04 December 2012

I will always love you

Elsku afi Rúddi (Rúdolf) hefði orðið hvorki meira né minna en 75 ára í dag.

Hann afi var algjör herramaður, húmoristi og slökkviliðshetjan mín.

Alltaf í nýpússuðum skóm, vatnsgreiddur og í leðurjakka (hefði auðveldlega fengið hlutverk í Grease!) Hann dró alltaf upp úr brjóstvasanum á jakkanum sínum nammi fyrir mig og Ragnar bróðir (Ástrós sis var of ung til að japla á sælgæti). 

Lagið okkar er lagið I will always love you með Whitney Houston. Ég vona að hún syngi það fyrir hann í dag og er viss um að hann muni taka undir.


Mikið sem ég sakna hans, þessa sterka karakters.

Hugsa til þín alla daga elsku afi.

Þín, 
Edda Rós

No comments: