26 April 2012

Dagur í Kolaportinu

Síðasta laugardegi var eytt í Kolaportinu. Það eru ekki nema 3 ár síðan ég fór síðast (að mig minnir) og það er eitt sem mér finnst hafa breyst síðan þá. Fólk er farið að gera meiri kröfur um lægra verð. Gagnrýni það svo sem ekki en buddan var aðeins léttari eftir síðasta laugardag en fyrir 3 árum.

Mikið var þetta samt gaman, öðruvísi stemning og yndislegt fólk sem kom og heilsaði upp á!

Kolaportspíurnar mættar!
Fengum fullt af gestum.
Ellen hipster.
Mitt dót.
Þetta litla krútt var að hjálpa mömmu sinni og ætlaði að „gera hana fína fyrir kvöldið“ eins og hann sagði sjálfur.
Básinn okkar, E(dda/llen) - 15

Gaman að þessu.

ER

2 comments:

ester said...

Vá.. eru í alvörunni orðin 3 ár síðan við fórum?

EddaRósSkúla said...

Ég held það?