15 February 2012

The days of a substitute teacher

Svona hafa undanfarnir dagar verið hjá mér, með litlum krílum í 3. bekk og upp í unglingagelgju í 9. bekk. Allt jafn skemmtilegt og ótrúlega gefandi. Ég dett stundum sjálf inn í mín grunnskólaár.

Það besta við að kenna litlu dúllunum eru gullkornin sem ég fæ að heyra - og nóg er af þeim. Kenndi sem sagt 3. bekk um daginn, 2 daga í röð. Fyrri daginn var ég með gleraugu en seinni daginn var ég með linsur. Á degi tvö spurði einn mig: „Bíddu ætlar þú bara ekkert að sjá í dag?“ Ég svaraði honum að ég hafi ekki nennt að nota gleraugun og væri því með linsur. Þá varð hann skrítinn á svipinn og sagði: „Uhh veistu ekki að linsur eru bara fyrir karla? Þú ert ekki karl! (og hló)“ Ég hló líka, var að íhuga að leiðrétta þetta ekki en gat svo ekki annað, þessar elskur.


Hef þurft að rifja dönskuna upp...leiðinlega kartöflumál.



Ein átti afmæli og bakaði fyrir bekkinn. Hún tilkynnti mér að það hefði ein verið sérstaklega gerð fyrir mig. Krútt.


Já, það er yndislegt að vera með þessum krökkum og reyna koma einhverri þekkingu inn fyrir veggi heilans, fara svo út í búð seinna um daginn og fá rembingsknús frá barni sem ég kynntist kannski 5 klst áður.

Kennari sem framtíðarstarf samt sem áður - nei takk fyrir pent.

Edda Rós

No comments: