15 May 2013

Laugardagsrúntur

Seinasta laugardag duttum við í smá road trip. Brunuðum með Orra uppí flugstöð þar sem hann var á leiðinni í dágott Ameríkuferðalag. Okkur leiddist það ekki mikið þar sem við tókum heljarinnar Suðurnesjarúnt í kjölfarið.

Sveitastelpan ég þurfti jú að sýna drengnum heimaslóðir og hversu afskaplega fallegt Reykjanesið er, þessi leynda perla.

Byrjuðum á því að keyra í áttina að Höfnunum og skelltum okkur aðeins til N-Ameríku í leiðinni. Brúin milli tveggja heimsálfa var fyrsta stopp.

Næsta stopp var svo Reykjanesið, Reykjanesviti, Gunnuhver, Geirfuglinn góði og þvílíkar náttúruperlur sem við eigum hérna (og það eiginlega bara í bakgarðinum hjá Keflavíkurdömunni).

Tókum svo Grindavíkurleiðina og þá var þetta komið gott fyrir daginn.

Þessi ferð verður svo bókað farin aftur í sumar, með nesti, nýja skó og öllum er velkomið að koma með!

Mér fannst þetta nokkuð skemmtilegt, þar sem ég hafði séð það nákvæmlega sama í Verona árið 2007 þegar við fórum í smá Ítalíuheimsókn við fjölskyldan. Þá var búið að læsa fjölmörgum lásum á hliðið að húsinu þar sem Rómeó átti að hafa heimsótt Júlíu.


Þessi Rómeó var svo sannarlega góður ferðafélagi og tala nú ekki um áttvís (sem hentar jú vel dömum sem villast í Smáralind).

ER


3 comments:

Anonymous said...

Já Edda Rós mín, það eru margar perlur sem við eigum hér suður með sjó,flott hjá þér.Þið eruð frábær.

Valgerður said...

jess, ánægð með þetta!! áfram svona myndablogg takk fyrir :)

við kíkjum með ykkur í picnic í sumar á ströndinn í Garðinum, já eða bara á kaffihúsið þarna, það er mjög næs.

dagný said...

ooo, ég er svo skotin í svona lock your love! <3