17 April 2012

Giving back

Bara til að sýna ykkur að ég get líka verið hræsnari af og til þá mátti ég til með að sýna ykkur nýju Toms skóna mína. Í síðustu færslu talaði ég um að við ættum að læra að meta það sem við hefðum en ekki þurfa stanslaust að fá meira og nýrra. Það er alveg satt og mér finnst gott að minna mig á það stundum hvað ég hef það gott og að ég þurfi að meta það betur.

Hins vegar...þá keypti ég þessa skó í USA í mars og er afskaplega skotin í þeim. Það var ekki útlitið sem greip augað í fyrstu, heldur hafði ég heyrt af þessum skóm og hvað þeir „stæðu“ fyrir. Mér finnst framtakið frábært og aðdáunarvert. Þið getið kynnt ykkur sögu fyrirtækisins hér.

Vona bara að þetta sé ekki einungis markaðssetning hjá þeim.
Þeir eru afskaplega þægilegir - og ekki skemmir það!
Fást í mörgum litum og gerðum en ég ráðlegg ykkur að máta þá sjálf í stað þess að láta e-n annan kaupa fyrir ykkur. Ég mátaði 2 týpur, þeir pössuðu báðir en aðrir voru nr. 9 í US og hinir númer 8.5 US, þannig þeir virðast vera misstórir eftir týpu.

Þetta eru kaup sem gera vonandi einhverjum öðrum gott, vildi að fleiri fyrirtæki tækju þetta upp.

ER

No comments: