29 February 2012

Ofmetin tíska

Það er ótrúlegt hvað frægt fólk getur náð miklum árangri í að auglýsa vörur/flíkur óbeint. 
Beyoncé ákvað að klæðast strigaskóm í myndbandinu sínu Love on Top. Gott og blessað!
Í ljós kom að þetta voru engir venjulegir strigaskór. Þeir eru hannaðir af Isabel Marant og eru með innbygðum háum hæl. 

Ekkert svo slæm hugmynd út af fyrir sig en guð minn almáttugur hvað það er búið að hype-a þessa skó!
Persónulega finnst mér þeir langt frá því að vera fallegir. Minna mig á geimskó og ég hugsa um moonboots þegar ég sé þá. 

Kannski er þetta bara eins og með annað sem kemur í tísku, eins og Jeffrey Campbell Lita skóna. Annað eins hafði ég ekki séð fyrst um sinn, en í dag hef ég vanist þeim betur. 

Ætli ég venjist þessum geimskutlum?

Svei mér þá, ég held bara ekki. Huge tunga, franskur rennilás og eitthvað sportlúkk sem mér líkar ekki nógu vel við.

Þeir seljast samt eins og heitar lummur!7 comments:

ester said...

Vá hvað ég var akkúrat að hugsa þetta um daginn... mér finnst þeir svo vandræðalegir eitthvað.

Þeir væru samt örugglega skárri ef tungan væri ekki svona klaufaleg og þeir væru ekki með frönskum.

P.s. Ég fatta ekki ennþá Lita.

Sólveig said...

Hræðilegir! Kim K póstaði þessari mynd á twitter um daginn: https://twitter.com/#!/KimKardashian/media/slideshow?url=http%3A%2F%2Finstagr.am%2Fp%2FHhcqmmuSxy%2F

Þessi tunga er horror, skór með loftpúðum?!

Anonymous said...

Svo eru þeir víst uppseldir allstaðar en hægt er að fá einhverja á ebay og er verðmiðinn 1000$ ofmat.

EddaRósSkúla said...

Haha já Kim K hefur gerst fórnarlamb tískunnar, þessi elska.

En $1000 fyrir strigaskó? -Aldrei í lífinu!

Karen Lind said...

Jii... ég tek undir með Ester.

FRANSKUR RENNILÁS OG HUGE TUNGA?

Gleymum og gröfum það atriði. En samt finnst mér þeir eitthvað flottir.. eflaust bara út af hype-inu.

Edda mín, settu fleiri persónulegar myndir (ef þig langar).. þú ert svo sæt og flott alltaf.. ;)

EddaRósSkúla said...

Haha æ takk elsku Karen - ég tek það til skoðunar ;)

alexsandra g. said...

ugh, mér finnst þeir svo ljótir haha!