnetukremið (þetta ljósbrúna)=himneskt!


Í síðustu viku hitti ég svo HR stelpurnar mínar (part II) og Hrafnhildur var svo yndisleg að bjóða okkur í sushi-gerð. Nú skyldi smakka!


Frumraunin okkar af maki rúllum...


Afraksturinn. Við vorum að sjálfsögðu afar stoltar af þessum kræsingum. Hrafnhildur er orðin svo pró (enda í sushi klúbb) að hún skellti í laxa sashimi sem vakti mikla lukku.


Asísk kveðja!

Já, ég veit ekki hvort maki rúllur eru eitthvað sem ég venst með tímanum. Mig langar ekkert að gera margar tilraunir í viðbót og krossa fingur um að ég muni ekki kúgast. Nigiri og sashimi hentar mér bara ágætlega get ég sagt ykkur.

ER

No comments: