17 December 2012

Sisters...

Á föstudaginn fórum við á jólahlaðborð (annað af þrem þessi jólin).


Hápunktar smökkunar hjá mér voru sennilega hrátt hrossakjöt (sem ég hef reyndar smakkað áður en borið fram öðruvísi) og önd. Ég er almennt mjög hrifin af hráum mat, sama hvort það sé kökudeig eða serrano með melónu þannig að hrossakjötið kom mér skemmtilega á óvart.

Litla sis gaf mér illt auga þegar ég umm-aði og bauð henni að smakka.

Smakkaði svo lax sem var á e-n hátt marineraður í sykurreyr og hann var sjúklega góður!

Ég elska ss hráfæði...í mínum skilning.

Kv.
Edda Vampíra

2 comments:

Anonymous said...

Svo sætar!

Karen Lind

ester said...

Sætulínur mínar..

.. ég fór á jólahlaðborð í gær og fékk hrátt hangikjöt með blárberjarjóma. Það var tryllt og ég hugsaði til þín.