29 May 2013

Philippe Starck likes to squeeze lemons

Getur maður talað um langþráða löngun?

Allavega í dag geri ég það, því langþráð löngun mín rættist (jæja íslenskufræðingar, hvað segiði núna ha!).



Sítrónupressan sem hann Philippe Starck hannaði og fór í framleiðslu árið 1990 er loks mín! Hún fær samt sem áður því miður ekki að fara upp úr kassanum fyrr en ég er flutt, þar sem eldhúsið býður hana alls ekki velkomna, með litlu plássleysi. Ég á pottþétt eftir að kíkja á hana inni í herbergi af og til, bara til að tékka hvort henni líði ekki vel. Það væri nú saga til næsta bæjar ef hún ætlaði að flýja!


En sagan af sítrónupressunni er dálítið skemmtileg, eins og reyndar allt sem Starck gerir og segir. Hann var að borða hádegismat á Ítalíu og á sama tíma að reyna hanna bakka fyrir Alessi (sem framleiðir pressuna). Áður en hann veit af er hann búinn að teikna sítrónupressuna á litla servíettu sem er enn til í dag. Sítrónupressuna má finna á MOMA safninu í New York og því gleður mig mjög að hún sé komin í mitt eldhús. Ég hreifst líka helling af Starck þegar ég bjó á Ítalíu og fór á Salone del Mobile þar sem hann var einmitt að sýna sína hönnun. 


Pressan er ekkert sérstaklega praktísk, þ.e. hún hentar ekkert sem best í að kreista sítrónur en Starck sagði sjálfur "It's not meant to squeeze lemons, it's meant to start conversations".



Þannig að ég vil meina að ég sé komin með umræðukveikjara í eldhúsið, ekki slæmt það!



Þetta er smá eins og 3ja lappa könguló.

Og ég elska það...enda er ég mikill aðdáandi köngulóa.

ER

4 comments:

Anonymous said...

,,Litlu plássleysi"? Kemur plássleysi í stærðum? Hehe
Bestu kveðjur, litli íslenskufræðingurinn.

Valgerður said...

Haha síðasti punkturinn! akkúrat það sem ég var að hugsa.. þetta kvikindi lítur út eins og könguló

Valgerður said...

um að gera líka að fela gripinn þegar Heiða kemur í heimsókn..

Dagný Björg • Dagfar said...

Til hamingju með sítrónupressuna!