10 December 2012

The one who said you could have too much sugar...was right!

Um daginn bauð Elín Edda mér og Guðrúnu í brjóstsykursgerð. Þvílíka og önnur eins snilldin sem það var! Þrátt fyrir að ég horfi brjóstsykur allt öðrum og verri augum en ég gerði fyrir þennan dag, þá er þetta eitthvað sem allir ættu að prófa. Sniðugt að gera svona líka rétt fyrir jólin.

Eina sem þarf er sykur, þrúgusykur og meiri sykur, vatn, pott, olíu, spaða, skæri og bökunarpappír. Ef þið viljið hafa e-ð bragð af sælgætinu þá er jú nauðsynlegt að kaupa viðeigandi litar- og bragðefni.Og þá hefst fjörið...

Elín Edda var nýbúin að læra hvernig ætti að meðhöndla þessa leðju en hún masteraði algjörlega þennan dag.Lakkrísbrjóstsykurinn sem var bestur að mínu mati. Útlitið segir ekki allt...eehÉg þurfti líka að sýna hvað í mér bjó...Klippa klippa
5 Batch á no time!

Snilldardagur.

ER

3 comments:

Heiða Rut said...

Snilld! Ekkert smá flottir..

ester said...

Edda Rós.. þú ert að fara hamförum í matargerðinni, kann að meta þetta!

Sigurrós Ösp said...

vá! þetta er ekkert má sniðugt..fæ frekari uppl á morgunn hjá þér :)